Guðni býður sig fram til formanns KSÍ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. nóvember 2023 15:40 Guðni Bergsson var formaður KSÍ á árunum 2017-21. vísir/daníel Guðni Bergsson hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands. Vanda Sigurgeirsdóttir ætlar að láta af störfum sem formaður KSÍ þegar kjörtímabili hennar lýkur á næsta ári. Kosið verður um næsta formann KSÍ á ársþingi sambandsins á Ísafirði í febrúar 2024. Guðni vildi ekki tjá sig um framboðið að svo stöddu þegar eftir því var leitað. Hann vísaði til fréttatilkynningar sem sjá má í heild neðst í fréttinni. Guðni var áður formaður KSÍ á árunum 2017-21. Hann sagði af sér sem formaður í ágúst 2021 þegar KSÍ var harðlega gagnrýnt fyrir að hylma yfir með ofbeldisbrotum leikmanna karlalandsliðsins. Í yfirlýsingu sem Guðni sendi fjölmiðlum síðdegis segir að hann hafi ákveðið að bjóða sig fram eftir að hafa fengið fjölda áskorana og hvatningu úr fótboltahreyfingunni. Hann vill halda áfram að leggja sitt „af mörkum til þess að vinna að því að gera gott starf KSÍ og aðildarfélaganna enn betra.“ Framboðsyfirlýsing Guðna Bergssonar Yfirlýsing um framboð til formanns KSÍEftir fjölda áskorana og hvatningu frá góðu fólki í knattspyrnuhreyfingunni hef ég ákveðið að bjóða mig fram sem formaður KSÍ á ársþingi sambandsins sem fram fer í lok febrúar á næsta ári.Fótboltinn hefur verið í stóru hlutverki allt mitt líf og ég brenn fyrir íþróttina. Ég vil halda áfram að leggja mitt af mörkum til þess að vinna að því að gera gott starf KSÍ og aðildarfélaganna enn betra.Verkefnin framundan eru mörg og fjölbreytt. Í þeim verkefnunum sem öðrum skiptir máli að við vinnum öll í saman að framgangi fótboltans í landinu. Fótboltinn samanstendur af mörgum þáttum en er ein öflug heild sem stöðugt þarf að huga að.Ég mun fara betur yfir helstu stefnumál mín og áherslur þegar nær dregur ársþingi.Með fótboltakveðju,Guðni Bergsson Guðni var fyrst kjörinn formaður KSÍ í febrúar 2017. Þar hafði hann betur gegn Birni Einarssyni í formannsslag. Björn hefur einnig verið orðaður við framboð til formanns á næsta ári. Guðni var svo endurkjörinn formaður KSÍ 2019. Þar sigraði hann Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formann og framkvæmdastjóra KSÍ. Guðni, sem er 58 ára, átti afar farsælan feril sem leikmaður. Hann lék lengi á Englandi með Tottenham og Bolton Wanderes og spilaði áttatíu landsleiki. Íslenski boltinn KSÍ Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Íslenski boltinn Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Fleiri fréttir Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Sjá meira
Vanda Sigurgeirsdóttir ætlar að láta af störfum sem formaður KSÍ þegar kjörtímabili hennar lýkur á næsta ári. Kosið verður um næsta formann KSÍ á ársþingi sambandsins á Ísafirði í febrúar 2024. Guðni vildi ekki tjá sig um framboðið að svo stöddu þegar eftir því var leitað. Hann vísaði til fréttatilkynningar sem sjá má í heild neðst í fréttinni. Guðni var áður formaður KSÍ á árunum 2017-21. Hann sagði af sér sem formaður í ágúst 2021 þegar KSÍ var harðlega gagnrýnt fyrir að hylma yfir með ofbeldisbrotum leikmanna karlalandsliðsins. Í yfirlýsingu sem Guðni sendi fjölmiðlum síðdegis segir að hann hafi ákveðið að bjóða sig fram eftir að hafa fengið fjölda áskorana og hvatningu úr fótboltahreyfingunni. Hann vill halda áfram að leggja sitt „af mörkum til þess að vinna að því að gera gott starf KSÍ og aðildarfélaganna enn betra.“ Framboðsyfirlýsing Guðna Bergssonar Yfirlýsing um framboð til formanns KSÍEftir fjölda áskorana og hvatningu frá góðu fólki í knattspyrnuhreyfingunni hef ég ákveðið að bjóða mig fram sem formaður KSÍ á ársþingi sambandsins sem fram fer í lok febrúar á næsta ári.Fótboltinn hefur verið í stóru hlutverki allt mitt líf og ég brenn fyrir íþróttina. Ég vil halda áfram að leggja mitt af mörkum til þess að vinna að því að gera gott starf KSÍ og aðildarfélaganna enn betra.Verkefnin framundan eru mörg og fjölbreytt. Í þeim verkefnunum sem öðrum skiptir máli að við vinnum öll í saman að framgangi fótboltans í landinu. Fótboltinn samanstendur af mörgum þáttum en er ein öflug heild sem stöðugt þarf að huga að.Ég mun fara betur yfir helstu stefnumál mín og áherslur þegar nær dregur ársþingi.Með fótboltakveðju,Guðni Bergsson Guðni var fyrst kjörinn formaður KSÍ í febrúar 2017. Þar hafði hann betur gegn Birni Einarssyni í formannsslag. Björn hefur einnig verið orðaður við framboð til formanns á næsta ári. Guðni var svo endurkjörinn formaður KSÍ 2019. Þar sigraði hann Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formann og framkvæmdastjóra KSÍ. Guðni, sem er 58 ára, átti afar farsælan feril sem leikmaður. Hann lék lengi á Englandi með Tottenham og Bolton Wanderes og spilaði áttatíu landsleiki.
Yfirlýsing um framboð til formanns KSÍEftir fjölda áskorana og hvatningu frá góðu fólki í knattspyrnuhreyfingunni hef ég ákveðið að bjóða mig fram sem formaður KSÍ á ársþingi sambandsins sem fram fer í lok febrúar á næsta ári.Fótboltinn hefur verið í stóru hlutverki allt mitt líf og ég brenn fyrir íþróttina. Ég vil halda áfram að leggja mitt af mörkum til þess að vinna að því að gera gott starf KSÍ og aðildarfélaganna enn betra.Verkefnin framundan eru mörg og fjölbreytt. Í þeim verkefnunum sem öðrum skiptir máli að við vinnum öll í saman að framgangi fótboltans í landinu. Fótboltinn samanstendur af mörgum þáttum en er ein öflug heild sem stöðugt þarf að huga að.Ég mun fara betur yfir helstu stefnumál mín og áherslur þegar nær dregur ársþingi.Með fótboltakveðju,Guðni Bergsson
Íslenski boltinn KSÍ Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Íslenski boltinn Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Fleiri fréttir Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Sjá meira