Greina landris og áhættu við vinnu varnargarða betur í dag Lovísa Arnardóttir skrifar 20. nóvember 2023 08:35 Hjördís segir öryggi starfsfólks við Svartsengi í fyrirrúmmi. Vísir/Vilhelm Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, segir það koma í ljós í dag hvort landris hafi áhrif á vinnu við varnargarða við virkjun HS Orku í Svartsengi. Hjördís fór yfir stöðu mála í Bítinu á Bylgjunni í morgun hvað varðar Grindavík, vinnu almannavarna, Veðurstofunnar. Hún sagði Veðurstofuna í samráði við almannavarnir greina gögn daglega og að virk vöktun væri í gangi á landrisi við Svartsengi en það mælist verulegt síðustu daga. Þegar kom í ljós hversu mikið landris er við Svartsengi hafi sem dæmi verið ákveðið að Grindvíkingar sem fái að fara heim í dag að sækja dót aki um Suðurstrandarveg en ekki Grindavíkurveg inn í bæinn. „Hún er endalaus að breytast staðan og það er okkar veruleiki í dag.“ Spurð hvað landrisið þýðir sagði Hjördís að það þýddi að það gæti gosið, en líka að það geri það ekki. Hún sagði það koma betur í ljós í dag þegar búið er að greina gögnin hvort að vinna við varnargarðana sé í uppnámi. Hún sagði öryggi þeirra sem þar vinna í forgangi. Upplýsingafundur almannavarna klukkan 11 Í viðtalinu ræddi hún einnig aðgengi fjölmiðla að Grindvík og nýja fjölmiðlamiðstöð sem opnuð var í gær. Þangað fjölmennti hópur erlendra fjölmiðla en mikið áhugi hefur verið á jarðhræringunum innlendir og erlendis. Því fyrirkomulagi hefur nú verið komið á að aðeins einn tökumaður og einn ljósmyndari fær að fara inn á svæðið daglega og er öllu efni deilt á aðra fjölmiðla. Hún sagði erfitt að segja fólki á síðasta fundi almannavarna að ekki yrðu haldin jól í Grindavík en að þau hafi ákveðið að vera skýr í sínu máli. Ákveðið hafi verið í samráði við bæjarstjóra, Fannar Jónasson, að greina frá þessu. Klukkan 11 verður haldinn upplýsingafundur þar sem Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir, fagstjóri endurreisnar hjá Almannavörnum fer yfir starfssemi Þjónustumiðstöðvar Almannavarna sem opnuð var síðasta miðvikudag. Einnig verður á fundinum, Jóhanna Lilja Birgisdóttir, yfirsálfræðingur á félagsþjónustu- og fræðslusviði hjá Grindavíkurbæ, hún fer yfir stöðu mála í skólamálum vegna atburðanna í Grindavík. Fundinum stýrir Víðir Reynisson, sviðsstjóri Almannavarna. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Fjölmiðlar Varnargarðar á Reykjanesskaga Almannavarnir Tengdar fréttir „Margir góðir vinir mínir búa enn í Grindavík eða eiga fjölskyldu þar“ Landsliðsfyrirliðinn Alfreð Finnbogason á rætur að rekja til Grindavíkur og var spurður út í sinn gamla heimabæ eftir tap Íslands í Portúgal í lokaleik þjóðanna í undankeppni EM 2024 í knattspyrnu. 20. nóvember 2023 07:30 Gæsahúðarmyndband Grindavíkur: „Grindvíkingar gefast ekki upp“ „Alveg svakalega stoltur, það vita flest að ég er aðfluttur en ég upplifi sjálfan mig sem 100 prósent Grindvíking. Þetta er mitt heimili, þetta er þar sem börnin mín fæðast og alast upp,“ sagði tilfinningaríkur Ómar Sævarsson í síðasta þætti Körfuboltakvölds. 19. nóvember 2023 23:31 Fjölmiðlar svekktir yfir því að fá ekki að fara inn í Grindavík Miðstöð fyrir erlenda fjölmiðla vegna náttúruhamfaranna í Grindavík var opnuð í dag. Þýskur fréttamaður á heimleið segist svekktur yfir að hafa ekki fengið að fara inn í Grindavík. 19. nóvember 2023 21:42 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Hjördís fór yfir stöðu mála í Bítinu á Bylgjunni í morgun hvað varðar Grindavík, vinnu almannavarna, Veðurstofunnar. Hún sagði Veðurstofuna í samráði við almannavarnir greina gögn daglega og að virk vöktun væri í gangi á landrisi við Svartsengi en það mælist verulegt síðustu daga. Þegar kom í ljós hversu mikið landris er við Svartsengi hafi sem dæmi verið ákveðið að Grindvíkingar sem fái að fara heim í dag að sækja dót aki um Suðurstrandarveg en ekki Grindavíkurveg inn í bæinn. „Hún er endalaus að breytast staðan og það er okkar veruleiki í dag.“ Spurð hvað landrisið þýðir sagði Hjördís að það þýddi að það gæti gosið, en líka að það geri það ekki. Hún sagði það koma betur í ljós í dag þegar búið er að greina gögnin hvort að vinna við varnargarðana sé í uppnámi. Hún sagði öryggi þeirra sem þar vinna í forgangi. Upplýsingafundur almannavarna klukkan 11 Í viðtalinu ræddi hún einnig aðgengi fjölmiðla að Grindvík og nýja fjölmiðlamiðstöð sem opnuð var í gær. Þangað fjölmennti hópur erlendra fjölmiðla en mikið áhugi hefur verið á jarðhræringunum innlendir og erlendis. Því fyrirkomulagi hefur nú verið komið á að aðeins einn tökumaður og einn ljósmyndari fær að fara inn á svæðið daglega og er öllu efni deilt á aðra fjölmiðla. Hún sagði erfitt að segja fólki á síðasta fundi almannavarna að ekki yrðu haldin jól í Grindavík en að þau hafi ákveðið að vera skýr í sínu máli. Ákveðið hafi verið í samráði við bæjarstjóra, Fannar Jónasson, að greina frá þessu. Klukkan 11 verður haldinn upplýsingafundur þar sem Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir, fagstjóri endurreisnar hjá Almannavörnum fer yfir starfssemi Þjónustumiðstöðvar Almannavarna sem opnuð var síðasta miðvikudag. Einnig verður á fundinum, Jóhanna Lilja Birgisdóttir, yfirsálfræðingur á félagsþjónustu- og fræðslusviði hjá Grindavíkurbæ, hún fer yfir stöðu mála í skólamálum vegna atburðanna í Grindavík. Fundinum stýrir Víðir Reynisson, sviðsstjóri Almannavarna.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Fjölmiðlar Varnargarðar á Reykjanesskaga Almannavarnir Tengdar fréttir „Margir góðir vinir mínir búa enn í Grindavík eða eiga fjölskyldu þar“ Landsliðsfyrirliðinn Alfreð Finnbogason á rætur að rekja til Grindavíkur og var spurður út í sinn gamla heimabæ eftir tap Íslands í Portúgal í lokaleik þjóðanna í undankeppni EM 2024 í knattspyrnu. 20. nóvember 2023 07:30 Gæsahúðarmyndband Grindavíkur: „Grindvíkingar gefast ekki upp“ „Alveg svakalega stoltur, það vita flest að ég er aðfluttur en ég upplifi sjálfan mig sem 100 prósent Grindvíking. Þetta er mitt heimili, þetta er þar sem börnin mín fæðast og alast upp,“ sagði tilfinningaríkur Ómar Sævarsson í síðasta þætti Körfuboltakvölds. 19. nóvember 2023 23:31 Fjölmiðlar svekktir yfir því að fá ekki að fara inn í Grindavík Miðstöð fyrir erlenda fjölmiðla vegna náttúruhamfaranna í Grindavík var opnuð í dag. Þýskur fréttamaður á heimleið segist svekktur yfir að hafa ekki fengið að fara inn í Grindavík. 19. nóvember 2023 21:42 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
„Margir góðir vinir mínir búa enn í Grindavík eða eiga fjölskyldu þar“ Landsliðsfyrirliðinn Alfreð Finnbogason á rætur að rekja til Grindavíkur og var spurður út í sinn gamla heimabæ eftir tap Íslands í Portúgal í lokaleik þjóðanna í undankeppni EM 2024 í knattspyrnu. 20. nóvember 2023 07:30
Gæsahúðarmyndband Grindavíkur: „Grindvíkingar gefast ekki upp“ „Alveg svakalega stoltur, það vita flest að ég er aðfluttur en ég upplifi sjálfan mig sem 100 prósent Grindvíking. Þetta er mitt heimili, þetta er þar sem börnin mín fæðast og alast upp,“ sagði tilfinningaríkur Ómar Sævarsson í síðasta þætti Körfuboltakvölds. 19. nóvember 2023 23:31
Fjölmiðlar svekktir yfir því að fá ekki að fara inn í Grindavík Miðstöð fyrir erlenda fjölmiðla vegna náttúruhamfaranna í Grindavík var opnuð í dag. Þýskur fréttamaður á heimleið segist svekktur yfir að hafa ekki fengið að fara inn í Grindavík. 19. nóvember 2023 21:42