Kanadísk „ofursvín“ ógna Bandaríkjunum Samúel Karl Ólason skrifar 24. nóvember 2023 11:23 Villisvín sem lentu í gildru í Minnesota. AP/David Carson Íbúar nokkurra ríkja í norðanverðum Bandaríkjunum óttast innrás kanadískra „ofursvína“ og eru að grípa til aðgerða gegn þeim. Stofn svínanna hefur stækkað gífurlega í Kanada og óttast sérfræðingar þar að svínin muni valda hamförum á lífríkinu þar. Svínin sem um ræðir finnast í Alberta, Saskatchewan og Manitoba-fylkjum Kanada en þau eru blendingar villisvína og alisvína. Þau eru sögð hafa getu villisvína til að lifa af í náttúrunni og hafa stærð og frjósemi alisvína og því eru þau kölluð „ofursvín“, samkvæmt AP fréttaveitunni. Fréttaveitan hefur eftir Ryan Brook, kanadískum prófessor við Háskólann í Saskatchewan, að villisvín þessu séu heimsins versta innrásar-dýrategund og allt stefni í „lífríkis-lestarslys“. Hleyptu svínunum út í náttúruna í reiði Svín eru ekki innfædd í Norður-Ameríku, en sjómenn frá Evrópu fluttu þau til heimsálfunnar á öldum áður. Á níunda áratug síðustu alda hvöttu yfirvöld í Kanada bændur til að rækta villisvín en markaðurinn hrundi upp úr 2000. Þá skáru margir bændur einfaldlega á girðingar sínar og hleyptu svínunum út í náttúruna. Svínin reyndust merkilega góð í því að lifa af veturinn í Kanada. Þau éta nánast allt sem að kjafti kemur, hvort sem það eru matjurtir eða önnur dýr, róta upp ræktunarland í leit að skordýrum og rótum og geta þar að auki dreift sjúkdómum til alisvína. Villisvín geta valdið miklum skaða á landi þegar þau róta eftir skordýrum og rótum.AP/Gerald Herbert Svínin geta orðið allt að 150 kíló að þyngd, eru með þykkan feld sem ver þau gegn kuldanum og geta ferðast meira en fjörutíu kílómetra á dag. Svínin geta verið árásargjörn og eru talin hættuleg. Þá fjölga ofursvínin sér mjög hratt. Ein gylta getur eignast sex grísi í einu goti og getur gotið tvisvar sinnum á ári. Samkvæmt Brook felur það í sér að hægt væri að drepa 65 prósent af öllum stofninum á ári hverju en ofursvínunum myndi samt fjölga. Þá er erfitt að veiða svínin auk þess sem veiðar gera þau varari um sig og þau byrja að fara frekar á kreik á næturnar, sem gerir enn erfiðara að veiða þau. Ríkisútvarp Kanada hafði eftir Brook í fyrra að svínin myndu á endanum byrja að herja á borgir í Alberta-fylki, þar sem yfirvöld hafa reynt að útrýma svínunum í áratugi en án árangurs. „Þau eru ótrúlega hreyfanleg, mjög gáfuð og éta nánast hvað sem er. Þau geta lifað af í allskonar umhverfum,“ sagði Brook þá. Hér að neðan má sjá ítarlega sjónvarpsfrétt kanadíska miðilsins Global News um villisvín í Norður-Ameríku frá því í fyrra. Skoða gildrur og eitur Eins og áður segir eru ráðamenn í norðanverðum Bandaríkjunum farnir að hugsa um hvernig hægt sé að stöðva innrás ofursvínanna eða draga úr því tjóni sem slík innrás myndi valda. Meðal þeirra leiða sem verið er að skoða er að setja upp gildrur eða fanga svínin með netabyssum sem skotið er af úr þyrlum. Einnig er verið að skoða leiðir til að eitra fyrir svínunum en það þykir erfitt, þar sem önnur dýr gætu étið eitrið. Landbúnaðarráðuneyti Bandaríkjanna notar flugvélar og dróna til að vakta landamærin við Kanada. Villisvín finnst víða í Bandaríkjunum og þá helst í suðurríkjunum. Þessi svín voru mynduð í Texas.AP/Eric Gay Brook segir mikilvægt að koma upp góðu vöktunarkerfi og finna villt ofursvín fljótt eftir að þau stinga upp kollinum og bregðast strax við. Í Manitoba hefur verið sett upp sérstök síða þar sem fólk getur tilkynnt villisvín og er meðal annars verið að skoða slíkt kerfi í Bandaríkjunum. Bandaríkin Dýr Kanada Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Svínin sem um ræðir finnast í Alberta, Saskatchewan og Manitoba-fylkjum Kanada en þau eru blendingar villisvína og alisvína. Þau eru sögð hafa getu villisvína til að lifa af í náttúrunni og hafa stærð og frjósemi alisvína og því eru þau kölluð „ofursvín“, samkvæmt AP fréttaveitunni. Fréttaveitan hefur eftir Ryan Brook, kanadískum prófessor við Háskólann í Saskatchewan, að villisvín þessu séu heimsins versta innrásar-dýrategund og allt stefni í „lífríkis-lestarslys“. Hleyptu svínunum út í náttúruna í reiði Svín eru ekki innfædd í Norður-Ameríku, en sjómenn frá Evrópu fluttu þau til heimsálfunnar á öldum áður. Á níunda áratug síðustu alda hvöttu yfirvöld í Kanada bændur til að rækta villisvín en markaðurinn hrundi upp úr 2000. Þá skáru margir bændur einfaldlega á girðingar sínar og hleyptu svínunum út í náttúruna. Svínin reyndust merkilega góð í því að lifa af veturinn í Kanada. Þau éta nánast allt sem að kjafti kemur, hvort sem það eru matjurtir eða önnur dýr, róta upp ræktunarland í leit að skordýrum og rótum og geta þar að auki dreift sjúkdómum til alisvína. Villisvín geta valdið miklum skaða á landi þegar þau róta eftir skordýrum og rótum.AP/Gerald Herbert Svínin geta orðið allt að 150 kíló að þyngd, eru með þykkan feld sem ver þau gegn kuldanum og geta ferðast meira en fjörutíu kílómetra á dag. Svínin geta verið árásargjörn og eru talin hættuleg. Þá fjölga ofursvínin sér mjög hratt. Ein gylta getur eignast sex grísi í einu goti og getur gotið tvisvar sinnum á ári. Samkvæmt Brook felur það í sér að hægt væri að drepa 65 prósent af öllum stofninum á ári hverju en ofursvínunum myndi samt fjölga. Þá er erfitt að veiða svínin auk þess sem veiðar gera þau varari um sig og þau byrja að fara frekar á kreik á næturnar, sem gerir enn erfiðara að veiða þau. Ríkisútvarp Kanada hafði eftir Brook í fyrra að svínin myndu á endanum byrja að herja á borgir í Alberta-fylki, þar sem yfirvöld hafa reynt að útrýma svínunum í áratugi en án árangurs. „Þau eru ótrúlega hreyfanleg, mjög gáfuð og éta nánast hvað sem er. Þau geta lifað af í allskonar umhverfum,“ sagði Brook þá. Hér að neðan má sjá ítarlega sjónvarpsfrétt kanadíska miðilsins Global News um villisvín í Norður-Ameríku frá því í fyrra. Skoða gildrur og eitur Eins og áður segir eru ráðamenn í norðanverðum Bandaríkjunum farnir að hugsa um hvernig hægt sé að stöðva innrás ofursvínanna eða draga úr því tjóni sem slík innrás myndi valda. Meðal þeirra leiða sem verið er að skoða er að setja upp gildrur eða fanga svínin með netabyssum sem skotið er af úr þyrlum. Einnig er verið að skoða leiðir til að eitra fyrir svínunum en það þykir erfitt, þar sem önnur dýr gætu étið eitrið. Landbúnaðarráðuneyti Bandaríkjanna notar flugvélar og dróna til að vakta landamærin við Kanada. Villisvín finnst víða í Bandaríkjunum og þá helst í suðurríkjunum. Þessi svín voru mynduð í Texas.AP/Eric Gay Brook segir mikilvægt að koma upp góðu vöktunarkerfi og finna villt ofursvín fljótt eftir að þau stinga upp kollinum og bregðast strax við. Í Manitoba hefur verið sett upp sérstök síða þar sem fólk getur tilkynnt villisvín og er meðal annars verið að skoða slíkt kerfi í Bandaríkjunum.
Bandaríkin Dýr Kanada Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira