Pavel: Ég var hættur að fara út í búð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. nóvember 2023 14:01 Jacob Dalton Calloway lyftir Íslandsbikarnum eftir sigur Valsmanna vorið 2022. Vísir/Bára Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls, hefur loksins fengið liðstyrk í Subway deild karla í körfubolta en Stólarnir létu ekki bara erlendan leikmann fara fyrir mánuði heldur hafa mikil meiðsli herjað á leikmannahópinn. Tindastólsliðið vantaði tilfinnanlega liðstyrk og það var pressa á þjálfaranum að finna nýjan erlendan leikmann. Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls, á hliðarlínunni.Vísir/Hulda Margrét „Það þurfti að gera eitthvað til að friða fólkið. Ég var hættur að fara út í búð,“ sagði Pavel Ermolinskij í léttum tón í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur í hádegisfréttum Bylgjunnar. Pavel fann leikmann sem hann þekkir vel en Jacob Dalton Calloway varð Íslandsmeistari með Pavel hjá Val fyrir tveimur árum. Þá var Pavel liðsfélagi Calloway en nú verður hann þjálfari hans. Búnir að vera rólegir „Við vorum að leita að leikmanni og vorum búnir að vera mjög rólegir í þessu. Þrátt fyrir aðstæðurnar sem við erum í núna, með meiðsli og slíkt, þá vorum við að hugsa til framtíðar. Vildum leikmann sem myndi nýtast okkur yfir tímabilið,“ sagði Pavel. „Það var ekkert að ganga neitt sérstaklega vel þegar Jacob setti sig í samband við mig. Ég svaraði honum um hæl, fimm mínútum seinna, að það væri klárt. Það var aldrei neinn vafi því þegar rétti maðurinn birtist þá bara veistu það. Það var ákveðin léttir og mikil gleði sem fylgdi því,“ sagði Pavel en af hverju var Calloway laus? Jacob Calloway og Pavel Ermolinskij þegar þeir léku saman hjá Val.Vísir/Bára Lét Pavel vita af sér „Hann var að spila í Kósóvó og líkaði ekki alveg nógu vel þar. Hann var að fara að losa sig undan samningi og hafði samband við mig til að láta mig vita af því. Við afgreiddum þetta bara mjög fljótt,“ sagði Pavel. Pavel segir komu hans ekki vera til þess að leysa meiðslavandræði liðsins í dag heldur er hann að horfa til tímabilsins í heild sinni. „Þegar liðið er með alla um borð þá passar hann mjög vel inn í það. Hann var þessi viðbót sem við vorum að leita að. Við erum með lið sem þarf ekkert mikið umrót. Mér líður mjög vel með það sem við höfum þegar allir eru með,“ sagði Pavel. Var í svipuðum aðstæðum hjá Val „Við vorum að leita að einhverjum sem myndi mjaka sér hægt og rólega inn og bæta einhverju við liðið. Ég hef fyrri reynslu af því með Jacob þegar hann kom inn í Val í svipuðum aðstæðum fyrir tveimur árum síðan,“ sagði Pavel. Vísir/Bára Calloway varð Íslandsmeistari með Val vorið 2022 en þá var hann með 17,5 stig að meðaltali í úrslitakeppninni. „Hann kom þá inn hratt og örugglega án þess að raska miklu til. Það var stór faktor í því sem við vorum að leita að á þessum tíma,“ sagði Pavel. Rosalega fjölhæfur strákur „Við erum ágætlega settir í bakvarðastöðunum og vorum að leita eftir smá stærð. Hann er langur þótt að hann sé ekki hefðbundinn stór leikmaður. Þetta er rosalega fjölhæfur strákur og það er hægt að púlsa honum inn í margar aðstæður sem gætu myndast hérna,“ sagði Pavel. Calloway lék síðast á Króknum með Val í leik fjögur í úrslitaeinvíginu 2022 og skoraði þá 27 stig og fimm þriggja stiga körfur. „Hann er frábær skotmaður og góður í að klára í kringum körfuna á sinn hátt. Hann er duglegur og það er annað sem við kunnum að meta hérna. Hann gerir hluti sem ekki allir taka eftir. Hann sækir sóknarfráköst, hann sækir varnafráköst og blokkar skot. Hann kemur iðulega með eitthvað jákvætt að borðinu þótt hann sé ekki endilega að hitta úr öllum skotunum sínum,“ sagði Pavel sáttur með nýja leikmanninn. Calloway spilar ekki næsta leik með Tindastól en ennþá er verið að ganga frá pappírsmálum. Subway-deild karla Tindastóll Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Sjá meira
Tindastólsliðið vantaði tilfinnanlega liðstyrk og það var pressa á þjálfaranum að finna nýjan erlendan leikmann. Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls, á hliðarlínunni.Vísir/Hulda Margrét „Það þurfti að gera eitthvað til að friða fólkið. Ég var hættur að fara út í búð,“ sagði Pavel Ermolinskij í léttum tón í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur í hádegisfréttum Bylgjunnar. Pavel fann leikmann sem hann þekkir vel en Jacob Dalton Calloway varð Íslandsmeistari með Pavel hjá Val fyrir tveimur árum. Þá var Pavel liðsfélagi Calloway en nú verður hann þjálfari hans. Búnir að vera rólegir „Við vorum að leita að leikmanni og vorum búnir að vera mjög rólegir í þessu. Þrátt fyrir aðstæðurnar sem við erum í núna, með meiðsli og slíkt, þá vorum við að hugsa til framtíðar. Vildum leikmann sem myndi nýtast okkur yfir tímabilið,“ sagði Pavel. „Það var ekkert að ganga neitt sérstaklega vel þegar Jacob setti sig í samband við mig. Ég svaraði honum um hæl, fimm mínútum seinna, að það væri klárt. Það var aldrei neinn vafi því þegar rétti maðurinn birtist þá bara veistu það. Það var ákveðin léttir og mikil gleði sem fylgdi því,“ sagði Pavel en af hverju var Calloway laus? Jacob Calloway og Pavel Ermolinskij þegar þeir léku saman hjá Val.Vísir/Bára Lét Pavel vita af sér „Hann var að spila í Kósóvó og líkaði ekki alveg nógu vel þar. Hann var að fara að losa sig undan samningi og hafði samband við mig til að láta mig vita af því. Við afgreiddum þetta bara mjög fljótt,“ sagði Pavel. Pavel segir komu hans ekki vera til þess að leysa meiðslavandræði liðsins í dag heldur er hann að horfa til tímabilsins í heild sinni. „Þegar liðið er með alla um borð þá passar hann mjög vel inn í það. Hann var þessi viðbót sem við vorum að leita að. Við erum með lið sem þarf ekkert mikið umrót. Mér líður mjög vel með það sem við höfum þegar allir eru með,“ sagði Pavel. Var í svipuðum aðstæðum hjá Val „Við vorum að leita að einhverjum sem myndi mjaka sér hægt og rólega inn og bæta einhverju við liðið. Ég hef fyrri reynslu af því með Jacob þegar hann kom inn í Val í svipuðum aðstæðum fyrir tveimur árum síðan,“ sagði Pavel. Vísir/Bára Calloway varð Íslandsmeistari með Val vorið 2022 en þá var hann með 17,5 stig að meðaltali í úrslitakeppninni. „Hann kom þá inn hratt og örugglega án þess að raska miklu til. Það var stór faktor í því sem við vorum að leita að á þessum tíma,“ sagði Pavel. Rosalega fjölhæfur strákur „Við erum ágætlega settir í bakvarðastöðunum og vorum að leita eftir smá stærð. Hann er langur þótt að hann sé ekki hefðbundinn stór leikmaður. Þetta er rosalega fjölhæfur strákur og það er hægt að púlsa honum inn í margar aðstæður sem gætu myndast hérna,“ sagði Pavel. Calloway lék síðast á Króknum með Val í leik fjögur í úrslitaeinvíginu 2022 og skoraði þá 27 stig og fimm þriggja stiga körfur. „Hann er frábær skotmaður og góður í að klára í kringum körfuna á sinn hátt. Hann er duglegur og það er annað sem við kunnum að meta hérna. Hann gerir hluti sem ekki allir taka eftir. Hann sækir sóknarfráköst, hann sækir varnafráköst og blokkar skot. Hann kemur iðulega með eitthvað jákvætt að borðinu þótt hann sé ekki endilega að hitta úr öllum skotunum sínum,“ sagði Pavel sáttur með nýja leikmanninn. Calloway spilar ekki næsta leik með Tindastól en ennþá er verið að ganga frá pappírsmálum.
Subway-deild karla Tindastóll Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Sjá meira