Handtóku mann og losnuðu svo ekki við hann Árni Sæberg skrifar 19. nóvember 2023 07:41 Maðurinn fékk að gista á lögreglustöðinni á Hverfisgötu fyrir ómakið. Vísir/Vilhelm Karlmaður var handtekinn í gærkvöldi fyrir ógnandi tilburði og að fara ekki að fyrirmælum lögreglu. Eftir að varðstjóri hafði rætt við manninn á lögreglustöð var hann hvattur til að fara heim til sín að hvíla sig. Hann kom í tvígang aftur á lögreglustöðina og endaði á því að fá að gista fangageymslur. Í dagbókarfærslu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir gærkvöldið og nóttina segir að tilkynning hafi borist vegna slasaðs manns í miðborg Reykjavíkur. Þegar lögreglu bar að garði hafi maðurinn verið þar með fulla meðvitund en augljóslega undir miklum áhrifum áfengis. Honum hefðu verið meinaður aðgangur að veitingastað, þar sem hann ætlaði að nálgast jakkann sinn. Snerist hugur Maðurinn hafi verið ógnandi og ekki farið eftir fyrirmælum lögreglu og hann því fluttur úr aðstæðunum á lögreglustöð til frekari viðræðna. Þar hafi hann rætt við vakthafandi varðstjóra um málsatvik, sem hafi verið afar óljós vegna ölvunar. Þá hafi hann verið hvattur til þess að fara heim til sín að hvíla sig, sem hann hafi og samþykkt. Hann hafi því verið laus úr haldi lögreglu og honum fylgt út af lóð lögreglu. „Snerist honum greinilega hugur, gekk inn á lokað svæði lögreglu og byrjaði að berja á dyr lögreglustöðvarinnar.“ Settist niður og neitaði að fara Lögreglumenn hafi þá gefið sig aftur á tal við manninn og sannfært hann um að fara heim að hvíla sig. Að viðræðum loknum hafi viðkomandi farið út af athafnasvæði lögreglunnar, sest í innkeyrslu lögreglustöðvarinnar og neitað að fara. „Sökum ástands var ákveðið að vista hann fyrir að fara ekki eftir fyrirmælum lögreglu en það var mat varðstjóra að aðilinn væri ekki hæfur til þess að vera einn og óstuddur meðal almennings í því ölvunarástandi sem hann hafði komið sér í.“ Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Í dagbókarfærslu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir gærkvöldið og nóttina segir að tilkynning hafi borist vegna slasaðs manns í miðborg Reykjavíkur. Þegar lögreglu bar að garði hafi maðurinn verið þar með fulla meðvitund en augljóslega undir miklum áhrifum áfengis. Honum hefðu verið meinaður aðgangur að veitingastað, þar sem hann ætlaði að nálgast jakkann sinn. Snerist hugur Maðurinn hafi verið ógnandi og ekki farið eftir fyrirmælum lögreglu og hann því fluttur úr aðstæðunum á lögreglustöð til frekari viðræðna. Þar hafi hann rætt við vakthafandi varðstjóra um málsatvik, sem hafi verið afar óljós vegna ölvunar. Þá hafi hann verið hvattur til þess að fara heim til sín að hvíla sig, sem hann hafi og samþykkt. Hann hafi því verið laus úr haldi lögreglu og honum fylgt út af lóð lögreglu. „Snerist honum greinilega hugur, gekk inn á lokað svæði lögreglu og byrjaði að berja á dyr lögreglustöðvarinnar.“ Settist niður og neitaði að fara Lögreglumenn hafi þá gefið sig aftur á tal við manninn og sannfært hann um að fara heim að hvíla sig. Að viðræðum loknum hafi viðkomandi farið út af athafnasvæði lögreglunnar, sest í innkeyrslu lögreglustöðvarinnar og neitað að fara. „Sökum ástands var ákveðið að vista hann fyrir að fara ekki eftir fyrirmælum lögreglu en það var mat varðstjóra að aðilinn væri ekki hæfur til þess að vera einn og óstuddur meðal almennings í því ölvunarástandi sem hann hafði komið sér í.“
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira