Birtu myndband af göngum undir al-Shifa sjúkrahúsinu Samúel Karl Ólason skrifar 20. nóvember 2023 16:03 Róbóti eða hundur var sendur í göngin, þar sem þessi hurð fannst. Ísraelar birtu um helgina myndefni frá al-Shifa sjúkrahúsinu sem á að sýna að Hamas-liðar voru þar og að finna megi göng undir sjúkrahúsinu. Meðal annars sýnir myndefnið Hamas-liða flytja gísla til sjúkrahússins þann 7. október. Forsvarsmenn ísraelska hersins hafa haldið því fram að Hamas-liðar hafi haldið til í sjúkrahúsinu og jafnvel geymt gísla þar eða í umfangsmiklum göngum þar undir. Eitt myndband sem birt var sýnir hvernig róbóta eða hundi með myndavél á bakinu er slakað niður, ofan í göng við sjúkrahúsið. Sjá má hvernig göngin líta út og að á enda þeirra er rammgerð hurð, sem Ísraelar segja sprengjuþolna. Á hurðinni er gat sem hægt er að opna innan frá og skjóta út um. Göngin að hurðinni eru bein og þröng svo erfitt að er komast upp að henni, sé hún yfir höfuð varin. Come join us on a deep-dive into the Hamas tunnel complex underneath the Shifa Hospital.Hamas' cynical exploitation of hospitals as human shields, in flagrant violation of international law, has nullified their protected status and put people at risk. pic.twitter.com/nDm7ESrDqV— Eylon Levy (@EylonALevy) November 19, 2023 Ísraelar segja að það muni taka tíma að skoða gögnin, vegna varna og mögulegra gildra sem hafi mögulega verið lagðar fyrir Ísraela. Myndbandið ku hafa verið tekið þann 17. október og var birt um helgina. Ísraelar segjast óttast að verði sprengingar í göngunum, gætu hluta sjúkrahússins hrunið en þar eru enn um þrjú hundruð sjúklingar og heilbrigðisstarfsmenn. Hamas-liðar hafa grafið umfangsmikið net ganga undir Gasaströndinni. Þau geta verið notuð til að flytja vígamenn og hergögn um svæðið án þess að Ísraelar sjái og jafnvel til að koma aftan að ísraelskum hermönnum. Göng Hamas eru oft búin ljósavélum, loftræstingu, vatnsleiðslum og birgðum af mat og gíslar sem búið er að sleppa segja að þeim hafi verið haldið í herbergjum ofan í þessum göngum. Leiðtogar Hamas eru líka taldir geta notað göngin til að komast hjá því að vera handsamaðir. Sjá einnig: Innrás yrði gífurlega erfið og framhaldið ekki síður New York Times er meðal þeirra miðla sem hafa staðfest að þetta myndband og önnur sambærileg, hafi verið tekin upp við al-Shifra sjúkrahúsið. Myndir og myndbönd af gíslum Myndefni úr öryggismyndavélum í og við sjúkrahúsið sýna einnig að þann 7. október, þegar Hamas-liðar réðust á byggðir víða í suðurhluta Ísrael og tóku meðal annars fleiri en tvö hundruð gísla, að einhverjir gíslar voru fluttir á sjúkrahúsið. Í færslum á X (áður Twitter) segja Ísraelar þetta sanna að Hamas-liðar hafi notað sjúkrahúsið þann 7. október. NEW VIDEO: Foreign hostages being brought into Gaza s Al-Shifa hospital on October 7th. CCTV video released by the IDF. pic.twitter.com/80OdekG9UK— Trey Yingst (@TreyYingst) November 19, 2023 Gíslarnir sem um ræðir eru frá Taílandi og Nepal en ekki er vitað hvar þeir eru niðurkomnir. Á blaðamannafundi um helgina sögðu Ísraelar að særður hermaður sem hefði verið fluttur á sjúkrahúsið þann 9. nóvember, eftir að hún særðist í loftárási, hafi verið tekinn af lífi. These findings prove that the Hamas terrorist organization used the Shifa Hospital complex on the day of the October 7 Massacre as terrorist infrastructure. 2/2 pic.twitter.com/2UzlpKrNnv— Israel Defense Forces (@IDF) November 19, 2023 Einnig hafa verið birtar myndir af meintum Hamas-liðum leggja ísrealskum herbílum, sem teknir voru í Ísrael, við sjúkrahúsið þann 7. október. Leiðtogar Hamas-samtakanna hafa alltaf þvertekið fyrir að nota borgaralega innviði eins og sjúkrahús og skóla á Gasaströndinni. Helmingur húsa orðið fyrir skemmdum Fleiri en tólf þúsund manns hafa fallið í árásum Ísraela á Gasaströndinni, samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem stýrt er af Hamas. Gasaströndin er eitthvað þéttbýlasta svæði heimsins en Ísraelar segjast reyna að draga úr mannfalli óbreyttra borgara og segja Hamas-liða skýla sér bakvið þá og vilja valda miklu mannfalli. Blaðamenn Financial Times birtu í morgun grein um skemmdirnar sem stríðið hefur valdið á Gasaströndinni. Gífurlega margar byggingar hafa skemmst á svæðinu og þá sérstaklega á norðurhluta þess, þar sem landhernaður hefur átt sér stað í nokkrar vikur. Sjá einnig: Segja íbúum á suðurhluta Gasa nú að flýja Gervihnattamyndir voru notaðar til að greina skemmd hús en niðurstöðurnar gefa til kynna að nærri því helmingur húsa á norðanverðri Gasaströndinni hafi orðið fyrir skemmdum. Israel s military has laid waste to much of northern Gaza, badly damaging more than half of the buildings and large swaths of entire neighbourhoods during its offensive, according to analysis of satellite data. https://t.co/LauZ3FYHuT pic.twitter.com/XvFCOJxFsQ— Financial Times (@FT) November 20, 2023 Eins og áður segir hafa bardagar átt sér stað á þessu svæði. Hamas-samtökin birtu um helgina myndband sem sýnir nokkrar árásir vígamanna Hamas á ísraelska hermenn. Í flestum tilfellum skjóta þeir sprengjum að ísraelskum skrið- og bryndrekum en í einu tilfelli hljóp vígamaður upp að skriðdreka og lagði sprengjuna á hann, undir skotturn skriðdrekans og hljóp á brott. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Tengdar fréttir Þvertekur fyrir að samningur um vopnahlé sé í höfn Forsætisráðherra Ísraels segir engan samning um tímabundið vopnahlé í átökum Ísraels og Hamas og sleppingu gísla í höfn. 19. nóvember 2023 09:57 Stærsti spítali Gasa rýmdur og tugir drepnir í flóttamannabúðum Meira en hundrað manns létu lífið í þremur loftárásum Ísraelshers í dag. Þá var um 120 manns gert að yfirgefa stærsta spítala Gasastrandarinnar vegna húsleitar Ísraelshers. 18. nóvember 2023 23:56 Níu ára stúlka sögð myrt, nú talin gísl Níu ára stelpa sem var talin myrt af Hamasliðum er nú talin lifandi og meðal gísla þeirra. Emily Tony Korenberg Hand er ein þeirra sem tekin var höndum af Hamasliðum þegar þeir réðust inn í Be’eri kibbútsinn við landamæri Ísraels og Gasasvæðisins. Stuttu eftir árásina var föður Emily tilkynnt að dóttir sín væri látin. 17. nóvember 2023 19:24 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Forsvarsmenn ísraelska hersins hafa haldið því fram að Hamas-liðar hafi haldið til í sjúkrahúsinu og jafnvel geymt gísla þar eða í umfangsmiklum göngum þar undir. Eitt myndband sem birt var sýnir hvernig róbóta eða hundi með myndavél á bakinu er slakað niður, ofan í göng við sjúkrahúsið. Sjá má hvernig göngin líta út og að á enda þeirra er rammgerð hurð, sem Ísraelar segja sprengjuþolna. Á hurðinni er gat sem hægt er að opna innan frá og skjóta út um. Göngin að hurðinni eru bein og þröng svo erfitt að er komast upp að henni, sé hún yfir höfuð varin. Come join us on a deep-dive into the Hamas tunnel complex underneath the Shifa Hospital.Hamas' cynical exploitation of hospitals as human shields, in flagrant violation of international law, has nullified their protected status and put people at risk. pic.twitter.com/nDm7ESrDqV— Eylon Levy (@EylonALevy) November 19, 2023 Ísraelar segja að það muni taka tíma að skoða gögnin, vegna varna og mögulegra gildra sem hafi mögulega verið lagðar fyrir Ísraela. Myndbandið ku hafa verið tekið þann 17. október og var birt um helgina. Ísraelar segjast óttast að verði sprengingar í göngunum, gætu hluta sjúkrahússins hrunið en þar eru enn um þrjú hundruð sjúklingar og heilbrigðisstarfsmenn. Hamas-liðar hafa grafið umfangsmikið net ganga undir Gasaströndinni. Þau geta verið notuð til að flytja vígamenn og hergögn um svæðið án þess að Ísraelar sjái og jafnvel til að koma aftan að ísraelskum hermönnum. Göng Hamas eru oft búin ljósavélum, loftræstingu, vatnsleiðslum og birgðum af mat og gíslar sem búið er að sleppa segja að þeim hafi verið haldið í herbergjum ofan í þessum göngum. Leiðtogar Hamas eru líka taldir geta notað göngin til að komast hjá því að vera handsamaðir. Sjá einnig: Innrás yrði gífurlega erfið og framhaldið ekki síður New York Times er meðal þeirra miðla sem hafa staðfest að þetta myndband og önnur sambærileg, hafi verið tekin upp við al-Shifra sjúkrahúsið. Myndir og myndbönd af gíslum Myndefni úr öryggismyndavélum í og við sjúkrahúsið sýna einnig að þann 7. október, þegar Hamas-liðar réðust á byggðir víða í suðurhluta Ísrael og tóku meðal annars fleiri en tvö hundruð gísla, að einhverjir gíslar voru fluttir á sjúkrahúsið. Í færslum á X (áður Twitter) segja Ísraelar þetta sanna að Hamas-liðar hafi notað sjúkrahúsið þann 7. október. NEW VIDEO: Foreign hostages being brought into Gaza s Al-Shifa hospital on October 7th. CCTV video released by the IDF. pic.twitter.com/80OdekG9UK— Trey Yingst (@TreyYingst) November 19, 2023 Gíslarnir sem um ræðir eru frá Taílandi og Nepal en ekki er vitað hvar þeir eru niðurkomnir. Á blaðamannafundi um helgina sögðu Ísraelar að særður hermaður sem hefði verið fluttur á sjúkrahúsið þann 9. nóvember, eftir að hún særðist í loftárási, hafi verið tekinn af lífi. These findings prove that the Hamas terrorist organization used the Shifa Hospital complex on the day of the October 7 Massacre as terrorist infrastructure. 2/2 pic.twitter.com/2UzlpKrNnv— Israel Defense Forces (@IDF) November 19, 2023 Einnig hafa verið birtar myndir af meintum Hamas-liðum leggja ísrealskum herbílum, sem teknir voru í Ísrael, við sjúkrahúsið þann 7. október. Leiðtogar Hamas-samtakanna hafa alltaf þvertekið fyrir að nota borgaralega innviði eins og sjúkrahús og skóla á Gasaströndinni. Helmingur húsa orðið fyrir skemmdum Fleiri en tólf þúsund manns hafa fallið í árásum Ísraela á Gasaströndinni, samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem stýrt er af Hamas. Gasaströndin er eitthvað þéttbýlasta svæði heimsins en Ísraelar segjast reyna að draga úr mannfalli óbreyttra borgara og segja Hamas-liða skýla sér bakvið þá og vilja valda miklu mannfalli. Blaðamenn Financial Times birtu í morgun grein um skemmdirnar sem stríðið hefur valdið á Gasaströndinni. Gífurlega margar byggingar hafa skemmst á svæðinu og þá sérstaklega á norðurhluta þess, þar sem landhernaður hefur átt sér stað í nokkrar vikur. Sjá einnig: Segja íbúum á suðurhluta Gasa nú að flýja Gervihnattamyndir voru notaðar til að greina skemmd hús en niðurstöðurnar gefa til kynna að nærri því helmingur húsa á norðanverðri Gasaströndinni hafi orðið fyrir skemmdum. Israel s military has laid waste to much of northern Gaza, badly damaging more than half of the buildings and large swaths of entire neighbourhoods during its offensive, according to analysis of satellite data. https://t.co/LauZ3FYHuT pic.twitter.com/XvFCOJxFsQ— Financial Times (@FT) November 20, 2023 Eins og áður segir hafa bardagar átt sér stað á þessu svæði. Hamas-samtökin birtu um helgina myndband sem sýnir nokkrar árásir vígamanna Hamas á ísraelska hermenn. Í flestum tilfellum skjóta þeir sprengjum að ísraelskum skrið- og bryndrekum en í einu tilfelli hljóp vígamaður upp að skriðdreka og lagði sprengjuna á hann, undir skotturn skriðdrekans og hljóp á brott.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Tengdar fréttir Þvertekur fyrir að samningur um vopnahlé sé í höfn Forsætisráðherra Ísraels segir engan samning um tímabundið vopnahlé í átökum Ísraels og Hamas og sleppingu gísla í höfn. 19. nóvember 2023 09:57 Stærsti spítali Gasa rýmdur og tugir drepnir í flóttamannabúðum Meira en hundrað manns létu lífið í þremur loftárásum Ísraelshers í dag. Þá var um 120 manns gert að yfirgefa stærsta spítala Gasastrandarinnar vegna húsleitar Ísraelshers. 18. nóvember 2023 23:56 Níu ára stúlka sögð myrt, nú talin gísl Níu ára stelpa sem var talin myrt af Hamasliðum er nú talin lifandi og meðal gísla þeirra. Emily Tony Korenberg Hand er ein þeirra sem tekin var höndum af Hamasliðum þegar þeir réðust inn í Be’eri kibbútsinn við landamæri Ísraels og Gasasvæðisins. Stuttu eftir árásina var föður Emily tilkynnt að dóttir sín væri látin. 17. nóvember 2023 19:24 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Þvertekur fyrir að samningur um vopnahlé sé í höfn Forsætisráðherra Ísraels segir engan samning um tímabundið vopnahlé í átökum Ísraels og Hamas og sleppingu gísla í höfn. 19. nóvember 2023 09:57
Stærsti spítali Gasa rýmdur og tugir drepnir í flóttamannabúðum Meira en hundrað manns létu lífið í þremur loftárásum Ísraelshers í dag. Þá var um 120 manns gert að yfirgefa stærsta spítala Gasastrandarinnar vegna húsleitar Ísraelshers. 18. nóvember 2023 23:56
Níu ára stúlka sögð myrt, nú talin gísl Níu ára stelpa sem var talin myrt af Hamasliðum er nú talin lifandi og meðal gísla þeirra. Emily Tony Korenberg Hand er ein þeirra sem tekin var höndum af Hamasliðum þegar þeir réðust inn í Be’eri kibbútsinn við landamæri Ísraels og Gasasvæðisins. Stuttu eftir árásina var föður Emily tilkynnt að dóttir sín væri látin. 17. nóvember 2023 19:24