Fótbolti

Rændur í miðjum flutningum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Kim Min-jae í leik með Bayern.
Kim Min-jae í leik með Bayern. Boris Streubel/Getty Images

Kim Min-jae, miðvörður Bayern München í Þýskalandi, varð fyrir þeirri óskemmtilegri reynslu að vera rændur skömmu eftir að hann gekk í raðir Bayern. Aðeins var einum hlut rænt en sá hlutur var víst mikið notaður á heimili Kim.

Hinn 27 ára gamli Kim gekk í raðir Bayern frá Napoli síðasta sumar og spilað nokkuð vel það sem af er tímabili ef frá eru talin mistök sem hann gerði í 4-2 sigrinum á Heidenheim. Þjófnaðurinn virðist því ekki hafa haft mikil áhrif á miðvörðinn en þegar hann var í miðjum flutningum var rándýrum hrísgrjónapotti rænt.

Kim var að ganga frá hlutum í nýja húsinu en ákvað að skilja hrísgrjónapottinn eftir fyrir utan þegar hann var að ganga frá öðrum hlutum inn í húsinu. Það var greinilega enginn að fylgjast með því sem var fyrir utan og var pottinum þá stolið.

Þýski miðillinn BILD greindi fyrst frá en þar kemur fram að potturinn hafi verið í miklum metum hjá Kim enda frá heimalandi hans, Suður-Kóreu. Á endanum fékk hann nýjan pott en Dee Hong, ráðgjafi hans, kom með hrísgrjónapott alla leið frá Suður-Kóreu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×