Vélinni líklega flogið heim frá Indlandi á næstu vikum Lovísa Arnardóttir skrifar 21. nóvember 2023 14:30 Icelandair-vélin var á Lal Bahadur Shastri-flugvellinum Vísir/Vilhelm Afturhluti vélar Icelandair straukst við flugbraut í lendingu á Lal Bahadur Shastri flugvellinum á Indlandi fyrr í mánuðinum. Gert er ráð fyrir því að hægt verði að fljúga vélinni aftur heim fljótlega. Flugvirkjar voru með í fluginu sem hófu strax vinnu við að meta tjónið. Gert er ráð fyrir því að hægt verði að fljúga vél Icelandair sem lenti í tjóni á Indlandi nýverið fljótlega aftur heim. Það segir upplýsingafulltrúi Icelandair, Guðni Sigurðsson, í svari til fréttastofu. „Það er rétt að við lendingu flugvélar Icelandair sem var í leiguverkefni á Indlandi á Lal Bahadur Shastri flugvelli straukst afturhluti vélarinnar við flugbraut. Farþegar urðu þess ekki varir og engin slys urðu á fólki,“ segir Guðni. Guðni segir að flugvirkjar hafi verið með í ferðinni og að strax við lendingu hafi þeir hafist handa við að meta það tjón sem varð á vélinni. Hann segir að önnur vél hafi verið send á eftir farþegunum og klárað leiguverkefnið. RNSA og Samgöngustofu tilkynnt um atvikið Hann segir atvikið þegar hafa verið tilkynnt til Rannsóknarnefndar samgönguslysa sem hafi haft samband við rannsóknarnefnd á Indlandi. Þá hefur Samgöngustofa einnig verið upplýst um málið en það staðfestir starfsmaður Samgöngustofu í pósti til fréttastofu. Í svari þeirra kemur fram að þeim sé þó ekki heimilt að gefa efnislegar upplýsingar um tilkynnt atvik. Samkvæmt upplýsingum frá Rannsóknarnefnd samgönguslysa var atvikið tilkynnt til þeirra samdægurs og það varð. „Flugrekandinn tilkynnti svokallað „tailstrike“ á B757-200 flugvél á Indlandi til RNSA föstudaginn 10. nóvember, sem er sami dagur og atvikið varð. Samkvæmt verklagi Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (ICAO), þá tilkynnti RNSA atvikið til rannsóknarnefndar flugslysa í Indlandi sama dag,“ segir í svari til fréttastofu um málið. Þar kemur enn fremur fram að málið sé nú til rannsóknar hjá indverskum yfirvöldum og RNSA aðstoði við þá rannsókn. „Talsverðar líkur eru á að rannsókn málsins færist í framhaldinu yfir til RNSA,“ segir að lokum. Fréttin hefur verið uppfærð eftir að svar barst frá Samgöngustofu um málið. Uppfært klukkan 15:45 þann 22.11.2023. Icelandair Indland Fréttir af flugi Mest lesið Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Fleiri fréttir Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Sjá meira
Gert er ráð fyrir því að hægt verði að fljúga vél Icelandair sem lenti í tjóni á Indlandi nýverið fljótlega aftur heim. Það segir upplýsingafulltrúi Icelandair, Guðni Sigurðsson, í svari til fréttastofu. „Það er rétt að við lendingu flugvélar Icelandair sem var í leiguverkefni á Indlandi á Lal Bahadur Shastri flugvelli straukst afturhluti vélarinnar við flugbraut. Farþegar urðu þess ekki varir og engin slys urðu á fólki,“ segir Guðni. Guðni segir að flugvirkjar hafi verið með í ferðinni og að strax við lendingu hafi þeir hafist handa við að meta það tjón sem varð á vélinni. Hann segir að önnur vél hafi verið send á eftir farþegunum og klárað leiguverkefnið. RNSA og Samgöngustofu tilkynnt um atvikið Hann segir atvikið þegar hafa verið tilkynnt til Rannsóknarnefndar samgönguslysa sem hafi haft samband við rannsóknarnefnd á Indlandi. Þá hefur Samgöngustofa einnig verið upplýst um málið en það staðfestir starfsmaður Samgöngustofu í pósti til fréttastofu. Í svari þeirra kemur fram að þeim sé þó ekki heimilt að gefa efnislegar upplýsingar um tilkynnt atvik. Samkvæmt upplýsingum frá Rannsóknarnefnd samgönguslysa var atvikið tilkynnt til þeirra samdægurs og það varð. „Flugrekandinn tilkynnti svokallað „tailstrike“ á B757-200 flugvél á Indlandi til RNSA föstudaginn 10. nóvember, sem er sami dagur og atvikið varð. Samkvæmt verklagi Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (ICAO), þá tilkynnti RNSA atvikið til rannsóknarnefndar flugslysa í Indlandi sama dag,“ segir í svari til fréttastofu um málið. Þar kemur enn fremur fram að málið sé nú til rannsóknar hjá indverskum yfirvöldum og RNSA aðstoði við þá rannsókn. „Talsverðar líkur eru á að rannsókn málsins færist í framhaldinu yfir til RNSA,“ segir að lokum. Fréttin hefur verið uppfærð eftir að svar barst frá Samgöngustofu um málið. Uppfært klukkan 15:45 þann 22.11.2023.
Icelandair Indland Fréttir af flugi Mest lesið Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Fleiri fréttir Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Sjá meira