Læknismeðferð hafnað Sigmar Guðmundsson skrifar 24. nóvember 2023 07:30 Á Íslandi virðist engin mannlegur máttur geta bjargað okkur frá ofurvöxtunum, heldur miklu frekar náttúruöflin. Það sannaðist reyndar líka í faraldrinum þegar stöðvun heimshagkerfisins varð til þess að íslenskt vaxtarstig færðist nær þeim raunveruleika sem nágrannalöndin búa að jafnaði við. Stjórnlaus hringrás hárrar verðbólgu og okurvaxta kaffærir ekki bara heimili og fyrirtæki. Ríkinu blæðir einnig. Vaxtagjöld ríkisins á þessu ári verða heilir 106 milljarðar. 106 milljarðar! Ísland borgar hlutfallslega meira í vexti en nágrannalöndin. Af Evrópusambandsríkjunum greiðir einungis Ítalía hærri vaxtagjöld en við, sé miðað við hlutfall af landsframleiðslu. Skuldir íslenska ríkisins eru með öðrum orðum miklu dýrari en langflestra Evrópuríkja. Rétt eins og íslensk heimili eru vaxtapíndari en evrópsk. Það vita allir hvers vegna þetta er. Þetta er ekki óheppni, náttúrulögmál eða almennt hæfileikaleysi í lántöku. Óhjákvæmilegt vantraust á agnarsmárri krónu er helsta skýring þess að við borgum svívirðilega háa vexti. Þetta er eins og krónískur sjúkdómur sem tekur sig upp aftur og aftur. Ríkissjóður borgar næstum jafnmikið í vexti og það kostar að reka framhaldsskóla landsins. Við setjum á næsta ári 136 milljarða í samgöngumál og borgum á sama tíma 106 milljarða í vexti. Ef við gætum lækkað vaxtakostnað ríkisins um helming þá gætum við nánast fjármagnað alla löggæslu landsins með sparnaðinum. Eða allt menningar, lista, íþrótta og æskulýðsstarf á vegum ríkisins. Í þessu ljósi sætir það furðu að forsætisráðherra skuli slá út af borðinu tillögu formanns starfsgreinasambandsins um að óháðir erlendir aðilar rýni kosti og galla þess að annar gjaldmiðill verði tekinn upp á Íslandi. Það segir okkur þá sögu að við ríkisstjórnarborðið er takmarkaður vilji til þess að taka á helstu orsök þess að séríslenskir okurvextir kæfa nú samfélagið. Stjórnvöld vita af sjúkdómnum en hafna læknismeðferð. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Seðlabankinn Viðreisn Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Á Íslandi virðist engin mannlegur máttur geta bjargað okkur frá ofurvöxtunum, heldur miklu frekar náttúruöflin. Það sannaðist reyndar líka í faraldrinum þegar stöðvun heimshagkerfisins varð til þess að íslenskt vaxtarstig færðist nær þeim raunveruleika sem nágrannalöndin búa að jafnaði við. Stjórnlaus hringrás hárrar verðbólgu og okurvaxta kaffærir ekki bara heimili og fyrirtæki. Ríkinu blæðir einnig. Vaxtagjöld ríkisins á þessu ári verða heilir 106 milljarðar. 106 milljarðar! Ísland borgar hlutfallslega meira í vexti en nágrannalöndin. Af Evrópusambandsríkjunum greiðir einungis Ítalía hærri vaxtagjöld en við, sé miðað við hlutfall af landsframleiðslu. Skuldir íslenska ríkisins eru með öðrum orðum miklu dýrari en langflestra Evrópuríkja. Rétt eins og íslensk heimili eru vaxtapíndari en evrópsk. Það vita allir hvers vegna þetta er. Þetta er ekki óheppni, náttúrulögmál eða almennt hæfileikaleysi í lántöku. Óhjákvæmilegt vantraust á agnarsmárri krónu er helsta skýring þess að við borgum svívirðilega háa vexti. Þetta er eins og krónískur sjúkdómur sem tekur sig upp aftur og aftur. Ríkissjóður borgar næstum jafnmikið í vexti og það kostar að reka framhaldsskóla landsins. Við setjum á næsta ári 136 milljarða í samgöngumál og borgum á sama tíma 106 milljarða í vexti. Ef við gætum lækkað vaxtakostnað ríkisins um helming þá gætum við nánast fjármagnað alla löggæslu landsins með sparnaðinum. Eða allt menningar, lista, íþrótta og æskulýðsstarf á vegum ríkisins. Í þessu ljósi sætir það furðu að forsætisráðherra skuli slá út af borðinu tillögu formanns starfsgreinasambandsins um að óháðir erlendir aðilar rýni kosti og galla þess að annar gjaldmiðill verði tekinn upp á Íslandi. Það segir okkur þá sögu að við ríkisstjórnarborðið er takmarkaður vilji til þess að taka á helstu orsök þess að séríslenskir okurvextir kæfa nú samfélagið. Stjórnvöld vita af sjúkdómnum en hafna læknismeðferð. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun