Flokkur fólksins leggur til auknar álögur á skuldsetta Kristófer Már Maronsson skrifar 22. nóvember 2023 09:30 Í dag mælir formaður Flokks fólksins, fyrir hönd alls þingflokksins, fyrir tæplega sexföldun bankaskatts. Samkvæmt greinargerð er áætlað að aðgerðin skili 30 þúsund milljónum í ríkissjóð á ársgrundvelli. Hvaðan ætli þessir peningar komi? Svarið er einfalt, ef frumvarpið nær fram að ganga koma milljarðarnir þrjátíu frá skuldsettum heimilum og fyrirtækjum. Bankaskattur hefur bein áhrif á álagningu á útlán banka Það þarf að hafa í huga að við lifum í dýnamísku samfélagi. Ef bankaskattur hækkar, þá hækkar vaxtamunur banka. Bankarnir bregðast hratt við - eins og þeir lækkuðu vexti á lánum þegar bankaskatturinn var lækkaður (1,2). Hækkun bankaskatts þýðir að vextir verða hærri en ellegar - m.a. á húsnæðislánum og fyrirtækjalánum. Ef Flokkur fólksins vill gera eitthvað fyrir skuldsett heimili og fyrirtæki þá ætti flokkurinn að tala fyrir afnámi bankaskattsins og annarra sértækra skatta á fjármálafyrirtæki sem ekki þekkjast annars staðar í heiminum. Afleiðingarnar yrðu lægri vextir á húsnæðislánum og lægri vextir til fyrirtækja - sem stuðlar að lægra verðlagi að öðru óbreyttu. Hvað stendur í skýrslu starfshópsins? Í greinargerð frumvarpsins er vitnað í það að meðalvaxtamunur íslenskra banka var 2,7% árið 2022. Það sem ekki kemur fram í greinargerðinni er orðréttur fylgifiskur í skýrslunni: „Þessar niðurstöður verður þó að skoða í því ljósi að um er að ræða stutt tímabil sem einkennist af verulegum sveiflum í efnahagsumhverfinu vegna heimsfaraldursins og mikillar verðbólgu í kjölfar þeirra víða um heim.” Þessi vaxtamunur er svo í greinargerðinni borinn saman við banka af sambærilegri stærð á Norðurlöndunum þar sem meðalvaxtamunur var 1,6% árið 2022. Hér er verið að bera saman epli og appelsínur. Mér þætti gaman að sjá meðalvaxtamun sambærilegra banka á Norðurlöndunum ef þeir þyrftu að borga bankaskatt af útlánasafninu, 5,5% fjársýsluskatt á laun starfsmanna og 6% sérstakan fjársýsluskatt af stærstum hluta hagnaðar auk þess að vera með í kringum 21% eigið fé bundið í stað 12%. Íslenskir bankar búa við allt annað og strangara regluverk og skattaumhverfi heldur en bankar á Norðurlöndunum. Það bitnar ekki á neinum öðrum en viðskiptavinunum. Einstaklingar greiða skatta fyrirtækja Það að hækka skatta á fyrirtæki er lausn margra stjórnmálamanna við ýmsum vandamálum. Fyrirtækin eru oft sögð vond og jafnvel sökuð um glæpastarfsemi. Það er þó þannig að fyrirtæki greiða ekki skatta. Það eru viðskiptavinirnir sem greiða skattana. Viðskiptavinirnir eru stundum fyrirtæki en á endanum eru alltaf einstaklingar sem kaupa vöru eða þjónustu sem er búið að verðleggja m.t.t. skattlagningar. Eigendur fyrirtækja eru einnig alltaf á endanum einstaklingar, sem stundum þurfa að bera skattlagninguna. Jafnvel þótt lífeyrissjóðirnir eigi hlut í fyrirtækjunum, þá eru lífeyrissjóðirnir einnig í eigu einstaklinga. Skattahækkanir á fyrirtæki er skattahækkun á viðskiptavini þess fyrirtækis. Skattahækkun á banka er m.a. skattahækkun á skuldsett heimili, en óskuldsett taka ekki þátt í skattgreiðslunni. Það er vonandi að stjórnmálamenn nútímans fari að átta sig á þessu samhengi. Höfundur er hagfræðingur og aðstoðarmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristófer Már Maronsson Sjálfstæðisflokkurinn Skattar og tollar Flokkur fólksins Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Í dag mælir formaður Flokks fólksins, fyrir hönd alls þingflokksins, fyrir tæplega sexföldun bankaskatts. Samkvæmt greinargerð er áætlað að aðgerðin skili 30 þúsund milljónum í ríkissjóð á ársgrundvelli. Hvaðan ætli þessir peningar komi? Svarið er einfalt, ef frumvarpið nær fram að ganga koma milljarðarnir þrjátíu frá skuldsettum heimilum og fyrirtækjum. Bankaskattur hefur bein áhrif á álagningu á útlán banka Það þarf að hafa í huga að við lifum í dýnamísku samfélagi. Ef bankaskattur hækkar, þá hækkar vaxtamunur banka. Bankarnir bregðast hratt við - eins og þeir lækkuðu vexti á lánum þegar bankaskatturinn var lækkaður (1,2). Hækkun bankaskatts þýðir að vextir verða hærri en ellegar - m.a. á húsnæðislánum og fyrirtækjalánum. Ef Flokkur fólksins vill gera eitthvað fyrir skuldsett heimili og fyrirtæki þá ætti flokkurinn að tala fyrir afnámi bankaskattsins og annarra sértækra skatta á fjármálafyrirtæki sem ekki þekkjast annars staðar í heiminum. Afleiðingarnar yrðu lægri vextir á húsnæðislánum og lægri vextir til fyrirtækja - sem stuðlar að lægra verðlagi að öðru óbreyttu. Hvað stendur í skýrslu starfshópsins? Í greinargerð frumvarpsins er vitnað í það að meðalvaxtamunur íslenskra banka var 2,7% árið 2022. Það sem ekki kemur fram í greinargerðinni er orðréttur fylgifiskur í skýrslunni: „Þessar niðurstöður verður þó að skoða í því ljósi að um er að ræða stutt tímabil sem einkennist af verulegum sveiflum í efnahagsumhverfinu vegna heimsfaraldursins og mikillar verðbólgu í kjölfar þeirra víða um heim.” Þessi vaxtamunur er svo í greinargerðinni borinn saman við banka af sambærilegri stærð á Norðurlöndunum þar sem meðalvaxtamunur var 1,6% árið 2022. Hér er verið að bera saman epli og appelsínur. Mér þætti gaman að sjá meðalvaxtamun sambærilegra banka á Norðurlöndunum ef þeir þyrftu að borga bankaskatt af útlánasafninu, 5,5% fjársýsluskatt á laun starfsmanna og 6% sérstakan fjársýsluskatt af stærstum hluta hagnaðar auk þess að vera með í kringum 21% eigið fé bundið í stað 12%. Íslenskir bankar búa við allt annað og strangara regluverk og skattaumhverfi heldur en bankar á Norðurlöndunum. Það bitnar ekki á neinum öðrum en viðskiptavinunum. Einstaklingar greiða skatta fyrirtækja Það að hækka skatta á fyrirtæki er lausn margra stjórnmálamanna við ýmsum vandamálum. Fyrirtækin eru oft sögð vond og jafnvel sökuð um glæpastarfsemi. Það er þó þannig að fyrirtæki greiða ekki skatta. Það eru viðskiptavinirnir sem greiða skattana. Viðskiptavinirnir eru stundum fyrirtæki en á endanum eru alltaf einstaklingar sem kaupa vöru eða þjónustu sem er búið að verðleggja m.t.t. skattlagningar. Eigendur fyrirtækja eru einnig alltaf á endanum einstaklingar, sem stundum þurfa að bera skattlagninguna. Jafnvel þótt lífeyrissjóðirnir eigi hlut í fyrirtækjunum, þá eru lífeyrissjóðirnir einnig í eigu einstaklinga. Skattahækkanir á fyrirtæki er skattahækkun á viðskiptavini þess fyrirtækis. Skattahækkun á banka er m.a. skattahækkun á skuldsett heimili, en óskuldsett taka ekki þátt í skattgreiðslunni. Það er vonandi að stjórnmálamenn nútímans fari að átta sig á þessu samhengi. Höfundur er hagfræðingur og aðstoðarmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun