Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði urðu ekki alvarleg slys á farþegum. Ekki liggur fyrir hve margir voru í bílunum en tveir verða fluttir á slysadeild til skoðunar.
Einn dælubíll og tveir sjúkrabílar voru sendir á vettvang. Bílarnir lentu á ljósastaur samkvæmt slökkviliði og því fór betur en á horfðist.
Að sögn sjónarvotts voru bílarnir illa farnir. Viðbragðsaðilar vinna enn á vettvangi og er Sæbraut lokuð til austurs og Kringlumýrarbraut við gatnamót að Sæbraut.