Vill Ísland útrýma kynbundnu ofbeldi og afnema alla mismunun gegn konum? Tatjana Latinovic skrifar 29. nóvember 2023 09:00 Viljum við það? Ef svo er, þá þurfa íslensk stjórnvöld að sýna vilja í verki og lögfesta og innleiða samning Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismununar gegn konum, kvennasáttmálann svokallaða (CEDAW). Kvennasáttmálinn var undirritaður af íslenskum stjórnvöldum árið 1980. Sáttmálinn var svo staðfestur fimm árum síðar eftir mikinn þrýsting frá kvennahreyfingunni. Í dag, 43 árum eftir undirritun, hefur kvennasáttmálinn þó ekki enn verið innleiddur á Íslandi. Kvenréttindafélag Íslands hefur alla tíð lagt þunga áherslu á mikilvægi þess að innleiða kvennasáttmálann, núna síðast í áskorun sem aðalfundur félagsins sendi frá sér í vor. Kvennanefnd Sameinuðu þjóðanna var sett á laggirnar til að fylgja framkvæmd kvennasáttmálans eftir í aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna. Aðildarríkin skila skýrslu um framkvæmd sáttmálans og svo eru fulltrúar þeirra kallaðir fyrir nefndina til að gera munnlega grein fyrir framkvæmd og innleiðingu sáttmálans. Þá gefst fulltrúum grasrótarinnar færi á að skila svokallaðri skuggaskýrslu til nefndarinnar og hefur Kvenréttindafélag Íslands gegnt lykilhlutverki í gerð slíkra skýrslna í gegnum árin. Athugasemdir Sameinuðu þjóðanna til íslenskra stjórnvalda - útrýma þarf kynbundnu ofbeldi Kvennanefnd Sameinuðu þjóðanna sendi frá sér lokaathugasemdir við níundu reglubundnu skýrslu Íslands í maí á þessu ári. Þó svo að nefndin lýsi ánægju með margt um stöðu jafnréttismála á Íslandi, þá bendir hún líka á atriði sem valda sannarlega áhyggjum og standa í vegi fyrir að raunverulegt jafnrétti náist hér á landi. Nefndin leggur til að íslensk stjórnvöld taki skýr skref í að útrýma kynbundnum launamun og kynskiptum vinnumarkaði, fari í átak til að útrýma kynbundnu ofbeldi og útrýma fordómum gegn fólki með fötlun, hinsegin fólki, fólki af erlendum uppruna og öðrum jaðarhópum. Grundvallarathugasemd nefndarinnar er sú að íslensk stjórnvöld virðast ekki ætla sér að lögfesta samninginn. Segir nefndin að “vanræksla aðildarríkisins að lögfesta samninginn kunni að hafa skaðleg áhrif hvað varðar að konur og stúlkur fái notið til fulls réttinda sinna samkvæmt samningnum.” Það þarf pólitískan vilja til að setja kvenréttindi á dagskrá. Það þarf pólitískan vilja til að setja aðgerðir til að uppræta kynbundið ofbeldi í forgang, pólitískan vilja til að fjármagna að fullu úrræði til að uppræta kynbundið ofbeldi. Kvenréttindafélag Íslands hvetur íslensk stjórnvöld að sýna þennan vilja í verki með því að lögfesta og innleiða samning Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismunar gagnvart konum, tafarlaust! Hundrað þúsund konur og kvár mættu á útifund við Arnarhól á Kvennaverkfallsdegi 24. október síðastliðinn og lásu upp yfirlýsingu með 19 kröfum til stjórnvalda og samfélagsins alls. Ef stjórnvöld vinna af festu til að verða að þessum kröfum mun næsta skýrsla þjóðarinnar til Kvennanefndar sameinuðu þjóðanna líta mun betur út. Við í Kvenréttindafélagi Íslands krefjumst þess að stjórnvöld geri kröfur kvennaverkfallsins um útrýmingu kynbundins og kynferðislegs ofbeldis að forgangsmáli og bendum á að alþjóð fylgist með. Höfundur er formaður Kvenréttindafélags Íslands. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Tatjana Latinovic Kynferðisofbeldi Jafnréttismál Mest lesið Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Sjá meira
Viljum við það? Ef svo er, þá þurfa íslensk stjórnvöld að sýna vilja í verki og lögfesta og innleiða samning Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismununar gegn konum, kvennasáttmálann svokallaða (CEDAW). Kvennasáttmálinn var undirritaður af íslenskum stjórnvöldum árið 1980. Sáttmálinn var svo staðfestur fimm árum síðar eftir mikinn þrýsting frá kvennahreyfingunni. Í dag, 43 árum eftir undirritun, hefur kvennasáttmálinn þó ekki enn verið innleiddur á Íslandi. Kvenréttindafélag Íslands hefur alla tíð lagt þunga áherslu á mikilvægi þess að innleiða kvennasáttmálann, núna síðast í áskorun sem aðalfundur félagsins sendi frá sér í vor. Kvennanefnd Sameinuðu þjóðanna var sett á laggirnar til að fylgja framkvæmd kvennasáttmálans eftir í aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna. Aðildarríkin skila skýrslu um framkvæmd sáttmálans og svo eru fulltrúar þeirra kallaðir fyrir nefndina til að gera munnlega grein fyrir framkvæmd og innleiðingu sáttmálans. Þá gefst fulltrúum grasrótarinnar færi á að skila svokallaðri skuggaskýrslu til nefndarinnar og hefur Kvenréttindafélag Íslands gegnt lykilhlutverki í gerð slíkra skýrslna í gegnum árin. Athugasemdir Sameinuðu þjóðanna til íslenskra stjórnvalda - útrýma þarf kynbundnu ofbeldi Kvennanefnd Sameinuðu þjóðanna sendi frá sér lokaathugasemdir við níundu reglubundnu skýrslu Íslands í maí á þessu ári. Þó svo að nefndin lýsi ánægju með margt um stöðu jafnréttismála á Íslandi, þá bendir hún líka á atriði sem valda sannarlega áhyggjum og standa í vegi fyrir að raunverulegt jafnrétti náist hér á landi. Nefndin leggur til að íslensk stjórnvöld taki skýr skref í að útrýma kynbundnum launamun og kynskiptum vinnumarkaði, fari í átak til að útrýma kynbundnu ofbeldi og útrýma fordómum gegn fólki með fötlun, hinsegin fólki, fólki af erlendum uppruna og öðrum jaðarhópum. Grundvallarathugasemd nefndarinnar er sú að íslensk stjórnvöld virðast ekki ætla sér að lögfesta samninginn. Segir nefndin að “vanræksla aðildarríkisins að lögfesta samninginn kunni að hafa skaðleg áhrif hvað varðar að konur og stúlkur fái notið til fulls réttinda sinna samkvæmt samningnum.” Það þarf pólitískan vilja til að setja kvenréttindi á dagskrá. Það þarf pólitískan vilja til að setja aðgerðir til að uppræta kynbundið ofbeldi í forgang, pólitískan vilja til að fjármagna að fullu úrræði til að uppræta kynbundið ofbeldi. Kvenréttindafélag Íslands hvetur íslensk stjórnvöld að sýna þennan vilja í verki með því að lögfesta og innleiða samning Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismunar gagnvart konum, tafarlaust! Hundrað þúsund konur og kvár mættu á útifund við Arnarhól á Kvennaverkfallsdegi 24. október síðastliðinn og lásu upp yfirlýsingu með 19 kröfum til stjórnvalda og samfélagsins alls. Ef stjórnvöld vinna af festu til að verða að þessum kröfum mun næsta skýrsla þjóðarinnar til Kvennanefndar sameinuðu þjóðanna líta mun betur út. Við í Kvenréttindafélagi Íslands krefjumst þess að stjórnvöld geri kröfur kvennaverkfallsins um útrýmingu kynbundins og kynferðislegs ofbeldis að forgangsmáli og bendum á að alþjóð fylgist með. Höfundur er formaður Kvenréttindafélags Íslands. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi.
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar