Heppni að ekki fór verr Ólafur Björn Sverrisson skrifar 27. nóvember 2023 21:53 Örn Úlfar segir það heppni að ekki hafi farið verr. vísir Örn Úlfar Sævarsson texta- og hugmyndasmiður slapp vel þegar leigubíll keyrði á hann við Hringbraut síðdegis í dag. Hjól hans þarfnast viðgerðar en hann segir lærdóminn að vera ávallt á varðbergi í umferðinni – bæði ökumenn og hjólreiðamenn – sérstaklega nú þegar skammdegið er að skella á. Atvikið átti sér stað við biðskyldubeygju af Njarðargötu og yfir á Hringbraut. „Ég er þarna á miðri götunni þegar ég sé að bíllinn er ekkert að hægja ferðina, gefur frekar í,“ segir Örn Úlfar í samtali við Vísi. Hvorki höfuðljós hans né fram og afturljós hjólsins gerðu bílstjóranum viðvart. Hann tekur fram að myrkur og lélegt skyggni bættu ekki úr skák í þessari aðstöðu. „Ég stíg niður og næ nokkurn veginn að komast upp hinu megin, en hann klessir aftan á dekkið og hjólið kastast til. Ef ég hefði ekki verið að fylgjast með hefði hann klesst beint á mig, var ekkert að fylgjast með.“ segir Örn Úlfar sem tók ekki eftir bílnúmeri leigubílsins sem keyrði rakeliðis í burtu í austurátt. Það hefði ekki mátt vera tæpara en Örn Úlfar sem var á leið úr vinnu slapp vel, aðeins með nokkrar skrámur og mar. Hjólið þarfnast hins vegar viðgerðar. „Það er verkefni morgundagsins,“ segir Örn. Verkefni morgundagsins er að kaupa nýtt dekk. „Það er um að gera að hvetja ökumenn til að horfa til beggja hliða, þessi leigubílstjóri hefur verið að horfa til vesturs og aðeins verið að pæla í bílunum sem komu þaðan. En það er greinilega aldrei nóg af ljósum á hjólunum.“ „Ég fer þarna um tvisvar á dag og ég hef séð slysin næstum því verða, þegar menn eru ekki að horfa. Nú þarf ég bara að kaupa mér nýja gjörð, þetta er skakkagjörðarhátíð,“ segir Örn Úlfar að lokum. Hann er búinn að senda lögreglu ábendingu um atvikið. Samgönguslys Leigubílar Lögreglumál Reykjavík Hjólreiðar Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Frítt í Strætó um allt land í dag Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Fleiri fréttir Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Sjá meira
Atvikið átti sér stað við biðskyldubeygju af Njarðargötu og yfir á Hringbraut. „Ég er þarna á miðri götunni þegar ég sé að bíllinn er ekkert að hægja ferðina, gefur frekar í,“ segir Örn Úlfar í samtali við Vísi. Hvorki höfuðljós hans né fram og afturljós hjólsins gerðu bílstjóranum viðvart. Hann tekur fram að myrkur og lélegt skyggni bættu ekki úr skák í þessari aðstöðu. „Ég stíg niður og næ nokkurn veginn að komast upp hinu megin, en hann klessir aftan á dekkið og hjólið kastast til. Ef ég hefði ekki verið að fylgjast með hefði hann klesst beint á mig, var ekkert að fylgjast með.“ segir Örn Úlfar sem tók ekki eftir bílnúmeri leigubílsins sem keyrði rakeliðis í burtu í austurátt. Það hefði ekki mátt vera tæpara en Örn Úlfar sem var á leið úr vinnu slapp vel, aðeins með nokkrar skrámur og mar. Hjólið þarfnast hins vegar viðgerðar. „Það er verkefni morgundagsins,“ segir Örn. Verkefni morgundagsins er að kaupa nýtt dekk. „Það er um að gera að hvetja ökumenn til að horfa til beggja hliða, þessi leigubílstjóri hefur verið að horfa til vesturs og aðeins verið að pæla í bílunum sem komu þaðan. En það er greinilega aldrei nóg af ljósum á hjólunum.“ „Ég fer þarna um tvisvar á dag og ég hef séð slysin næstum því verða, þegar menn eru ekki að horfa. Nú þarf ég bara að kaupa mér nýja gjörð, þetta er skakkagjörðarhátíð,“ segir Örn Úlfar að lokum. Hann er búinn að senda lögreglu ábendingu um atvikið.
Samgönguslys Leigubílar Lögreglumál Reykjavík Hjólreiðar Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Frítt í Strætó um allt land í dag Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Fleiri fréttir Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Sjá meira