Musk kallar verkfallsaðgerðir í Svíþjóð „geðveiki“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. nóvember 2023 12:41 Musk er stofnandi Tesla og SpaceX og eigandi X/Twitter. Getty/Christian Marquardt „Þetta er geðveiki,“ segir Elon Musk, stofnandi Tesla, á X/Twitter um verkfallsaðgerðir sem standa yfir í Svíþjóð og beinast gegn starfsstöðvum fyrirtækisins þar í landi. Starfsmenn Tesla berjast nú fyrir því að fá að ganga saman til samninga við fyrirtækið um kaup og kjör en baráttan er einnig sögð snúast um framtíð „sænska módelsins“, það er að segja það fyrirkomulag sem viðhaft er á Norðurlöndunum um að menn séu í verkalýðsfélögum og gangi saman til samninga. Bandarísk fyrirtæki eru sögð hafa grafið undan fyrirkomulaginu á síðustu árum og slitu forsvarsmenn Spotify í Svíþjóð til að mynda viðræðum á dögunum sem snérust um rétt starfsmanna til sameiginlegan samning. Það er verkalýðsfélagið IF Metall sem fer fyrir verkfallsaðgerðunum fyrir starfsmenn Tesla en aðgerðirnar hafa smitað út frá sér og haft þær afleiðingar að fjöldi annarra stétta hefur látið af þjónustu við fyrirtækið. Póstburðarmenn hafa til að mynda neitað að koma nýjum bílnúmerum til skila og þá hafa hafnarstarfsmenn neitað að flytja Tesla-bifreiða um borð eða frá borði til flutnings. Rafvirkjar hafa neitað að þjónusta bifreiðarnar og sama má segja um bílamálara. Ummæli Musk voru viðbrögð við fregnum af þessum samstöðuaðgerðum en sérfræðingar telja Tesla þó munu neyðast til að láta undan að lokum. „Ég veðja á að Tesla verði ekki áfram í Svíþjóð án sameiginlegra samninga. Verkalýðsfélagið mun sigra. Ég á erfitt með að sjá það fyrir mér að verkalýðsfélögin láti undan. Þetta er of stórt mál,“ segir Jesper Hamark, sérfræðingur í efnahagssögu við Háskólann í Gautaborg. Hér má finna umfjöllun Guardian um málið. Tesla Svíþjóð Kjaramál Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Starfsmenn Tesla berjast nú fyrir því að fá að ganga saman til samninga við fyrirtækið um kaup og kjör en baráttan er einnig sögð snúast um framtíð „sænska módelsins“, það er að segja það fyrirkomulag sem viðhaft er á Norðurlöndunum um að menn séu í verkalýðsfélögum og gangi saman til samninga. Bandarísk fyrirtæki eru sögð hafa grafið undan fyrirkomulaginu á síðustu árum og slitu forsvarsmenn Spotify í Svíþjóð til að mynda viðræðum á dögunum sem snérust um rétt starfsmanna til sameiginlegan samning. Það er verkalýðsfélagið IF Metall sem fer fyrir verkfallsaðgerðunum fyrir starfsmenn Tesla en aðgerðirnar hafa smitað út frá sér og haft þær afleiðingar að fjöldi annarra stétta hefur látið af þjónustu við fyrirtækið. Póstburðarmenn hafa til að mynda neitað að koma nýjum bílnúmerum til skila og þá hafa hafnarstarfsmenn neitað að flytja Tesla-bifreiða um borð eða frá borði til flutnings. Rafvirkjar hafa neitað að þjónusta bifreiðarnar og sama má segja um bílamálara. Ummæli Musk voru viðbrögð við fregnum af þessum samstöðuaðgerðum en sérfræðingar telja Tesla þó munu neyðast til að láta undan að lokum. „Ég veðja á að Tesla verði ekki áfram í Svíþjóð án sameiginlegra samninga. Verkalýðsfélagið mun sigra. Ég á erfitt með að sjá það fyrir mér að verkalýðsfélögin láti undan. Þetta er of stórt mál,“ segir Jesper Hamark, sérfræðingur í efnahagssögu við Háskólann í Gautaborg. Hér má finna umfjöllun Guardian um málið.
Tesla Svíþjóð Kjaramál Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira