Rúmlega eitt þúsund íbúðir eru í byggingu á Suðurlandi í dag Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. nóvember 2023 13:31 Elmar Erlendsson, framkvæmdastjóri hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, sem var með athyglisverðar tölur á fundinum á Selfossi í vikunni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Rúmlega eitt þúsund byggingar eru í byggingu á Suðurlandi í dag og á næstu tveimur árum þarf að byggja um þúsund íbúðir í viðbót samkvæmt spá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) boðuðu til fundar í vikunni um atvinnuuppbyggingu og þróun íbúðamarkaðar á Suðurlandi í samstarfi við Byggðastofnun, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, Samtök iðnaðarins og iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið. Á fundinum var farið yfir stöðu á íbúðamarkaði á Suðurlandi, stafræn byggingarleyfi, nýsköpunarstyrki, hagkvæmni og skilvirkni í íbúðauppbyggingu og þau lánaúrræði sem standa til boða, bæði hvað varðar rekstur og uppbyggingu íbúða á landsbyggðinni. Elmar Erlendsson, framkvæmdastjóri hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun var með tölur um fjölda bygginga á fundinum, sem eru í byggingu á Suðurlandi akkúrat í dag. „Þær eru rétt rúmlega þúsund íbúðir, sem við teljum núna byggingar á Suðurlandi. Ef við horfum á fimm ára tímabil þá hefur orðið gífurlegur vöxtur á Suðurlandi og á sama tíma er fólksfjölgun líka búin að vera gífurleg og fólksfjölgunin hefur núna undanfarið verið talsvert umfram spár jafnt á Suðurlandi eins og annars staðar á landinu,“ segir Elmar. Og á þessar glæru frá Elmari eru athyglisverðir punktar um stöðuna á Suðurlandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Elmar segir að það þurfi að byggja meira á Suðurlandi. „Já, ef við horfum bara á fólksfjölgunina og spánna um íbúðaþörf þá virðist vera að við séum að ná þessu núna 2023 en það lítur ekkert sérstaklega vel út fyrir næsta ár og þar næsta. Það þarf að viðhalda stöðugu framboði nýrra íbúða og halda áfram að byggja og hefja ný verkefni.“ Er það mjög mikilvægt? „Það er lykilinn að því að við höldum stöðugleika á íbúðamarkaði og komum með jafnt og þétt framboð þannig að það sé ekki það margir að berjast um hverja einustu íbúð. Já, þannig að stöðugleikinn er að halda jöfnu framboði nýrra íbúða,“ segir Elmar. En hvað með verðbólguna og háa vexti, hafi þessir þættir ekki mikið að segja? „Já, það hækkar allt saman en það sem vegur þyngst núna er vaxtarstigið og fjármagnskostnaður í byggingageiranum og vaxtarstigið varðandi afborganir á lánum.“ En þú ert bjartsýnn þrátt fyrir allt? „Maður verður að vera það, það þýðir ekkert annað,“ segir Elmar. Ein af glærunum frá Elmari.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Húsnæðismál Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira
Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) boðuðu til fundar í vikunni um atvinnuuppbyggingu og þróun íbúðamarkaðar á Suðurlandi í samstarfi við Byggðastofnun, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, Samtök iðnaðarins og iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið. Á fundinum var farið yfir stöðu á íbúðamarkaði á Suðurlandi, stafræn byggingarleyfi, nýsköpunarstyrki, hagkvæmni og skilvirkni í íbúðauppbyggingu og þau lánaúrræði sem standa til boða, bæði hvað varðar rekstur og uppbyggingu íbúða á landsbyggðinni. Elmar Erlendsson, framkvæmdastjóri hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun var með tölur um fjölda bygginga á fundinum, sem eru í byggingu á Suðurlandi akkúrat í dag. „Þær eru rétt rúmlega þúsund íbúðir, sem við teljum núna byggingar á Suðurlandi. Ef við horfum á fimm ára tímabil þá hefur orðið gífurlegur vöxtur á Suðurlandi og á sama tíma er fólksfjölgun líka búin að vera gífurleg og fólksfjölgunin hefur núna undanfarið verið talsvert umfram spár jafnt á Suðurlandi eins og annars staðar á landinu,“ segir Elmar. Og á þessar glæru frá Elmari eru athyglisverðir punktar um stöðuna á Suðurlandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Elmar segir að það þurfi að byggja meira á Suðurlandi. „Já, ef við horfum bara á fólksfjölgunina og spánna um íbúðaþörf þá virðist vera að við séum að ná þessu núna 2023 en það lítur ekkert sérstaklega vel út fyrir næsta ár og þar næsta. Það þarf að viðhalda stöðugu framboði nýrra íbúða og halda áfram að byggja og hefja ný verkefni.“ Er það mjög mikilvægt? „Það er lykilinn að því að við höldum stöðugleika á íbúðamarkaði og komum með jafnt og þétt framboð þannig að það sé ekki það margir að berjast um hverja einustu íbúð. Já, þannig að stöðugleikinn er að halda jöfnu framboði nýrra íbúða,“ segir Elmar. En hvað með verðbólguna og háa vexti, hafi þessir þættir ekki mikið að segja? „Já, það hækkar allt saman en það sem vegur þyngst núna er vaxtarstigið og fjármagnskostnaður í byggingageiranum og vaxtarstigið varðandi afborganir á lánum.“ En þú ert bjartsýnn þrátt fyrir allt? „Maður verður að vera það, það þýðir ekkert annað,“ segir Elmar. Ein af glærunum frá Elmari.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Húsnæðismál Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira