Sá sem er grunaður um stunguárásina fékk átta ára dóm í fyrra Jón Þór Stefánsson og Oddur Ævar Gunnarsson skrifa 23. nóvember 2023 19:56 Maðurinn sem er grunaður um árásina afplánar átta ára fangelsisdóm fyrir tilraun til manndráps í Miðbæ Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Maðurinn sem er grunaður um að stinga samfanga sinn á Litla-Hrauni í dag hlaut í lok síðasta árs átta ára fangelsisdóm fyrir skotárás í miðbæ Reykjavíkur. Hann heitir Ingólfur Kjartansson og er rúmlega tvítugur. Þetta herma heimildir fréttastofu, en Nútíminn greindi fyrst frá tengingu mannsins við skotárásina. Jafnframt hefur Vísir upplýsingar um að maðurinn sem varð fyrir árásinni sé þungt haldinn, en ekki í lífshættu. Nokkur skot og eitt hæfði Átta ára fangelsisdómur Ingólfs var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í nóvember í fyrra, og varðaði árás gegn öðrum karlmanni með þrívíddarprentaðri byssu við Bergstaðastræti í Reykjavík. Árásin átti sér stað aðfaranótt sunnudags 13. febrúar á síðasta ári. Ingólfur játaði brot sín, en honum var gefið að sök tilraun til manndráps. Hann skaut hinn manninn í brjóstkassa, rétt fyrir ofan brjóstkassa, og fór skotið í gegnum lunga mannsins. Jafnframt var Ingólfi gefið að sök að skjóta þremur öðrum skotum sem hæfðu hinn manninn ekki. Samkvæmt læknisvottorði hlaut brotaþolinn lífshættulega áverka vegna þessa, án meðferðar hefði verið hugsanlegt að þeir myndu leiða til dauða hans. Ekkert sem komi í veg fyrir að refsing beri árangur Í mati geðlæknis var sagt um Ingólf að „ekkert læknisfræðilegt sem kemur í veg fyrir það að refsing kynni að bera árangur ef hann reynist sekur um þau mál sem hann er ákærður fyrir.“ Skotárásin var ekki fyrsta brotið sem Ingólfur fékk dóm fyrir. Árið 2021 hlaut hann tveggja ára fangelsisdóm fyrir ýmis brot líkt og líkamsárás, þjófnað, rán, og ránstilraun, sem og brot gegn barnaverndarlögum, vopnalaga- og fíkniefnalagabrot. Snúið að skilja fanga að Páll Winkel, fangelsismálastjóri segir í samtali við Vísi að aðbúnaður á Litla-Hrauni sé ekki til þess hæfur að aðskilja fanga sem mögulega tilheyri ólíkum hópum eða gengjum. „Það er bara mjög snúið að skilja að hópa fanga vegna þess að aðbúnaðurinn á Litla-Hrauni er eins og hann er og þess vegna höfum við bent á um langt skeið að það þurfi að hafa fangelsin þannig að það sé hægt að skilja að hópa fanga,“ segir Páll. „Það hefur verið nauðsynlegt í langan tíma og er enn nauðsynlegt. Það er hugað að því í nýju fangelsi sem við erum að byggja.“ Lögreglumál Fangelsismál Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Sjá meira
Þetta herma heimildir fréttastofu, en Nútíminn greindi fyrst frá tengingu mannsins við skotárásina. Jafnframt hefur Vísir upplýsingar um að maðurinn sem varð fyrir árásinni sé þungt haldinn, en ekki í lífshættu. Nokkur skot og eitt hæfði Átta ára fangelsisdómur Ingólfs var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í nóvember í fyrra, og varðaði árás gegn öðrum karlmanni með þrívíddarprentaðri byssu við Bergstaðastræti í Reykjavík. Árásin átti sér stað aðfaranótt sunnudags 13. febrúar á síðasta ári. Ingólfur játaði brot sín, en honum var gefið að sök tilraun til manndráps. Hann skaut hinn manninn í brjóstkassa, rétt fyrir ofan brjóstkassa, og fór skotið í gegnum lunga mannsins. Jafnframt var Ingólfi gefið að sök að skjóta þremur öðrum skotum sem hæfðu hinn manninn ekki. Samkvæmt læknisvottorði hlaut brotaþolinn lífshættulega áverka vegna þessa, án meðferðar hefði verið hugsanlegt að þeir myndu leiða til dauða hans. Ekkert sem komi í veg fyrir að refsing beri árangur Í mati geðlæknis var sagt um Ingólf að „ekkert læknisfræðilegt sem kemur í veg fyrir það að refsing kynni að bera árangur ef hann reynist sekur um þau mál sem hann er ákærður fyrir.“ Skotárásin var ekki fyrsta brotið sem Ingólfur fékk dóm fyrir. Árið 2021 hlaut hann tveggja ára fangelsisdóm fyrir ýmis brot líkt og líkamsárás, þjófnað, rán, og ránstilraun, sem og brot gegn barnaverndarlögum, vopnalaga- og fíkniefnalagabrot. Snúið að skilja fanga að Páll Winkel, fangelsismálastjóri segir í samtali við Vísi að aðbúnaður á Litla-Hrauni sé ekki til þess hæfur að aðskilja fanga sem mögulega tilheyri ólíkum hópum eða gengjum. „Það er bara mjög snúið að skilja að hópa fanga vegna þess að aðbúnaðurinn á Litla-Hrauni er eins og hann er og þess vegna höfum við bent á um langt skeið að það þurfi að hafa fangelsin þannig að það sé hægt að skilja að hópa fanga,“ segir Páll. „Það hefur verið nauðsynlegt í langan tíma og er enn nauðsynlegt. Það er hugað að því í nýju fangelsi sem við erum að byggja.“
Lögreglumál Fangelsismál Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Sjá meira