Segir þingið lamað vegna sundrungar innan ríkisstjórnar Atli Ísleifsson skrifar 23. nóvember 2023 11:08 Þingmenn ræddi stöðuna á þinginu undir liðnum Fundarstjórn forseta á Alþingi í morgun. Vísir/Vilhelm Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, segir ríkisstjórnina óstarfhæfa vegna sundrungar og Alþingi vera lamað fyrir vikið. Bendir þingmaðurinn á því til stuðnings á fá stjórnarfrumvörp hafi komið til þingsins og að það sem af sé hausti hafi þingið einungis afgreitt tvö stjórnarfrumvörp. Þetta sagði þingmaðurinn undir liðnum fundarstjórn forseta á þingfundi sem hófst klukkan 10:30 í morgun. Þingmaðurinn hóf ræðu sína á að segja að nauðsyn væri á að „ræða fílinn í herberginu“. Alþingi væri lamað og verðbólga væri ekki á leið niður. Vextir haldist ógnarháir og flóknir kjarasamningar framundan. „En það er lítið í dagskrá Alþingis sem speglar stöðuna. Hvers vegna er ég að nefna þetta? Ríkisstjórnin er svo sundruð að hingað berast engin frumvörp frá ráðherrum. Deyja málin öll á ríkisstjórnarfundum? Alþingi hefur afgreitt tvö stjórnarfrumvörp í allt haust. Annað þeirra varðaði varnargarð og skatta á almenning vegna ástandsins í Grindavík. Kom óvænt á dagskrá. Hitt málið varðaði breytingar á lögum um vakstöð siglinga. Ágætis mál alveg hreint. En var vaktstöð siglinga erindið sem ríkisstjórnin var að leita að í haust? Fjöldi frumvarpa frá ríkisstjórninni sem boðuð voru fyrir haustið eru 109. Í lok nóvember eru 39 mál komin til þingsins. Ríkisstjórnin er orðin óstarfhæf vegna sundrungar og Alþingi er lamað fyrir vikið. Þetta þarf að segja upphátt,“ sagði Þorbjörg Sigríður. Heldur stór orð um verkleysi og vandræðagang Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknar, svaraði því til að það væru vissulega ekki mikið af þingmálum á þinginu þessa stundina. „Ég ætla samt að segja að það er ekki það versta. Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að þingið sé að reyna að setja of mörg mál á dagskrá. Og sem ráðherra get ég alveg tekið til mín að hafa verið of brattur með það. Ég vil samt segja að mér fannst gagnrýnin ósanngjörn. Af þeim tíu málum sem ég ætlaði að koma með fyrir lok október eru átta komin inn í þingið. Ég hafnaði einu. Af fimm þingsályktunum sem ég ætlaði að koma með fram að jólum eru þrjár hér inni á þinginu og tvær á leiðinni,“ sagði ráðherrann. Ráðherrann sagðist vera á því að notuð væru heldur stór orð hjá þingmönnum stjórnarandstöðunnar um verkleysi og vandræðagang. „Það er alveg klárt að verðbólguna tæklum við ekki með vaktstöð siglinga en það er verkefni sem skiptir máli. Við hljótum að geta unnið mál í þinginu alls konar mál á meðan fjárlögin er okkar stærsta mál sem varðar að ná niður verðbólgunni.“ Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Viðreisn Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Þetta sagði þingmaðurinn undir liðnum fundarstjórn forseta á þingfundi sem hófst klukkan 10:30 í morgun. Þingmaðurinn hóf ræðu sína á að segja að nauðsyn væri á að „ræða fílinn í herberginu“. Alþingi væri lamað og verðbólga væri ekki á leið niður. Vextir haldist ógnarháir og flóknir kjarasamningar framundan. „En það er lítið í dagskrá Alþingis sem speglar stöðuna. Hvers vegna er ég að nefna þetta? Ríkisstjórnin er svo sundruð að hingað berast engin frumvörp frá ráðherrum. Deyja málin öll á ríkisstjórnarfundum? Alþingi hefur afgreitt tvö stjórnarfrumvörp í allt haust. Annað þeirra varðaði varnargarð og skatta á almenning vegna ástandsins í Grindavík. Kom óvænt á dagskrá. Hitt málið varðaði breytingar á lögum um vakstöð siglinga. Ágætis mál alveg hreint. En var vaktstöð siglinga erindið sem ríkisstjórnin var að leita að í haust? Fjöldi frumvarpa frá ríkisstjórninni sem boðuð voru fyrir haustið eru 109. Í lok nóvember eru 39 mál komin til þingsins. Ríkisstjórnin er orðin óstarfhæf vegna sundrungar og Alþingi er lamað fyrir vikið. Þetta þarf að segja upphátt,“ sagði Þorbjörg Sigríður. Heldur stór orð um verkleysi og vandræðagang Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknar, svaraði því til að það væru vissulega ekki mikið af þingmálum á þinginu þessa stundina. „Ég ætla samt að segja að það er ekki það versta. Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að þingið sé að reyna að setja of mörg mál á dagskrá. Og sem ráðherra get ég alveg tekið til mín að hafa verið of brattur með það. Ég vil samt segja að mér fannst gagnrýnin ósanngjörn. Af þeim tíu málum sem ég ætlaði að koma með fyrir lok október eru átta komin inn í þingið. Ég hafnaði einu. Af fimm þingsályktunum sem ég ætlaði að koma með fram að jólum eru þrjár hér inni á þinginu og tvær á leiðinni,“ sagði ráðherrann. Ráðherrann sagðist vera á því að notuð væru heldur stór orð hjá þingmönnum stjórnarandstöðunnar um verkleysi og vandræðagang. „Það er alveg klárt að verðbólguna tæklum við ekki með vaktstöð siglinga en það er verkefni sem skiptir máli. Við hljótum að geta unnið mál í þinginu alls konar mál á meðan fjárlögin er okkar stærsta mál sem varðar að ná niður verðbólgunni.“
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Viðreisn Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira