Sjúkraþyrlur Atli Már Markússon skrifar 27. nóvember 2023 12:00 Árið 1986 fyrir tæpum 40 árum hófu af miklum metnaði og nauðsyn nokkrir vaskir frumkvöðlar að fara sem áhafnarmeðlimir á Þyrlum Landhelgisgæslunnar í útköll og vera þannig innan handar þegar sækja þurfti slasaða eða veika einstaklinga hvort sem var á legi eða láði. Nú tæpum 40 árum seinna hefur lítið breyst hvað varðar læknisfræðilegan stuðning og klíníska getu með sjúkraflugi á þyrlum á Íslandi, vissulega hafa tækin skánað og öll tækni er betri í dag en í gær en það er svo skrítið að hér skulum við ekki hafa haldið vel á spilunum og komið á fót vel þjálfuðum hóp þyrluheilbrigðisstarfsmanna sem vinnur saman sem teymi á sérhæfðum minni þyrlum sem snöggar eru í snúningum og fljótar yfirferðar. Það er reyndar óskiljanlegt að á landi ekki stærra en okkar skuli ekki vera einn hópur vel þjálfaðra heilbrigðisstarfsmanna sem skipta á milli sín öllu sjúkraflugi í landinu sama hvort það er með fastvængjum eða þyrlum. Það að koma sjúkling á viðeigandi sjúkrastofnun eftir alvarleg slys eða veikindi á sem skemmstum tíma er þjóðhagslega hagkvæmt. Árið 1986 var þjóðhagslega hagkvæmt að nýta leitar og björgunarþyrlur til þess að flytja sjúklinga á viðeigandi sjúkrastofnun, árið 2023 væri þjóðhagslega hagkvæmt að flytja sjúklinga á viðeigandi sjúkrastofnun með léttum sjúkraþyrlum og sérþjálfaðri áhöfn heilbrigðisstarfsmanna. Þetta gera löndin sem við berum okkur saman við, af hverjum gerum við það ekki? Við eigum heilbrigðisstarfsfólkið og þyrlurnar eru til, við erum með strjálbýlt land og aðeins eitt aðalsjúkrahús. Alstaðar í löndunum í kringum okkur og líka þeim sem eru ekki í kringum okkur eru sérstakar sjúkraþyrlur mannaðar af heilbrigðisstarfsfólki sem mynda teymi sem getur framkvæmt mjög sérhæfð inngrip á vettvangi, þessi inngrip og stuttur viðbragðs og flutningstími er það sem skiptir máli til að bjarga heilsu og mannslífum. Að teymið sé tilbúið við þyrluna þegar útkallið kemur, geti veitt sérhæfða þjónustu á staðnum og flutt hratt á viðeigandi sjúkrastofnum er þjóðhagslega hagkvæmt og það sem bjargar heilsu og lífi. Reykjavíkurflugvöllur er á útleið ef marka má þá sem ráða í höfuðborginni, það gerir trygga þyrluumferð á nýjan Landspítala en mikilvægari. Hins vega virðist skipulag á nýjum Landspítala vera á þá leið að hætt verði við að hafa þyrlupall við sjúkrahús allra landsmanna, samkvæmt Gunnari Svavarssyni er ástæðan „ meðal annars sú að björgunarþyrlurnar eru alltaf að stækka”. Þessi þróun er beinlínis hættuleg og í hrópandi ósamræmi við vilja flestra ef ekki allra heilbrigðisstarfsmanna sem málið varðar, þetta hefur endurtekið komið fram og verið gefið út bæði í ræðu og riti í ófáum skýrslum og greinargerðum t.d “Sjúkraflutningar með þyrlum”, júní 2017 og “Aukin aðkoma þyrlna að sjúkraflugi”, ágúst 2018. Það er bara ein ríkisstofnun sem hefur staðfastlega og opinberlega talað gegn hugmyndinni um sérstakar sjúkraþyrlur en sú stofnun er ekki heilbrigðisstofnun og hefur ekki með meðferð og umönnun sjúklinga að gera nema sem aukaverkefni. Staðreyndin er sú að þörf er á að taka næstu skref í utanspítalaþjónustu á íslandi, framfara er þörf og mikilvægt að ákveða fljótt að setja af stað verkefni sjúkraþyrlna, já í fleirtölu vegna þess að hér á landi eigum við að hafa að lágmarki 3 sjúkraþyrlur auk fastvængjaflugvéla og þeirra þyrlna sem LHG hefur yfir að ráða til þess að við getum þjónustað sem flesta íbúa og gesti þessa lands með gagnreyndum aðferðum, viðeigandi læknisfræði og umönnun en ekki sömu aðferðum og var beytt í Víetnam stríðinu. Höfundur er svæfingahjúkrunarfræðingur/sjúkraflutningamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjúkraflutningar Landhelgisgæslan Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Árið 1986 fyrir tæpum 40 árum hófu af miklum metnaði og nauðsyn nokkrir vaskir frumkvöðlar að fara sem áhafnarmeðlimir á Þyrlum Landhelgisgæslunnar í útköll og vera þannig innan handar þegar sækja þurfti slasaða eða veika einstaklinga hvort sem var á legi eða láði. Nú tæpum 40 árum seinna hefur lítið breyst hvað varðar læknisfræðilegan stuðning og klíníska getu með sjúkraflugi á þyrlum á Íslandi, vissulega hafa tækin skánað og öll tækni er betri í dag en í gær en það er svo skrítið að hér skulum við ekki hafa haldið vel á spilunum og komið á fót vel þjálfuðum hóp þyrluheilbrigðisstarfsmanna sem vinnur saman sem teymi á sérhæfðum minni þyrlum sem snöggar eru í snúningum og fljótar yfirferðar. Það er reyndar óskiljanlegt að á landi ekki stærra en okkar skuli ekki vera einn hópur vel þjálfaðra heilbrigðisstarfsmanna sem skipta á milli sín öllu sjúkraflugi í landinu sama hvort það er með fastvængjum eða þyrlum. Það að koma sjúkling á viðeigandi sjúkrastofnun eftir alvarleg slys eða veikindi á sem skemmstum tíma er þjóðhagslega hagkvæmt. Árið 1986 var þjóðhagslega hagkvæmt að nýta leitar og björgunarþyrlur til þess að flytja sjúklinga á viðeigandi sjúkrastofnun, árið 2023 væri þjóðhagslega hagkvæmt að flytja sjúklinga á viðeigandi sjúkrastofnun með léttum sjúkraþyrlum og sérþjálfaðri áhöfn heilbrigðisstarfsmanna. Þetta gera löndin sem við berum okkur saman við, af hverjum gerum við það ekki? Við eigum heilbrigðisstarfsfólkið og þyrlurnar eru til, við erum með strjálbýlt land og aðeins eitt aðalsjúkrahús. Alstaðar í löndunum í kringum okkur og líka þeim sem eru ekki í kringum okkur eru sérstakar sjúkraþyrlur mannaðar af heilbrigðisstarfsfólki sem mynda teymi sem getur framkvæmt mjög sérhæfð inngrip á vettvangi, þessi inngrip og stuttur viðbragðs og flutningstími er það sem skiptir máli til að bjarga heilsu og mannslífum. Að teymið sé tilbúið við þyrluna þegar útkallið kemur, geti veitt sérhæfða þjónustu á staðnum og flutt hratt á viðeigandi sjúkrastofnum er þjóðhagslega hagkvæmt og það sem bjargar heilsu og lífi. Reykjavíkurflugvöllur er á útleið ef marka má þá sem ráða í höfuðborginni, það gerir trygga þyrluumferð á nýjan Landspítala en mikilvægari. Hins vega virðist skipulag á nýjum Landspítala vera á þá leið að hætt verði við að hafa þyrlupall við sjúkrahús allra landsmanna, samkvæmt Gunnari Svavarssyni er ástæðan „ meðal annars sú að björgunarþyrlurnar eru alltaf að stækka”. Þessi þróun er beinlínis hættuleg og í hrópandi ósamræmi við vilja flestra ef ekki allra heilbrigðisstarfsmanna sem málið varðar, þetta hefur endurtekið komið fram og verið gefið út bæði í ræðu og riti í ófáum skýrslum og greinargerðum t.d “Sjúkraflutningar með þyrlum”, júní 2017 og “Aukin aðkoma þyrlna að sjúkraflugi”, ágúst 2018. Það er bara ein ríkisstofnun sem hefur staðfastlega og opinberlega talað gegn hugmyndinni um sérstakar sjúkraþyrlur en sú stofnun er ekki heilbrigðisstofnun og hefur ekki með meðferð og umönnun sjúklinga að gera nema sem aukaverkefni. Staðreyndin er sú að þörf er á að taka næstu skref í utanspítalaþjónustu á íslandi, framfara er þörf og mikilvægt að ákveða fljótt að setja af stað verkefni sjúkraþyrlna, já í fleirtölu vegna þess að hér á landi eigum við að hafa að lágmarki 3 sjúkraþyrlur auk fastvængjaflugvéla og þeirra þyrlna sem LHG hefur yfir að ráða til þess að við getum þjónustað sem flesta íbúa og gesti þessa lands með gagnreyndum aðferðum, viðeigandi læknisfræði og umönnun en ekki sömu aðferðum og var beytt í Víetnam stríðinu. Höfundur er svæfingahjúkrunarfræðingur/sjúkraflutningamaður.
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar