Óttast að Hussein verði „einn í íbúðinni, fastur í rúminu“ Lovísa Arnardóttir skrifar 27. nóvember 2023 16:02 Fjölskyldan sem um ræðir. Frá vinstri: Hussein Hussein, Sajjad Hussein, Yasameen Hussein, Maysoon Al Saedi, Zahraa Hussein. Vísir/Bjarni ÖBÍ réttindasamtök fordæma ómannúðlega ákvörðun íslenska ríkisins um að skilja Hussein Hussein, fatlaðan umsækjanda um alþjóðlega vernd, frá fjölskyldu sinni. Lögfræðingur fjölskyldunnar segir Hussein ekki tryggð nein þjónusta við brottför fjölskyldunnar. ÖBÍ réttindasamtök fordæma ómannúðlega ákvörðun íslenska ríkisins um að skilja Hussein Hussein, fatlaðan umsækjanda um alþjóðlega vernd, frá fjölskyldu sinni. Mannréttindadómstóll Evrópu komst nýverið að því að íslenskum yfirvöldum væri óheimilt að vísa honum úr landi en ekki fjölskyldu hans. Þau munu fara af landi brott í fyrramálið sjálfviljug til að koma í veg fyrir bann á endurkomu. „Bréfið bannar íslenskum stjórnvöldum að senda Hussein úr landinu en leggur ekki bann við því að fjölskyldunni hans verði brottvísað,“ segir Albert Björn Lúðvígsson, lögfræðingur fjölskyldunnar hjá CPLS, í samtali við fréttastofu. Hann segir að Útlendingastofnun hafi boðað að fjölskyldan verði flutt á morgun en það liggi samt engin staðfesting fyrir á því. Engin skilaboð eða flugmiði eða nokkuð slíkt. „En þau vita ekki betur en að þau verði flutt á morgun.“ Albert segir Hussein háður fjölskyldu sinni, sérstaklega móður, með allt í sínu daglega lífi. Bróðir hans aðstoði hann við að komast í og úr hjólastól en annað geri móðir hans. Þá hafi systkini hans verið í bæði vinnu og námi og hafi séð fjölskyldunni að hluta til fyrir uppihaldi. Engin þjónusta liggi fyrir „Það hefur komið fram frá Reykjavíkurborg, sem sér um þjónustu við fjölskylduna, að það hefur ekki farið fram neitt mat á stuðningsþörf hans,“ segir Albert og að það hafi einnig verið gagnrýnt í málarekstri stjórnvalda að hvorki liggi fyrir fullnægjandi greining á sjúkdómi hans og heilsufari né mat á stuðningsþörf hans. „Það skýtur dálítið skökku við að íslensk stjórnvöld hafi ætlað að senda hann til Grikklands án þess að leggja fullnægjandi mat á hans viðkvæmu stöðu. En það sem er kannski meira aðkallandi núna er að honum er ekki tryggð nein þjónusta verði fjölskyldan flutt úr landi á morgun.“ Albert Björn er lögfræðingur fjölskyldunnar. Stöð 2 Hann segir að Réttindagæslufulltrúi fatlaðra hafi reynt að tryggja Hussein þjónustu en að ekkert liggi fyrir um hana. „Það liggur fyrir að verði fjölskyldan send úr landi verður hann hérna einn. En það sem við óttumst mest er að hann verði líka einn í íbúðinni, fastur í rúminu. Það liggur ekkert fyrir að honum standi til boða nauðsynleg þjónusta.“ Hafa heimild en túlka það ekki þannig Þá segist hann ekki sammála þeirri túlkun Útlendingastofnunar á útlendingalögunum að þeim sé ekki heimilt að bregðast við slíkum aðstæðum. „Ákvæði útlendingalaga veita Útlendingastofnun ríka heimild til að bregðast við svona aðstæðum og þeim er falið ákveðið mat á hvenær þau megi bregðast við og hvenær ekki. Þannig þegar Útlendingastofnun segist ekki mega gera eitthvað er það því Útlendingastofnun hefur ákveðið að hún megi ekki gera eitthvað. Hún hefur alveg heimild samkvæmt lögum til að gera eitthvað en hún ákveður að túlka lögin þannig að hún hafi það ekki,“ segir Albert. Spurður um niðurstöðu Mannréttindadómstólsins og hvort hún hafi komið á óvart segir Albert að hún hafi komið á óvart miðað við hversu sjaldan dómstóllinn beitir ákvæðinu í 39. grein starfsreglna dómstólsins en ekki komið á óvart er litið er á málið út frá málsmeðferðinni. Reglan kveður á um að dómstóllinn geti í undantekningartilvikum til dæmis stöðvað framkvæmd á flutningi einstaklings á meðan málið er til skoðunar efnislega. „Það kom sérstaklega ekki á óvart að dómstóllinn skyldi hafa framlengt banninu á að senda Hussein Hussein úr landi vegna þess að dómstóllinn spurði íslensk stjórnvöld til hvaða praktísku aðgerða þau hafi gripið til þess að sannreyna hvaða aðstæður taki við Hussein Hussein í Grikklandi,“ segir Albert og að íslensk stjórnvöld hafi í kjölfarið fengið tækifæri til að sannfæra dómstólinn um það hvað þau hafa gert en sögðu dómstólnum að þeim væri ekki skylt að gera það. Hann segir dómstólinn passívan og ekki tilbúin til að stöðva allar endursendingar til Grikklands en að það liggi fyrir fordæmi í máli einstaklinga í viðkvæmri stöðu, eins og í máli Hussein Husseins, að það séu jákvæðar skyldur á herðum þess ríkis sem vill senda einstakling í burtu að tryggja að hann verði ekki allslaus á götunni við endursendingu. Hussein þarf á aðstoð að halda með nánast öll dagleg verk. „Þetta kaus íslenska ríkið að virða að vettugi og hefur verið virt að vettugi alla málsmeðferðina á Íslandi,“ segir Albert og að hann hafi ítrekað gagnrýnt þetta. Vilja að ákvörðunin sé endurskoðuð Í tilkynningu frá ÖBÍ í dag segir að óboðlegt sé að skilja Hussein frá fjölskyldu sinni eins og stjórnvöld hyggjast gera og að samtökin taki undir orð framkvæmdastjóra Þroskahjálpar um að endurskoða þurfi ákvörðunina þar sem Hussein sé háður fjölskyldu sinni um stuðning. „Ísland hefur fullgilt Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og þar af leiðandi skuldbundið sig til þess að fylgja honum og virða. Þá er vert að árétta það að unnið er að því að lögfesta samninginn. Fyrirhuguð aðgerð stjórnvalda gengur í berhögg við samninginn og brýtur gegn mannréttindum Husseins,“ segir að lokum í yfirlýsingu samtakanna. Mál Hussein fjölskyldunnar hefur vakið mikla athygli og sérstaklega það atvik þegar fjölskyldan var flutt úr landi við lok síðasta árs. Þá var Hussein, sem notast við hjólastól, settur í lögreglubifreið og stóllinn tekinn af honum. Héraðsdómur felldi síðar úrskurð Kærunefndar útlendingamála um brottflutning fjölskyldunnar úr gildi og fjölskyldan kom aftur til landsins. Ríkið áfrýjaði málinu og það bíður meðferðar hjá Landsrétti. Nýverið komst kærunefndin að þeirri niðurstöðu að ekki væri ástæða til þess að fresta brottflutningi. Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Írak Mannréttindi Stjórnsýsla Málefni fatlaðs fólks Mál Hussein Hussein Tengdar fréttir „Ef við förum aftur til Grikklands bíður dauðinn okkar“ Framkvæmdastjóri hjálparsamtaka gagnrýnir stjórnvöld fyrir að vísa á ný barnafjölskyldum á flótta til Grikklands. Aðstæður þar í landi hafi ekkert breyst. Palestínsk fjölskylda sem bíður brottvísunar líkir flóttamannabúðunum í Grikklandi við fangelsi. 20. júlí 2023 19:18 Leitar að hjólastólavænum bíl fyrir brottvísanir Ríkislögreglustjóri bindur vonir við að embættið geti fest kaup á eða leigt bifreið, sem hentar fólki sem notast við hjólastól, á fyrri hluta þessa árs. Slíka bifreið sé nauðsynlegt fyrir embættið að hafa þurfi það að flytja einstaklinga í hjólastól. 31. janúar 2023 10:31 Brottvísun Husseins fer fyrir Landsrétt Dómsmálaráðuneytið áfrýjaði dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem felldi úr gildi úrskurð kærunefnda útlendingamála um brottvísun Husseins Husseins, fatlaðs flóttamanns frá Írak, til Landsréttar. Lögmaður Husseins segir miður að dómnum verði áfrýjað enda hafi hann verið í stíl við annan nýlegan dóm. 6. janúar 2023 14:38 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Sjá meira
ÖBÍ réttindasamtök fordæma ómannúðlega ákvörðun íslenska ríkisins um að skilja Hussein Hussein, fatlaðan umsækjanda um alþjóðlega vernd, frá fjölskyldu sinni. Mannréttindadómstóll Evrópu komst nýverið að því að íslenskum yfirvöldum væri óheimilt að vísa honum úr landi en ekki fjölskyldu hans. Þau munu fara af landi brott í fyrramálið sjálfviljug til að koma í veg fyrir bann á endurkomu. „Bréfið bannar íslenskum stjórnvöldum að senda Hussein úr landinu en leggur ekki bann við því að fjölskyldunni hans verði brottvísað,“ segir Albert Björn Lúðvígsson, lögfræðingur fjölskyldunnar hjá CPLS, í samtali við fréttastofu. Hann segir að Útlendingastofnun hafi boðað að fjölskyldan verði flutt á morgun en það liggi samt engin staðfesting fyrir á því. Engin skilaboð eða flugmiði eða nokkuð slíkt. „En þau vita ekki betur en að þau verði flutt á morgun.“ Albert segir Hussein háður fjölskyldu sinni, sérstaklega móður, með allt í sínu daglega lífi. Bróðir hans aðstoði hann við að komast í og úr hjólastól en annað geri móðir hans. Þá hafi systkini hans verið í bæði vinnu og námi og hafi séð fjölskyldunni að hluta til fyrir uppihaldi. Engin þjónusta liggi fyrir „Það hefur komið fram frá Reykjavíkurborg, sem sér um þjónustu við fjölskylduna, að það hefur ekki farið fram neitt mat á stuðningsþörf hans,“ segir Albert og að það hafi einnig verið gagnrýnt í málarekstri stjórnvalda að hvorki liggi fyrir fullnægjandi greining á sjúkdómi hans og heilsufari né mat á stuðningsþörf hans. „Það skýtur dálítið skökku við að íslensk stjórnvöld hafi ætlað að senda hann til Grikklands án þess að leggja fullnægjandi mat á hans viðkvæmu stöðu. En það sem er kannski meira aðkallandi núna er að honum er ekki tryggð nein þjónusta verði fjölskyldan flutt úr landi á morgun.“ Albert Björn er lögfræðingur fjölskyldunnar. Stöð 2 Hann segir að Réttindagæslufulltrúi fatlaðra hafi reynt að tryggja Hussein þjónustu en að ekkert liggi fyrir um hana. „Það liggur fyrir að verði fjölskyldan send úr landi verður hann hérna einn. En það sem við óttumst mest er að hann verði líka einn í íbúðinni, fastur í rúminu. Það liggur ekkert fyrir að honum standi til boða nauðsynleg þjónusta.“ Hafa heimild en túlka það ekki þannig Þá segist hann ekki sammála þeirri túlkun Útlendingastofnunar á útlendingalögunum að þeim sé ekki heimilt að bregðast við slíkum aðstæðum. „Ákvæði útlendingalaga veita Útlendingastofnun ríka heimild til að bregðast við svona aðstæðum og þeim er falið ákveðið mat á hvenær þau megi bregðast við og hvenær ekki. Þannig þegar Útlendingastofnun segist ekki mega gera eitthvað er það því Útlendingastofnun hefur ákveðið að hún megi ekki gera eitthvað. Hún hefur alveg heimild samkvæmt lögum til að gera eitthvað en hún ákveður að túlka lögin þannig að hún hafi það ekki,“ segir Albert. Spurður um niðurstöðu Mannréttindadómstólsins og hvort hún hafi komið á óvart segir Albert að hún hafi komið á óvart miðað við hversu sjaldan dómstóllinn beitir ákvæðinu í 39. grein starfsreglna dómstólsins en ekki komið á óvart er litið er á málið út frá málsmeðferðinni. Reglan kveður á um að dómstóllinn geti í undantekningartilvikum til dæmis stöðvað framkvæmd á flutningi einstaklings á meðan málið er til skoðunar efnislega. „Það kom sérstaklega ekki á óvart að dómstóllinn skyldi hafa framlengt banninu á að senda Hussein Hussein úr landi vegna þess að dómstóllinn spurði íslensk stjórnvöld til hvaða praktísku aðgerða þau hafi gripið til þess að sannreyna hvaða aðstæður taki við Hussein Hussein í Grikklandi,“ segir Albert og að íslensk stjórnvöld hafi í kjölfarið fengið tækifæri til að sannfæra dómstólinn um það hvað þau hafa gert en sögðu dómstólnum að þeim væri ekki skylt að gera það. Hann segir dómstólinn passívan og ekki tilbúin til að stöðva allar endursendingar til Grikklands en að það liggi fyrir fordæmi í máli einstaklinga í viðkvæmri stöðu, eins og í máli Hussein Husseins, að það séu jákvæðar skyldur á herðum þess ríkis sem vill senda einstakling í burtu að tryggja að hann verði ekki allslaus á götunni við endursendingu. Hussein þarf á aðstoð að halda með nánast öll dagleg verk. „Þetta kaus íslenska ríkið að virða að vettugi og hefur verið virt að vettugi alla málsmeðferðina á Íslandi,“ segir Albert og að hann hafi ítrekað gagnrýnt þetta. Vilja að ákvörðunin sé endurskoðuð Í tilkynningu frá ÖBÍ í dag segir að óboðlegt sé að skilja Hussein frá fjölskyldu sinni eins og stjórnvöld hyggjast gera og að samtökin taki undir orð framkvæmdastjóra Þroskahjálpar um að endurskoða þurfi ákvörðunina þar sem Hussein sé háður fjölskyldu sinni um stuðning. „Ísland hefur fullgilt Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og þar af leiðandi skuldbundið sig til þess að fylgja honum og virða. Þá er vert að árétta það að unnið er að því að lögfesta samninginn. Fyrirhuguð aðgerð stjórnvalda gengur í berhögg við samninginn og brýtur gegn mannréttindum Husseins,“ segir að lokum í yfirlýsingu samtakanna. Mál Hussein fjölskyldunnar hefur vakið mikla athygli og sérstaklega það atvik þegar fjölskyldan var flutt úr landi við lok síðasta árs. Þá var Hussein, sem notast við hjólastól, settur í lögreglubifreið og stóllinn tekinn af honum. Héraðsdómur felldi síðar úrskurð Kærunefndar útlendingamála um brottflutning fjölskyldunnar úr gildi og fjölskyldan kom aftur til landsins. Ríkið áfrýjaði málinu og það bíður meðferðar hjá Landsrétti. Nýverið komst kærunefndin að þeirri niðurstöðu að ekki væri ástæða til þess að fresta brottflutningi.
Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Írak Mannréttindi Stjórnsýsla Málefni fatlaðs fólks Mál Hussein Hussein Tengdar fréttir „Ef við förum aftur til Grikklands bíður dauðinn okkar“ Framkvæmdastjóri hjálparsamtaka gagnrýnir stjórnvöld fyrir að vísa á ný barnafjölskyldum á flótta til Grikklands. Aðstæður þar í landi hafi ekkert breyst. Palestínsk fjölskylda sem bíður brottvísunar líkir flóttamannabúðunum í Grikklandi við fangelsi. 20. júlí 2023 19:18 Leitar að hjólastólavænum bíl fyrir brottvísanir Ríkislögreglustjóri bindur vonir við að embættið geti fest kaup á eða leigt bifreið, sem hentar fólki sem notast við hjólastól, á fyrri hluta þessa árs. Slíka bifreið sé nauðsynlegt fyrir embættið að hafa þurfi það að flytja einstaklinga í hjólastól. 31. janúar 2023 10:31 Brottvísun Husseins fer fyrir Landsrétt Dómsmálaráðuneytið áfrýjaði dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem felldi úr gildi úrskurð kærunefnda útlendingamála um brottvísun Husseins Husseins, fatlaðs flóttamanns frá Írak, til Landsréttar. Lögmaður Husseins segir miður að dómnum verði áfrýjað enda hafi hann verið í stíl við annan nýlegan dóm. 6. janúar 2023 14:38 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Sjá meira
„Ef við förum aftur til Grikklands bíður dauðinn okkar“ Framkvæmdastjóri hjálparsamtaka gagnrýnir stjórnvöld fyrir að vísa á ný barnafjölskyldum á flótta til Grikklands. Aðstæður þar í landi hafi ekkert breyst. Palestínsk fjölskylda sem bíður brottvísunar líkir flóttamannabúðunum í Grikklandi við fangelsi. 20. júlí 2023 19:18
Leitar að hjólastólavænum bíl fyrir brottvísanir Ríkislögreglustjóri bindur vonir við að embættið geti fest kaup á eða leigt bifreið, sem hentar fólki sem notast við hjólastól, á fyrri hluta þessa árs. Slíka bifreið sé nauðsynlegt fyrir embættið að hafa þurfi það að flytja einstaklinga í hjólastól. 31. janúar 2023 10:31
Brottvísun Husseins fer fyrir Landsrétt Dómsmálaráðuneytið áfrýjaði dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem felldi úr gildi úrskurð kærunefnda útlendingamála um brottvísun Husseins Husseins, fatlaðs flóttamanns frá Írak, til Landsréttar. Lögmaður Husseins segir miður að dómnum verði áfrýjað enda hafi hann verið í stíl við annan nýlegan dóm. 6. janúar 2023 14:38