Flúði á tveimur jafnfljótum eftir rán í Fætur toga Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 27. nóvember 2023 12:46 Fjóla Signý Hannesdóttir, eigandi verslunarinnar, með steininn í hendi sem nýttur var til innbrotsins í nótt. Vísir/Vilhelm Innbrotsþjófur braut rúðu í verslun Fætur toga á Höfðabakka í Reykjavík í nótt, og hafði með sér á brott peninga úr kassanum. Verslunareigandi segir málið hið leiðinlegasta enda um að ræða lítið fjölskyldufyrirtæki. Búðin er opin í dag eins og ekkert hafi í skorist. „Hér er bara allt á haus út af þessum leiðindum,“ segir Fjóla Signý Hannesdóttir, eigandi verslunarinnar, í samtali við Vísi. Þjófurinn mætti á hjóli og notaði stóran stein til að brjóta rúðu og kom sér þannig inn í búðina. Eins og Vísir greindi frá tók Fjóla við rekstri búðarinnar í mars. Verslunin sérhæfir sig í sölu hlaupaskóa og gönguinnleggjum. Þjófurinn hafði þó lítinn áhuga á að taka með sér skó en tók með sér allt reiðufé úr kassanum. „Hann tók engar vörur en þetta er samt tjón, það er búið að brjóta rúðu og ljóst að þetta var vel skipulagt hjá honum, af því að þetta er vel vaktað svæði. Við sjáum það í myndavélum að hann mætti fyrst tíu mínútum áður og fer svo aftur. Það er mikil umferð hérna og hann fylgist vel með og kemur svo aftur.“ Ekki gaman að taka á móti viðskiptavinum með brotna rúðu Innbrotsþjófurinn var einungis eina mínútu inn í versluninni áður en hann lét sig hverfa. Fjóla segir málið nú inni á borði lögreglunnar. Myndavélakerfi verslunarinnar hafi tekið allt saman upp og vonar Fjóla að það muni einfalda lögreglunni að hafa uppi á þjófinum. „En þetta er alveg ömurlegt og setur auðvitað ákveðið strik í þetta hjá okkur að þetta eru risa söludagar og stærsti netsöludagurinn er í dag. Það hefur ekki verið gaman að taka á móti viðskiptavinum hér í morgun með brotna rúðu.“ Rúðubrotið er ekki fagurt að sjá en verslunin er opin í dag líkt og ekkert hafi í skorist. Vísir/Vilhelm Fjóla fékk hringingu í nótt þar sem hún var látin vita af innbrotinu og mætti hún eldsnemma í morgun í búðina. „Þannig að dagurinn hefur svolítið bara snúist um þetta og ég er mjög feginn að það hafi ekki verið starfsmaður sem þurfti að mæta og sjá þetta svona.“ Fjóla tekur fram að verslunin sé opin í dag, enda stærsta tilboðshelgi ársins enn í gangi og í dag svokallaður Cyber Monday. Mikil sala verslunarinnar fari auk þess fram á netinu og með rafrænni greiðslugátt. „Þannig að við notum lítið reiðufé í dag en þetta er mjög óþægilegt en þetta verður stór dagur í dag og gengur vonandi bara vel hjá okkur. Við sópuðum bara upp glerbrotunum og höfum útskýrt þetta fyrir fólki og auðvitað er þetta leiðinlegt, en við höldum bara okkar striki í dag.“ Fjóla bendir á að mikil umferð sé allajafna við verslunina á Höfðabakka. Þjófurinn hafi undirbúið sig vel. Vísir/Vilhelm Verslun Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira
„Hér er bara allt á haus út af þessum leiðindum,“ segir Fjóla Signý Hannesdóttir, eigandi verslunarinnar, í samtali við Vísi. Þjófurinn mætti á hjóli og notaði stóran stein til að brjóta rúðu og kom sér þannig inn í búðina. Eins og Vísir greindi frá tók Fjóla við rekstri búðarinnar í mars. Verslunin sérhæfir sig í sölu hlaupaskóa og gönguinnleggjum. Þjófurinn hafði þó lítinn áhuga á að taka með sér skó en tók með sér allt reiðufé úr kassanum. „Hann tók engar vörur en þetta er samt tjón, það er búið að brjóta rúðu og ljóst að þetta var vel skipulagt hjá honum, af því að þetta er vel vaktað svæði. Við sjáum það í myndavélum að hann mætti fyrst tíu mínútum áður og fer svo aftur. Það er mikil umferð hérna og hann fylgist vel með og kemur svo aftur.“ Ekki gaman að taka á móti viðskiptavinum með brotna rúðu Innbrotsþjófurinn var einungis eina mínútu inn í versluninni áður en hann lét sig hverfa. Fjóla segir málið nú inni á borði lögreglunnar. Myndavélakerfi verslunarinnar hafi tekið allt saman upp og vonar Fjóla að það muni einfalda lögreglunni að hafa uppi á þjófinum. „En þetta er alveg ömurlegt og setur auðvitað ákveðið strik í þetta hjá okkur að þetta eru risa söludagar og stærsti netsöludagurinn er í dag. Það hefur ekki verið gaman að taka á móti viðskiptavinum hér í morgun með brotna rúðu.“ Rúðubrotið er ekki fagurt að sjá en verslunin er opin í dag líkt og ekkert hafi í skorist. Vísir/Vilhelm Fjóla fékk hringingu í nótt þar sem hún var látin vita af innbrotinu og mætti hún eldsnemma í morgun í búðina. „Þannig að dagurinn hefur svolítið bara snúist um þetta og ég er mjög feginn að það hafi ekki verið starfsmaður sem þurfti að mæta og sjá þetta svona.“ Fjóla tekur fram að verslunin sé opin í dag, enda stærsta tilboðshelgi ársins enn í gangi og í dag svokallaður Cyber Monday. Mikil sala verslunarinnar fari auk þess fram á netinu og með rafrænni greiðslugátt. „Þannig að við notum lítið reiðufé í dag en þetta er mjög óþægilegt en þetta verður stór dagur í dag og gengur vonandi bara vel hjá okkur. Við sópuðum bara upp glerbrotunum og höfum útskýrt þetta fyrir fólki og auðvitað er þetta leiðinlegt, en við höldum bara okkar striki í dag.“ Fjóla bendir á að mikil umferð sé allajafna við verslunina á Höfðabakka. Þjófurinn hafi undirbúið sig vel. Vísir/Vilhelm
Verslun Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira