Niðurfellingar skulda og vaxta séu í skoðun Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. nóvember 2023 11:47 Teitur Björn Einarsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar. Vísir/vilhelm Forsvarsmenn stóru viðskiptabankanna þriggja líta svo á að þau úrræði sem þeir hafi þegar boðið Grindvíkingum séu aðeins byrjunin; frekari aðgerða sé að vænta, að sögn formanns efnahags- og viðskiptanefndar sem fundaði með bankastjórum í morgun. Frekari niðurfellingar skulda og vaxta séu í skoðun. Forsvarsmenn Íslandsbanka, Arion banka og Landsbankans mættu á fund efnahags- og viðskiptanefndar í morgunsárið. Lánamál íbúa og fyrirtækja Grindavíkur voru þar aðalumræðuefnið, að sögn Teits Björns Einarssonar, formanns nefndarinnar. Fram hafi komið að bankarnir séu í samskiptum við stjórnvöld og tryggingarfélög. „Það sem Grindvíkingum hefur verið boðið til þessa mætti líta á sem fyrstu aðgerðir, það er að að segja að koma fólki í greiðsluskjól eða greiðsluhlé næstu mánuði. En það mátti heyra mjög skýran vilja allra þessara banka og fjármálafyrirtækja að augljóslega eftir að málum vindur fram þurfi meira að koma til,“ segir Teitur. Úrræði bætist við fyrr en seinna Ekki sé hægt að slá því föstu á þessum tímapunkti hvað það verði nákvæmlega. En ýmislegt hafi komið til umræðu á fundinum. „Atriði eins og niðurfelling á skuldum og vöxtum og frekari frystingar eða hlé eru allt atriði sem ég hef þann skilning, eða skil málið þannig, að séu í skoðun.“ Óvissa sé þó enn nánast algjör og engar nákvæmar tímasetningar liggi fyrir. „Þá fáum við þær upplýsingar að næstu þrjá til sex mánuði standa þessi úrræði íbúum til boða og væntanlega munu fljótlega, fyrr en seinna, fleiri úrræði bætast við eða staðan að öðru leyti skýrast.“ Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Hörður Guðbrandsson formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur boðuðu í morgun til samstöðufundar við höfuðstöðvar Landsbankans við Hafnartorg í miðborginni klukkan tvö á fimmtudag. Þeir vilja með því þrýsta á banka og lífeyrissjóði að koma betur til móts við Grindvíkinga - og krefjast þess að lágmarki að vextir og verðbætur verði felldar niður tímabundið. Efnahagsmál Alþingi Grindavík Eldgos og jarðhræringar Fjármál heimilisins Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Boða til samstöðufundar fyrir Grindvíkinga við Landsbankann Verkalýðsfélag Grindavíkur og VR boða til samstöðufundar við nýjar höfuðstöðvar Landsbankans á fimmtudag. Krafa er um að bankar komi betur til móts við Grindvíkinga sem eru í erfiðri stöðu og þurfi að finna sér nýtt húsnæði með tilheyrandi kostnaði. 21. nóvember 2023 10:50 Brýnt að Grindvíkingar fái skýr svör á næstu dögum Menningar- og viðskiptaráðherra segir brýnt að Grindvíkingar fái betri svör en hingað til frá lánastofnunum varðandi tilslakanir á lánum þeirra. Að öðrum kosti þurfi að bregðast við stöðunni á Alþingi. 20. nóvember 2023 19:51 Frekari aðgerðir fyrir Grindvíkinga til skoðunar Aðgerðir til að koma til móts við Grindvíkinga eru til skoðunar hjá Landsbankanum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Samskipti við stjórnvöld um næstu skref séu hafin. 19. nóvember 2023 13:37 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Sjá meira
Forsvarsmenn Íslandsbanka, Arion banka og Landsbankans mættu á fund efnahags- og viðskiptanefndar í morgunsárið. Lánamál íbúa og fyrirtækja Grindavíkur voru þar aðalumræðuefnið, að sögn Teits Björns Einarssonar, formanns nefndarinnar. Fram hafi komið að bankarnir séu í samskiptum við stjórnvöld og tryggingarfélög. „Það sem Grindvíkingum hefur verið boðið til þessa mætti líta á sem fyrstu aðgerðir, það er að að segja að koma fólki í greiðsluskjól eða greiðsluhlé næstu mánuði. En það mátti heyra mjög skýran vilja allra þessara banka og fjármálafyrirtækja að augljóslega eftir að málum vindur fram þurfi meira að koma til,“ segir Teitur. Úrræði bætist við fyrr en seinna Ekki sé hægt að slá því föstu á þessum tímapunkti hvað það verði nákvæmlega. En ýmislegt hafi komið til umræðu á fundinum. „Atriði eins og niðurfelling á skuldum og vöxtum og frekari frystingar eða hlé eru allt atriði sem ég hef þann skilning, eða skil málið þannig, að séu í skoðun.“ Óvissa sé þó enn nánast algjör og engar nákvæmar tímasetningar liggi fyrir. „Þá fáum við þær upplýsingar að næstu þrjá til sex mánuði standa þessi úrræði íbúum til boða og væntanlega munu fljótlega, fyrr en seinna, fleiri úrræði bætast við eða staðan að öðru leyti skýrast.“ Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Hörður Guðbrandsson formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur boðuðu í morgun til samstöðufundar við höfuðstöðvar Landsbankans við Hafnartorg í miðborginni klukkan tvö á fimmtudag. Þeir vilja með því þrýsta á banka og lífeyrissjóði að koma betur til móts við Grindvíkinga - og krefjast þess að lágmarki að vextir og verðbætur verði felldar niður tímabundið.
Efnahagsmál Alþingi Grindavík Eldgos og jarðhræringar Fjármál heimilisins Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Boða til samstöðufundar fyrir Grindvíkinga við Landsbankann Verkalýðsfélag Grindavíkur og VR boða til samstöðufundar við nýjar höfuðstöðvar Landsbankans á fimmtudag. Krafa er um að bankar komi betur til móts við Grindvíkinga sem eru í erfiðri stöðu og þurfi að finna sér nýtt húsnæði með tilheyrandi kostnaði. 21. nóvember 2023 10:50 Brýnt að Grindvíkingar fái skýr svör á næstu dögum Menningar- og viðskiptaráðherra segir brýnt að Grindvíkingar fái betri svör en hingað til frá lánastofnunum varðandi tilslakanir á lánum þeirra. Að öðrum kosti þurfi að bregðast við stöðunni á Alþingi. 20. nóvember 2023 19:51 Frekari aðgerðir fyrir Grindvíkinga til skoðunar Aðgerðir til að koma til móts við Grindvíkinga eru til skoðunar hjá Landsbankanum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Samskipti við stjórnvöld um næstu skref séu hafin. 19. nóvember 2023 13:37 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Sjá meira
Boða til samstöðufundar fyrir Grindvíkinga við Landsbankann Verkalýðsfélag Grindavíkur og VR boða til samstöðufundar við nýjar höfuðstöðvar Landsbankans á fimmtudag. Krafa er um að bankar komi betur til móts við Grindvíkinga sem eru í erfiðri stöðu og þurfi að finna sér nýtt húsnæði með tilheyrandi kostnaði. 21. nóvember 2023 10:50
Brýnt að Grindvíkingar fái skýr svör á næstu dögum Menningar- og viðskiptaráðherra segir brýnt að Grindvíkingar fái betri svör en hingað til frá lánastofnunum varðandi tilslakanir á lánum þeirra. Að öðrum kosti þurfi að bregðast við stöðunni á Alþingi. 20. nóvember 2023 19:51
Frekari aðgerðir fyrir Grindvíkinga til skoðunar Aðgerðir til að koma til móts við Grindvíkinga eru til skoðunar hjá Landsbankanum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Samskipti við stjórnvöld um næstu skref séu hafin. 19. nóvember 2023 13:37