Leigusalar verði að átta sig á ábyrgðinni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. nóvember 2023 20:01 Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu ræddi brunann í Stangarhyl í Árbæ í kvöldfréttum. vísir/Steingrímur Dúi Slökkviliðsstjóri segir leigusala verða að átta sig á ábyrgð sinni þegar kemur að brunavörnum. Húsið við Stangarhyl í Árbæ, þar sem eldur kom upp í morgun, var ekki samþykkt íbúðarhúsnæði. Einn liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi vegna brunans Sex manns voru í húsinu þegar eldurinn kom upp. Eldsupptök liggja ekki fyrir, en eru til rannsóknar. Eldurinn var kröftugur þegar slökkvilið bar að garði. „Það var mjög þykkur og svartur reykur, krefjandi aðstæður og mikið uppnám á vettvangi,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Þetta er ekki í fyrsta sinn á þessu ári sem eldur kemur upp í atvinnu- eða iðnaðarhúsnæði þar sem fólk býr. Í síðasta mánuði lést karlmaður á sjötugsaldri eftir að eldur kom upp í iðnaðarhúsnæði á Funahöfða. Maðurinn bjó í húsinu. Í fréttum okkar lýsti sonur mannsins slæmum aðstæðum sem faðir hans bjó við. Samskipti eigenda við slökkvilið voru þó til fyrirmyndar, að sögn Jóns Viðars. Í ágúst kom upp eldur í iðnaðarhúsnæði við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði. Tólf manns voru með fasta búsetu í húsinu, sem var ekki samþykkt sem íbúðarhúsnæði og var á lista slökkvliðs yfir húsnæði þar sem fara þyrfti yfir brunavarnir. Jón Viðar Matthíassonvísir/steingrímur dúi Í febrúar kom upp eldur á áfangaheimilinu Betra lífi í Vatnagörðum, þar sem um þrjátíu manns voru búsettir. Viku áður hafði slökkviliðið gert úttekt á húsnæðinu og komist að þeirri niðurstöðu að brotalamir á brunavörnum hússins hafi varðað við lög. Húsið þar sem eldurinn kom upp í morgun var ekki samþykkt íbúðarhúsnæði, þar sem flóttaleiðir voru til að mynda ekki fullnægjandi. Jón Viðar segir mikla og góða vinnu hafa farið af stað eftir brunann við Bræðraborgarstíg í júní 2020, þar sem þrjú létust. „Og ég finn að það er skilningur stjórnvalda og allra að gera eitthvað, og skerpa lögin.“ Skýrari löggjöf muni þó ekki ein og sér koma málunum í betra horf. „Það sem er náttúrulega lykilatriði er að eigandi húsnæðis verður bara að vita að það er ábyrgðarhlutverk að leigja,“ segir Jón Viðar. vísir/Steingrímur Dúi Óljós viðurlög Viðurlög séu óljós þegar manntjón hljótist af bruna í ósamþykktu íbúðarhúsnæði. Dæmi séu um að eigendur hafi fengið sektir eða skilorðsbundna fangelsisdóma. Þó geti verið erfitt að sækja slík mál. Heldurðu að svona tilfellum myndi ef til vill fækka ef refsiábyrgð yrði aukin í svona málum? „Við fundum það eftir þá dóma sem féllu fyrir nokkrum árum síðan að þá voru menn meira á tánum, voru að leita til okkar og koma með alls konar lausnir til bóta. Þannig að allt þetta hefur jákvæð áhrif, já.“ Bruni í Stangarhyl Slökkvilið Bruni á Bræðraborgarstíg Bruni á Funahöfða Bruni á Hvaleyrarbraut Bruni hjá Betra lífi í Vatnagörðum Reykjavík Slysavarnir Leigumarkaður Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Sex manns voru í húsinu þegar eldurinn kom upp. Eldsupptök liggja ekki fyrir, en eru til rannsóknar. Eldurinn var kröftugur þegar slökkvilið bar að garði. „Það var mjög þykkur og svartur reykur, krefjandi aðstæður og mikið uppnám á vettvangi,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Þetta er ekki í fyrsta sinn á þessu ári sem eldur kemur upp í atvinnu- eða iðnaðarhúsnæði þar sem fólk býr. Í síðasta mánuði lést karlmaður á sjötugsaldri eftir að eldur kom upp í iðnaðarhúsnæði á Funahöfða. Maðurinn bjó í húsinu. Í fréttum okkar lýsti sonur mannsins slæmum aðstæðum sem faðir hans bjó við. Samskipti eigenda við slökkvilið voru þó til fyrirmyndar, að sögn Jóns Viðars. Í ágúst kom upp eldur í iðnaðarhúsnæði við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði. Tólf manns voru með fasta búsetu í húsinu, sem var ekki samþykkt sem íbúðarhúsnæði og var á lista slökkvliðs yfir húsnæði þar sem fara þyrfti yfir brunavarnir. Jón Viðar Matthíassonvísir/steingrímur dúi Í febrúar kom upp eldur á áfangaheimilinu Betra lífi í Vatnagörðum, þar sem um þrjátíu manns voru búsettir. Viku áður hafði slökkviliðið gert úttekt á húsnæðinu og komist að þeirri niðurstöðu að brotalamir á brunavörnum hússins hafi varðað við lög. Húsið þar sem eldurinn kom upp í morgun var ekki samþykkt íbúðarhúsnæði, þar sem flóttaleiðir voru til að mynda ekki fullnægjandi. Jón Viðar segir mikla og góða vinnu hafa farið af stað eftir brunann við Bræðraborgarstíg í júní 2020, þar sem þrjú létust. „Og ég finn að það er skilningur stjórnvalda og allra að gera eitthvað, og skerpa lögin.“ Skýrari löggjöf muni þó ekki ein og sér koma málunum í betra horf. „Það sem er náttúrulega lykilatriði er að eigandi húsnæðis verður bara að vita að það er ábyrgðarhlutverk að leigja,“ segir Jón Viðar. vísir/Steingrímur Dúi Óljós viðurlög Viðurlög séu óljós þegar manntjón hljótist af bruna í ósamþykktu íbúðarhúsnæði. Dæmi séu um að eigendur hafi fengið sektir eða skilorðsbundna fangelsisdóma. Þó geti verið erfitt að sækja slík mál. Heldurðu að svona tilfellum myndi ef til vill fækka ef refsiábyrgð yrði aukin í svona málum? „Við fundum það eftir þá dóma sem féllu fyrir nokkrum árum síðan að þá voru menn meira á tánum, voru að leita til okkar og koma með alls konar lausnir til bóta. Þannig að allt þetta hefur jákvæð áhrif, já.“
Bruni í Stangarhyl Slökkvilið Bruni á Bræðraborgarstíg Bruni á Funahöfða Bruni á Hvaleyrarbraut Bruni hjá Betra lífi í Vatnagörðum Reykjavík Slysavarnir Leigumarkaður Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira