„Það hefur heilmikið breyst en samt ekkert sérstaklega mikið“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 26. nóvember 2023 13:29 Víðir Reynisson sviðsstjóri hjá Almannavörnum. Vísir Á fáeinum dögum virðist mat manna á stöðunni í Grindavík og nágrenni hafa gjörbreyst. Víðir Reynisson segir Almannavarnir líta á stöðuna núna sem einhverskonar logn en öll merki séu um að atburðarrásinni sé ekki lokið. Víðir Reynisson sviðsstjóri hjá Almannavörnum og Ari Trausti Guðmundsson, jarðfræðingur voru gestir Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi í morgun. Spurður um álit sitt á stöðunni á Reykjanesskaga sagði Ari okkur enn vera stödd í miðri atburðarrás. „Það streymir upp kvika á tvo staði, sem er áhyggjuefni. Það voru 250 skjálftar frá miðnætti uppi í Sundhnjúk. Rúmlega 500 í gær og aflögunin er enn til staðar. Þar er kvika á leiðinni upp í þetta ferlíki. Síðan er innstreymi undir Svartsengi, eða á þeim slóðum, þar sem þessi svokallaða sylla varð til. Það var tenging milli þessa atburða. Nú er syllan að jafna sig og engin teljandi skjálftavirkni en innstreymi samt sem áður. Hættan er til staðar á báðum stöðunum.“ Álitsgjafar með vangaveltur og vísindamenn sem beri ábyrgð Víðir var spurður um misvísandi upplýsingagjöf og þá sérstaklega yfirlýsingar sérfræðinga sem túlka hlutina á ólíkan hátt. Sagðist hann hafa hugsað mikið um einmitt þetta. „Við erum með marga öfluga fræðimenn. Það er eðlilegt að þeir tjái sig og séu með sínar vangaveltur,“ segir Víðir. Við erum með álitsgjafa sem eru með vangaveltur og síðan vísindamenn sem bera ábyrgðina. „Það er Veðurstofan sem gefur okkur leiðeiningar sem við þurfum að fara eftir.“ Það sé fullkomlega eðlilegt að almenningur sem sæki upplýsingar hjá fjölmiðlum átti sig ekki á þessum mun, á vísindamönnum með nauðsynlegar vangaveltur og lagalegum leiðbeiningum frá Veðustofunni. „Svo er það þannig að við erum að fylgjast með atburðarrás sem er ofan í jörðinni. Við sjáum einhver ummerki á yfirborði og reynum að túlka og skilja þau. Það er ekki hægt að segja að þetta sé nákvæmlega svona,“ segir Víðir. Ari segist telja spár vísindamanna stundum ganga svolítið langt. Sjálfur sé hann íhaldssamari. Talið barst að þeirri gríðarlegu sveiflu sem hefur átt sér stað frá því að kvika var komin grunnt undur yfirborð og búist var við eldgosi á hverri stundu, yfir í það að kvikan virðist vera að miklu leiti storknuð. „Þetta er efni sem breytir sér,“ sagði Víðir. „Vegna hita bráðnar kvikan og þegar hitagjafinn minnkar þá storknar hún bara, eins og hvert annað efni sem við vinnum með daglega. Ef þú bræðir súkkulaði þá er það fljótandi en ef þú hættir að hita það þá storknar það.“ Þetta sé væntanlega það sem hafi gerst undir Grindavík og undir hluta af kvikuganginum. Samt sem áður sé enn innstreymi undir kvikugangi þar sem breytingar sjást á yfirborði. Atburðarrásinni ekki lokið Víðir segir Almannavarnir hafa unnið með þá möntru að um leið og upplýsingar berast sé almenningur upplýstur. „Sú breyting sem varð núna í vikunni snýst fyrst og fremst að því að menn töldu ekki lengur bráða hættu á eldgosi inni í Grindavík. Þar af leiðandi gátum við verið með fleiri inni og í lengri tíma, við töldum okkur hafa lengri tíma ef það þyrfti að rýma bæinn. Það hefur ekkert breyst varðandi að við teljum að hugsanlega muni þurfa að grípa til slíkra aðgerða þó við séum búin að létta á yfir daginn. Við erum ennþá með sérstaka vöktun í gangi þegar svæðið er opið en minni á nóttunni.“ Það hefur heilmikið breyst en samt ekkert sérstaklega mikið. „Stóra málið er að við lítum á þetta ástand sem einhver skonar glugga, logn, en við sjáum öll merki þess að þessari atburðarrás er ekki lokið. Við erum ekkert að fara pakka saman og fara heim. Víðir segir mikilvægt að velta fyrir sér hvernig við nálgumst umræðuna. „Það er auðveldasta lausnin að loka öllu og banna, en það er ekki þannig sem við viljum lifa. Það er okkar lausn að meta raunverulega áhættu, grípa til þess sem við köllum áhættuminnkandi aðgerðir. Þær geta verið af ýmsum toga. Allt frá því að skipuleggja byggð þar sem eru minni líkur á að einhverjir atburðir gerist upp í það að vera með öflugt vöktunarkerfi og vera tilbúin að forða fólki frá tjóni.“ Stóra málið hjá okkur er sú óvissa sem Grindvíkingar sitja við. Stærsta spurningin er auðvitað „hvenær komumst við heim?“ Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Sprengisandur Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Sjá meira
Víðir Reynisson sviðsstjóri hjá Almannavörnum og Ari Trausti Guðmundsson, jarðfræðingur voru gestir Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi í morgun. Spurður um álit sitt á stöðunni á Reykjanesskaga sagði Ari okkur enn vera stödd í miðri atburðarrás. „Það streymir upp kvika á tvo staði, sem er áhyggjuefni. Það voru 250 skjálftar frá miðnætti uppi í Sundhnjúk. Rúmlega 500 í gær og aflögunin er enn til staðar. Þar er kvika á leiðinni upp í þetta ferlíki. Síðan er innstreymi undir Svartsengi, eða á þeim slóðum, þar sem þessi svokallaða sylla varð til. Það var tenging milli þessa atburða. Nú er syllan að jafna sig og engin teljandi skjálftavirkni en innstreymi samt sem áður. Hættan er til staðar á báðum stöðunum.“ Álitsgjafar með vangaveltur og vísindamenn sem beri ábyrgð Víðir var spurður um misvísandi upplýsingagjöf og þá sérstaklega yfirlýsingar sérfræðinga sem túlka hlutina á ólíkan hátt. Sagðist hann hafa hugsað mikið um einmitt þetta. „Við erum með marga öfluga fræðimenn. Það er eðlilegt að þeir tjái sig og séu með sínar vangaveltur,“ segir Víðir. Við erum með álitsgjafa sem eru með vangaveltur og síðan vísindamenn sem bera ábyrgðina. „Það er Veðurstofan sem gefur okkur leiðeiningar sem við þurfum að fara eftir.“ Það sé fullkomlega eðlilegt að almenningur sem sæki upplýsingar hjá fjölmiðlum átti sig ekki á þessum mun, á vísindamönnum með nauðsynlegar vangaveltur og lagalegum leiðbeiningum frá Veðustofunni. „Svo er það þannig að við erum að fylgjast með atburðarrás sem er ofan í jörðinni. Við sjáum einhver ummerki á yfirborði og reynum að túlka og skilja þau. Það er ekki hægt að segja að þetta sé nákvæmlega svona,“ segir Víðir. Ari segist telja spár vísindamanna stundum ganga svolítið langt. Sjálfur sé hann íhaldssamari. Talið barst að þeirri gríðarlegu sveiflu sem hefur átt sér stað frá því að kvika var komin grunnt undur yfirborð og búist var við eldgosi á hverri stundu, yfir í það að kvikan virðist vera að miklu leiti storknuð. „Þetta er efni sem breytir sér,“ sagði Víðir. „Vegna hita bráðnar kvikan og þegar hitagjafinn minnkar þá storknar hún bara, eins og hvert annað efni sem við vinnum með daglega. Ef þú bræðir súkkulaði þá er það fljótandi en ef þú hættir að hita það þá storknar það.“ Þetta sé væntanlega það sem hafi gerst undir Grindavík og undir hluta af kvikuganginum. Samt sem áður sé enn innstreymi undir kvikugangi þar sem breytingar sjást á yfirborði. Atburðarrásinni ekki lokið Víðir segir Almannavarnir hafa unnið með þá möntru að um leið og upplýsingar berast sé almenningur upplýstur. „Sú breyting sem varð núna í vikunni snýst fyrst og fremst að því að menn töldu ekki lengur bráða hættu á eldgosi inni í Grindavík. Þar af leiðandi gátum við verið með fleiri inni og í lengri tíma, við töldum okkur hafa lengri tíma ef það þyrfti að rýma bæinn. Það hefur ekkert breyst varðandi að við teljum að hugsanlega muni þurfa að grípa til slíkra aðgerða þó við séum búin að létta á yfir daginn. Við erum ennþá með sérstaka vöktun í gangi þegar svæðið er opið en minni á nóttunni.“ Það hefur heilmikið breyst en samt ekkert sérstaklega mikið. „Stóra málið er að við lítum á þetta ástand sem einhver skonar glugga, logn, en við sjáum öll merki þess að þessari atburðarrás er ekki lokið. Við erum ekkert að fara pakka saman og fara heim. Víðir segir mikilvægt að velta fyrir sér hvernig við nálgumst umræðuna. „Það er auðveldasta lausnin að loka öllu og banna, en það er ekki þannig sem við viljum lifa. Það er okkar lausn að meta raunverulega áhættu, grípa til þess sem við köllum áhættuminnkandi aðgerðir. Þær geta verið af ýmsum toga. Allt frá því að skipuleggja byggð þar sem eru minni líkur á að einhverjir atburðir gerist upp í það að vera með öflugt vöktunarkerfi og vera tilbúin að forða fólki frá tjóni.“ Stóra málið hjá okkur er sú óvissa sem Grindvíkingar sitja við. Stærsta spurningin er auðvitað „hvenær komumst við heim?“
Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Sprengisandur Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Sjá meira