Handtóku mann og losnuðu svo ekki við hann Árni Sæberg skrifar 19. nóvember 2023 07:41 Maðurinn fékk að gista á lögreglustöðinni á Hverfisgötu fyrir ómakið. Vísir/Vilhelm Karlmaður var handtekinn í gærkvöldi fyrir ógnandi tilburði og að fara ekki að fyrirmælum lögreglu. Eftir að varðstjóri hafði rætt við manninn á lögreglustöð var hann hvattur til að fara heim til sín að hvíla sig. Hann kom í tvígang aftur á lögreglustöðina og endaði á því að fá að gista fangageymslur. Í dagbókarfærslu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir gærkvöldið og nóttina segir að tilkynning hafi borist vegna slasaðs manns í miðborg Reykjavíkur. Þegar lögreglu bar að garði hafi maðurinn verið þar með fulla meðvitund en augljóslega undir miklum áhrifum áfengis. Honum hefðu verið meinaður aðgangur að veitingastað, þar sem hann ætlaði að nálgast jakkann sinn. Snerist hugur Maðurinn hafi verið ógnandi og ekki farið eftir fyrirmælum lögreglu og hann því fluttur úr aðstæðunum á lögreglustöð til frekari viðræðna. Þar hafi hann rætt við vakthafandi varðstjóra um málsatvik, sem hafi verið afar óljós vegna ölvunar. Þá hafi hann verið hvattur til þess að fara heim til sín að hvíla sig, sem hann hafi og samþykkt. Hann hafi því verið laus úr haldi lögreglu og honum fylgt út af lóð lögreglu. „Snerist honum greinilega hugur, gekk inn á lokað svæði lögreglu og byrjaði að berja á dyr lögreglustöðvarinnar.“ Settist niður og neitaði að fara Lögreglumenn hafi þá gefið sig aftur á tal við manninn og sannfært hann um að fara heim að hvíla sig. Að viðræðum loknum hafi viðkomandi farið út af athafnasvæði lögreglunnar, sest í innkeyrslu lögreglustöðvarinnar og neitað að fara. „Sökum ástands var ákveðið að vista hann fyrir að fara ekki eftir fyrirmælum lögreglu en það var mat varðstjóra að aðilinn væri ekki hæfur til þess að vera einn og óstuddur meðal almennings í því ölvunarástandi sem hann hafði komið sér í.“ Lögreglumál Reykjavík Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fleiri fréttir Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Sjá meira
Í dagbókarfærslu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir gærkvöldið og nóttina segir að tilkynning hafi borist vegna slasaðs manns í miðborg Reykjavíkur. Þegar lögreglu bar að garði hafi maðurinn verið þar með fulla meðvitund en augljóslega undir miklum áhrifum áfengis. Honum hefðu verið meinaður aðgangur að veitingastað, þar sem hann ætlaði að nálgast jakkann sinn. Snerist hugur Maðurinn hafi verið ógnandi og ekki farið eftir fyrirmælum lögreglu og hann því fluttur úr aðstæðunum á lögreglustöð til frekari viðræðna. Þar hafi hann rætt við vakthafandi varðstjóra um málsatvik, sem hafi verið afar óljós vegna ölvunar. Þá hafi hann verið hvattur til þess að fara heim til sín að hvíla sig, sem hann hafi og samþykkt. Hann hafi því verið laus úr haldi lögreglu og honum fylgt út af lóð lögreglu. „Snerist honum greinilega hugur, gekk inn á lokað svæði lögreglu og byrjaði að berja á dyr lögreglustöðvarinnar.“ Settist niður og neitaði að fara Lögreglumenn hafi þá gefið sig aftur á tal við manninn og sannfært hann um að fara heim að hvíla sig. Að viðræðum loknum hafi viðkomandi farið út af athafnasvæði lögreglunnar, sest í innkeyrslu lögreglustöðvarinnar og neitað að fara. „Sökum ástands var ákveðið að vista hann fyrir að fara ekki eftir fyrirmælum lögreglu en það var mat varðstjóra að aðilinn væri ekki hæfur til þess að vera einn og óstuddur meðal almennings í því ölvunarástandi sem hann hafði komið sér í.“
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fleiri fréttir Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Sjá meira