Formaður Bændasamtaka Íslands áhyggjufullur Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. nóvember 2023 14:30 Gunnar Þorgeirsson staddur á ráðstefnunni á Selfossi, ásamt Margréti Hörpu Guðsteinsdóttur, bónda og sveitarstjórnarmanni í Rangárþingi ytra. Magnús Hlynur Hreiðarsson Formaður Bændasamtakanna hefur áhyggjur af því að einkafyrirtæki í landbúnaði nái hæfu og vel menntuðu starfsfólki landbúnaðarins yfir til sín því þau geti borgað hærri laun en opinberi geirinn. 10 ára afmælisráðstefna Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fór fram á Selfossi í vikunni þar sem boðið var upp á fjölbreytta fyrirlestra, sem allir tengdust landbúnaði á einn eða annan hátt. Nokkur ávörp voru haldin í upphafi ráðstefnunnar, meðal annars frá Gunnari Þorgeirssyni, formanni Bændasamtaka Íslands, sem var áhyggjufullur. „Ég var á ársfundi dönsku bændasamtakanna. Þar höfðu menn áhyggjur af því hvernig einkageirinn er að ná í ráðgjafa, sem starfa innan ráðgjafamiðstöðvar Danmerkur af því að þeir bjóða hærri laun. Þá veltir maður fyrir sér hvernig getum við staðið vörð um okkar frábæra starfsfólk innan RML, að þeim verði ekki bara stolið til Líflands eða Fóðurblöndunnar eða eitthvað annað af því að við höfum ekki efni á því að greiða laun,“ sagði Gunnar. Fjölmenni víða af landinu sótti 10 ára afmælisráðstefnuna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Gunnar sagði að þetta mál þyrfti að hugsa vel og bregðast við því ekki megi opinberi landbúnaðurinn missa sitt besta starfsfólk. „Þetta er vandi ef við ölum upp góða ráðgjafa og svo er þeim bara kippt yfir til þeirra, sem borga betur. Þannig að ég held að við þurfum líka að huga að því hvernig búum við að okkar starfsmönnum innan RML þannig að við njótum þeirra starfskrafta þegar við erum búin að ala þau vel upp í góðum siðum til framtíðar,“ sagði formaður Bændasamtakanna. Kátir Selfyssingar, Sveinn Sigurmundsson (t.v.), framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Suðurlands og Þorsteinn Ólafsson dýralæknir.Magnús Hlynur Hreiðarsson Matvælaráðherra, Svandís Svavarsdóttir mætti á ráðstefnuna með sínum aðstoðarmanni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Landbúnaður Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka Sjá meira
10 ára afmælisráðstefna Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fór fram á Selfossi í vikunni þar sem boðið var upp á fjölbreytta fyrirlestra, sem allir tengdust landbúnaði á einn eða annan hátt. Nokkur ávörp voru haldin í upphafi ráðstefnunnar, meðal annars frá Gunnari Þorgeirssyni, formanni Bændasamtaka Íslands, sem var áhyggjufullur. „Ég var á ársfundi dönsku bændasamtakanna. Þar höfðu menn áhyggjur af því hvernig einkageirinn er að ná í ráðgjafa, sem starfa innan ráðgjafamiðstöðvar Danmerkur af því að þeir bjóða hærri laun. Þá veltir maður fyrir sér hvernig getum við staðið vörð um okkar frábæra starfsfólk innan RML, að þeim verði ekki bara stolið til Líflands eða Fóðurblöndunnar eða eitthvað annað af því að við höfum ekki efni á því að greiða laun,“ sagði Gunnar. Fjölmenni víða af landinu sótti 10 ára afmælisráðstefnuna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Gunnar sagði að þetta mál þyrfti að hugsa vel og bregðast við því ekki megi opinberi landbúnaðurinn missa sitt besta starfsfólk. „Þetta er vandi ef við ölum upp góða ráðgjafa og svo er þeim bara kippt yfir til þeirra, sem borga betur. Þannig að ég held að við þurfum líka að huga að því hvernig búum við að okkar starfsmönnum innan RML þannig að við njótum þeirra starfskrafta þegar við erum búin að ala þau vel upp í góðum siðum til framtíðar,“ sagði formaður Bændasamtakanna. Kátir Selfyssingar, Sveinn Sigurmundsson (t.v.), framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Suðurlands og Þorsteinn Ólafsson dýralæknir.Magnús Hlynur Hreiðarsson Matvælaráðherra, Svandís Svavarsdóttir mætti á ráðstefnuna með sínum aðstoðarmanni.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Landbúnaður Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka Sjá meira