Heppni að ekki fór verr Ólafur Björn Sverrisson skrifar 27. nóvember 2023 21:53 Örn Úlfar segir það heppni að ekki hafi farið verr. vísir Örn Úlfar Sævarsson texta- og hugmyndasmiður slapp vel þegar leigubíll keyrði á hann við Hringbraut síðdegis í dag. Hjól hans þarfnast viðgerðar en hann segir lærdóminn að vera ávallt á varðbergi í umferðinni – bæði ökumenn og hjólreiðamenn – sérstaklega nú þegar skammdegið er að skella á. Atvikið átti sér stað við biðskyldubeygju af Njarðargötu og yfir á Hringbraut. „Ég er þarna á miðri götunni þegar ég sé að bíllinn er ekkert að hægja ferðina, gefur frekar í,“ segir Örn Úlfar í samtali við Vísi. Hvorki höfuðljós hans né fram og afturljós hjólsins gerðu bílstjóranum viðvart. Hann tekur fram að myrkur og lélegt skyggni bættu ekki úr skák í þessari aðstöðu. „Ég stíg niður og næ nokkurn veginn að komast upp hinu megin, en hann klessir aftan á dekkið og hjólið kastast til. Ef ég hefði ekki verið að fylgjast með hefði hann klesst beint á mig, var ekkert að fylgjast með.“ segir Örn Úlfar sem tók ekki eftir bílnúmeri leigubílsins sem keyrði rakeliðis í burtu í austurátt. Það hefði ekki mátt vera tæpara en Örn Úlfar sem var á leið úr vinnu slapp vel, aðeins með nokkrar skrámur og mar. Hjólið þarfnast hins vegar viðgerðar. „Það er verkefni morgundagsins,“ segir Örn. Verkefni morgundagsins er að kaupa nýtt dekk. „Það er um að gera að hvetja ökumenn til að horfa til beggja hliða, þessi leigubílstjóri hefur verið að horfa til vesturs og aðeins verið að pæla í bílunum sem komu þaðan. En það er greinilega aldrei nóg af ljósum á hjólunum.“ „Ég fer þarna um tvisvar á dag og ég hef séð slysin næstum því verða, þegar menn eru ekki að horfa. Nú þarf ég bara að kaupa mér nýja gjörð, þetta er skakkagjörðarhátíð,“ segir Örn Úlfar að lokum. Hann er búinn að senda lögreglu ábendingu um atvikið. Samgönguslys Leigubílar Lögreglumál Reykjavík Hjólreiðar Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Atvikið átti sér stað við biðskyldubeygju af Njarðargötu og yfir á Hringbraut. „Ég er þarna á miðri götunni þegar ég sé að bíllinn er ekkert að hægja ferðina, gefur frekar í,“ segir Örn Úlfar í samtali við Vísi. Hvorki höfuðljós hans né fram og afturljós hjólsins gerðu bílstjóranum viðvart. Hann tekur fram að myrkur og lélegt skyggni bættu ekki úr skák í þessari aðstöðu. „Ég stíg niður og næ nokkurn veginn að komast upp hinu megin, en hann klessir aftan á dekkið og hjólið kastast til. Ef ég hefði ekki verið að fylgjast með hefði hann klesst beint á mig, var ekkert að fylgjast með.“ segir Örn Úlfar sem tók ekki eftir bílnúmeri leigubílsins sem keyrði rakeliðis í burtu í austurátt. Það hefði ekki mátt vera tæpara en Örn Úlfar sem var á leið úr vinnu slapp vel, aðeins með nokkrar skrámur og mar. Hjólið þarfnast hins vegar viðgerðar. „Það er verkefni morgundagsins,“ segir Örn. Verkefni morgundagsins er að kaupa nýtt dekk. „Það er um að gera að hvetja ökumenn til að horfa til beggja hliða, þessi leigubílstjóri hefur verið að horfa til vesturs og aðeins verið að pæla í bílunum sem komu þaðan. En það er greinilega aldrei nóg af ljósum á hjólunum.“ „Ég fer þarna um tvisvar á dag og ég hef séð slysin næstum því verða, þegar menn eru ekki að horfa. Nú þarf ég bara að kaupa mér nýja gjörð, þetta er skakkagjörðarhátíð,“ segir Örn Úlfar að lokum. Hann er búinn að senda lögreglu ábendingu um atvikið.
Samgönguslys Leigubílar Lögreglumál Reykjavík Hjólreiðar Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira