Skemmst er frá því að segja að ekki eru taldar miklar líkur á því að íslenska landsliðið muni ná að tryggja sér sæti á móti næsta árs sem fer fram í Þýskalandi.
Ljóst er að Ísland mun mæta Ísrael í undanúrslitum umspilsins og komist liðið með sigur frá þeim leik bíður úrslitaleikur við sigurvegarann úr leik Úkraínu og Bonsíu & Herzegóvínu.
Fyrirfram eru mestar líkur taldar á því að Úkraína muni tryggja sér EM-sæti í gegnum þennan B-hluta umspilsins með 57% líkum. Átján prósent líkur eru taldar á því að annað hvort Ísrael eða Bosnía muni tryggja sér EM-sæti.
Lýkur Íslands eru hins vegar aðeins taldar vera sex prósent, sem er það lægsta hjá liði í B-hluta umspilsins.
Umspilið fer fram í mars á næsta ári og fellur það nú í skaut íslenska landsliðsins að afsanna hrakspár tölfræðiveitunnar og tryggja sér sæti á EM næsta árs.
To qualify to EURO 2024 via Play-offs:
— Football Rankings (@FootRankings) November 23, 2023
Ukraine - 57%
Wales - 46%
Greece - 43%
Georgia - 41%
Poland - 36%
Israel - 18%
Bosnia and Herzegovina - 18%
Finland - 16%
Luxembourg - 12%
Iceland - 6%
Kazakhstan - 4%
Estonia - 2%
(% per @fmeetsdata) https://t.co/Uc94sJIYer pic.twitter.com/OKWpM2via3