Heildarlög um sjávarútveg Svandís Svavarsdóttir skrifar 24. nóvember 2023 15:31 Í dag birtast á samráðsgátt stjórnvalda drög að frumvarpi til heildarlaga um sjávarútveg og drög að þingsályktun um sjávarútvegsstefnu. Frumvarpsdrögin voru byggð á þeirri stefnumótunarvinnu sem lauk í haust með útgáfu skýrslunnar „Auðlindin okkar“. Þar voru lagðar fram þrjátíu tillögur að breytingum sem hafa það að markmiði að tryggja betur hagkvæmni og sjálfbæra nýtingu sjávarauðlinda í sátt við umhverfi og samfélag. Tillögurnar hafa nýst vel við undirbúning þessa frumvarps sem hefur tvíþætt markmið. Annarsvegar að leiða í lög þær tillögur sem eru afrakstur undanfarinna missera ásamt því að einfalda og uppfæra núgildandi löggjöf. Mín von er sú að með þeim umbótum sem lagðar eru til sérstaklega á sviði gagnsæis séu sköpuð skilyrði til aukinnar sáttar um sjávarútveg, enda séu leikreglur skýrari, upplýsingar liggi fyrir og ýmis álitamál leidd til lykta. Stjórn nýtingar á forsendum umhverfis Í frumvarpinu og í stefnunni er byggt á þremur stoðum sjálfbærrar þróunar. Stefnan skýrir hvert við viljum halda með sjávarútveg. Tekið verður betur utan um fiskveiðistjórnun þannig að vistkerfis- og varúðarnálgun sé skrifuð inn í lögin. Skýr ákvæði um verndarsvæði í hafi og stýring veiðiálags með veiðarfærum í stað stærðar skipa munu gera kleift að ná meiri árangri í verndun vistkerfa hafsins. Það er mikilvægt í því skyni að okkur sé kleift að leiða í lög meginsjónarmið umhverfisréttar á þessu sviði en jafnframt að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar, sem leggja sívaxandi áherslu á vistkerfisnálgun og verndun líffræðilegrar fjölbreytni. Gagnsæi forsenda sáttar Samhliða vinnu við Auðlindina okkar fékk ráðuneyti mitt Félagsvísindastofnun til að framkvæma stærstu viðhorfskönnun meðal almennings um sjávarútveg sem gerð hefur verið. Eitt af því sem þar kom í ljós var að almenningur á Íslandi telur aukið gagnsæi vera lykilatriði til þess að auka sátt. Þrátt fyrir að ekkert eitt atriði geti í sjálfu sér framkallað sátt þá tel ég það einboðið að gera þurfi verulegar umbætur á gagnsæismálum í sjávarútvegi. Þannig eru lagðar til í frumvarpinu breytingar á hugtökum um yfirráð og tengda aðila til samræmis við aðra löggjöf sem gildir á Íslandi. Þá er lagt til að víkka út upplýsingaskyldu á stærri útgerðir og skerpt á heimildum stofnana til þess að geta viðhaft viðvarandi eftirlit með eignarhaldi og eignatengslum. Til þess að hvetja til dreifðara eignarhalds í sjávarútvegsfyrirtækjum er lagt til að fyrirtæki skráð á markað megi vera stærri en sjávarútvegsfyrirtæki sem ekki eru skráð. Enda eru meiri kröfur á gagnsæi eignarhalds og ákvarðanatöku í félögum sem lúta reglum sem gilda um skráð félög. Flókin kerfi einfölduð Hvað varðar hin svokölluðu byggðakerfi er lagt til að einfalda þau og skerpa á markmiðum þeirra. Þessi kerfi eru sum hver komin til ára sinna og árangur af þeim óviss, auk þess sem að fyrirsjáanleiki í hluta þeirra er lítill. Lagt er til að markmið strandveiða og aflamarks Byggðastofnunar verði lögfest og skýrt til þess að gera kleift að meta árangur sem af þessum kerfum verða. Í frumvarpinu eru lagðar til tvær útfærslur á framkvæmd innviðaleiðar sem lögð var til í niðurstöðum Auðlindarinnar okkar. Önnur gerir ráð fyrir því að stjórnvöld bjóði aflaheimildirnar tímabundið upp og tekjum sem af því skapast sé úthlutað til sjávarbyggða. Hin gerir ráð fyrir því að úthluta aflaheimildum beint til sveitarfélaga sem bjóði þær heimildir til leigu og nýti tekjurnar til þess að styðja við sjávarbyggðir. Þá er lagt til að leggja niður, með fjögurra ára aðlögun, línuívilnun og skel- og rækjubætur. Veiðigjald hækkað á uppsjávartegundir Lagt er til í drögunum að hækka veiðigjöld á uppsjávartegundir. Sú breyting skilar auknum tekjum í sameiginlega sjóði. Í skýrslu Auðlindarinnar okkar var bent á núverandi álagning veiðigjalda kæmi misjafnt niður á fyrirtækjum eftir því hvort þau veiddu botnfisk eða uppsjávarfisk. Álagning legðist vægar á fyrirtæki í uppsjávarveiðum heldur en í botnfiskveiðum. Þá er lagt til að felld verði brott ákvæði um að veiðigjald sé rekstrarkostnaður. Breytingar sem lagðar eru til eru í samræmi við forsendur fjármálaáætlunar sem samþykkt var í vor á Alþingi, en þar var gert ráð fyrir auknum tekjum af veiðigjaldi á næstu árum. Íslenskur sjávarútvegur er að svo mörgu leyti til fyrirmyndar. Hann hefur mikla aðlögunarhæfni og er í fararbroddi á mörgum sviðum. Ekki síst þegar kemur að framlagi greinarinnar til samfélagsins, nýtingarhlutfalli afla og í nýsköpun. Við þurfum að hlaupa hratt til þess að viðhalda þeirri stöðu, með því að skýra reglur og uppfæra. Án umbóta, án aukins gagnsæis munum við ekki geta skapað skilyrði til aukinnar sáttar um sjávarútveg. Stöðnun mun koma í veg fyrir frekari árangur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Sjávarútvegur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Sjá meira
Í dag birtast á samráðsgátt stjórnvalda drög að frumvarpi til heildarlaga um sjávarútveg og drög að þingsályktun um sjávarútvegsstefnu. Frumvarpsdrögin voru byggð á þeirri stefnumótunarvinnu sem lauk í haust með útgáfu skýrslunnar „Auðlindin okkar“. Þar voru lagðar fram þrjátíu tillögur að breytingum sem hafa það að markmiði að tryggja betur hagkvæmni og sjálfbæra nýtingu sjávarauðlinda í sátt við umhverfi og samfélag. Tillögurnar hafa nýst vel við undirbúning þessa frumvarps sem hefur tvíþætt markmið. Annarsvegar að leiða í lög þær tillögur sem eru afrakstur undanfarinna missera ásamt því að einfalda og uppfæra núgildandi löggjöf. Mín von er sú að með þeim umbótum sem lagðar eru til sérstaklega á sviði gagnsæis séu sköpuð skilyrði til aukinnar sáttar um sjávarútveg, enda séu leikreglur skýrari, upplýsingar liggi fyrir og ýmis álitamál leidd til lykta. Stjórn nýtingar á forsendum umhverfis Í frumvarpinu og í stefnunni er byggt á þremur stoðum sjálfbærrar þróunar. Stefnan skýrir hvert við viljum halda með sjávarútveg. Tekið verður betur utan um fiskveiðistjórnun þannig að vistkerfis- og varúðarnálgun sé skrifuð inn í lögin. Skýr ákvæði um verndarsvæði í hafi og stýring veiðiálags með veiðarfærum í stað stærðar skipa munu gera kleift að ná meiri árangri í verndun vistkerfa hafsins. Það er mikilvægt í því skyni að okkur sé kleift að leiða í lög meginsjónarmið umhverfisréttar á þessu sviði en jafnframt að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar, sem leggja sívaxandi áherslu á vistkerfisnálgun og verndun líffræðilegrar fjölbreytni. Gagnsæi forsenda sáttar Samhliða vinnu við Auðlindina okkar fékk ráðuneyti mitt Félagsvísindastofnun til að framkvæma stærstu viðhorfskönnun meðal almennings um sjávarútveg sem gerð hefur verið. Eitt af því sem þar kom í ljós var að almenningur á Íslandi telur aukið gagnsæi vera lykilatriði til þess að auka sátt. Þrátt fyrir að ekkert eitt atriði geti í sjálfu sér framkallað sátt þá tel ég það einboðið að gera þurfi verulegar umbætur á gagnsæismálum í sjávarútvegi. Þannig eru lagðar til í frumvarpinu breytingar á hugtökum um yfirráð og tengda aðila til samræmis við aðra löggjöf sem gildir á Íslandi. Þá er lagt til að víkka út upplýsingaskyldu á stærri útgerðir og skerpt á heimildum stofnana til þess að geta viðhaft viðvarandi eftirlit með eignarhaldi og eignatengslum. Til þess að hvetja til dreifðara eignarhalds í sjávarútvegsfyrirtækjum er lagt til að fyrirtæki skráð á markað megi vera stærri en sjávarútvegsfyrirtæki sem ekki eru skráð. Enda eru meiri kröfur á gagnsæi eignarhalds og ákvarðanatöku í félögum sem lúta reglum sem gilda um skráð félög. Flókin kerfi einfölduð Hvað varðar hin svokölluðu byggðakerfi er lagt til að einfalda þau og skerpa á markmiðum þeirra. Þessi kerfi eru sum hver komin til ára sinna og árangur af þeim óviss, auk þess sem að fyrirsjáanleiki í hluta þeirra er lítill. Lagt er til að markmið strandveiða og aflamarks Byggðastofnunar verði lögfest og skýrt til þess að gera kleift að meta árangur sem af þessum kerfum verða. Í frumvarpinu eru lagðar til tvær útfærslur á framkvæmd innviðaleiðar sem lögð var til í niðurstöðum Auðlindarinnar okkar. Önnur gerir ráð fyrir því að stjórnvöld bjóði aflaheimildirnar tímabundið upp og tekjum sem af því skapast sé úthlutað til sjávarbyggða. Hin gerir ráð fyrir því að úthluta aflaheimildum beint til sveitarfélaga sem bjóði þær heimildir til leigu og nýti tekjurnar til þess að styðja við sjávarbyggðir. Þá er lagt til að leggja niður, með fjögurra ára aðlögun, línuívilnun og skel- og rækjubætur. Veiðigjald hækkað á uppsjávartegundir Lagt er til í drögunum að hækka veiðigjöld á uppsjávartegundir. Sú breyting skilar auknum tekjum í sameiginlega sjóði. Í skýrslu Auðlindarinnar okkar var bent á núverandi álagning veiðigjalda kæmi misjafnt niður á fyrirtækjum eftir því hvort þau veiddu botnfisk eða uppsjávarfisk. Álagning legðist vægar á fyrirtæki í uppsjávarveiðum heldur en í botnfiskveiðum. Þá er lagt til að felld verði brott ákvæði um að veiðigjald sé rekstrarkostnaður. Breytingar sem lagðar eru til eru í samræmi við forsendur fjármálaáætlunar sem samþykkt var í vor á Alþingi, en þar var gert ráð fyrir auknum tekjum af veiðigjaldi á næstu árum. Íslenskur sjávarútvegur er að svo mörgu leyti til fyrirmyndar. Hann hefur mikla aðlögunarhæfni og er í fararbroddi á mörgum sviðum. Ekki síst þegar kemur að framlagi greinarinnar til samfélagsins, nýtingarhlutfalli afla og í nýsköpun. Við þurfum að hlaupa hratt til þess að viðhalda þeirri stöðu, með því að skýra reglur og uppfæra. Án umbóta, án aukins gagnsæis munum við ekki geta skapað skilyrði til aukinnar sáttar um sjávarútveg. Stöðnun mun koma í veg fyrir frekari árangur.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun