Palestína er prófsteinninn! Hjálmtýr Heiðdal skrifar 29. nóvember 2023 18:01 Það sem gerist í Palestínu er miklu víðtækara mál en eingöngu fjöldamorðin og kúgunin sem Ísraelsher fremur nú sem fyrr á Gaza og á Vesturbakkanum. Afstaða vestrænna ríkja upp til hópa gagnvart framferði Ísraels og stöðu Palestínu er hinn raunverulegi prófsteinn á stefnu þeirra og gildi hátíðlegra yfirlýsinga um mikilvægi alþjóðsáttmála um lýðréttindi og frelsi. Í afstöðunni til Ísrael kristallast sú staðreynd - að ráðamenn vestrænna ríkja eru tvöfaldir í roðinu - þeir samþykkja margvíslegar og víðtækar refsiaðgerðir gegn sumum ríkjum sem brjóta gegn mannréttindasáttmálum. Gegn löndum sem brjóta mannréttindi; Rússlandi, Íran, N- Kóreu ofl. er beitt efnahagsþvingunum og útilokun frá alþjóðlegu menningarsamstarfi, íþróttakeppnum og vísindasamstarfi. En Ísrael, apartheidríkið, sem stelur landi, myrðir ungabörn, heldur úti lengsta hernámi sögunnar, byggir ólöglega múra, fangelsar börn og fullorðna án dóms og laga og myrðir forystumenn Palestínumanna hvar sem þá er að finna; Ísrael sem hefur einn lengsta feril mannréttindabrota allra ríkja innan Sameinuðu þjóðanna, er í hávegum haft. Og nýtur stuðnings á sviði efnahags-, hernaðar- og stjórnmála. Og nú sem aldrei fyrr. Heimafyrir, í ýmsum Evrópulöndum, er allt öfugsnúið þegar ríkisstjórnir sem segjast fylgja mannréttindum ráðast gegn grundvallarréttindum eigin þegna. Fjöldi fólks á Vesturlöndum, í ýmsum starfsgreinum s.s. fjölmiðlum og listum, sem vogar sé að gagnrýna stefnu Ísraels, er rekið úr starfi. Gagnrýni á framferði Ísraels og á síonismann er sögð vera gyðingahatur! Hver borgar? Ríkisstjórnir margra landa senda hersetnum Palestínumönnum lífsnauðsynjar og byggja m.a. skóla og sjúkrahús. Gazabúar eru flestir á framfæri Sameinuðu þjóðanna, atvinnulausir í herkví í tæp tuttugu ár. Í sífelldum árásum Ísraelshers eru skólarnir og sjúkrahúsin eyðilögð og skrúfað fyrir eldsneyti, vatn og lyfjasendingar. Þá kemur til kasta „alþjóðasamfélagsins“, skólar og sjúkrahús endurbyggð og lífsnauðsynjar sendar til innilokaðra Palestínumanna - innilokaðir af Ísraelhers sem tekur enga ábyrgð á gerðum sínum Í stórárásinni sem hófst í október 2023 endurtekur sagan sig - Ísraelsher sprengir sjúkrahús, skóla, heimili og birgðarstöðvar í loft upp. Og Evrópulönd ofl. senda mat,vatn, lyf, eldsneyti til að bjarga nauðstöddum Gazabúum. Nú þegar er byrjað að ræða enduruppbyggingu Gaza. En það er ekki hið ósnertanlega Ísrael ber kostnað af eyðileggingunni sem her þeirra veldur - það gera skattgreiðendur í öðrum löndum. Tvöfeldnin er ótrúleg. Ísraelsher fær stuðning í formi hátæknivopna frá Vesturlöndum sem eru notuð til að eyðileggja líf og lífsafkomu Palestínumanna. Vesturlönd borga því bæði fyrir eyðilegginguna og uppbygginguna! Gjá milli orða og efnda Almenningur Evrópu og víðar sér þessa tvöfeldni sem blasir við - og kostnaðinn sem almenningur ber að sjálfsögðu. Og stjórnvöld verða ómerkingar - fólk sem segir eitt en gerir annað. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fyrrverandi utanríkismálaráðherra, var aldrei spör á orð um mikilvægi mannréttinda og fylgni við alþjóðasamninga - ekki síst fyrir smáþjóðir. Enn situr hún í ríkisstjórn sem hagar sé með sama hætti og aðrar ríkisstjórnir Vesturlanda - styður Ísrael samtímis sem Ísrael myrðir þúsundir barna og lýsir jafnframt yfir að þessu sé ekki lokið. Er mögulegt að leggjast lægra - að skapa stærri gjá milli orða og efnda? Hræsnisfullir leiðtogar Vesturlanda uppskera eins og þeir sá - þeir standa naktir í tvöfeldni sinni. Traust til stjórnmálastarfs hrynur, þátttaka í kosningum minnkar og lýðræðið stendur veikar. Palestínumálið er prófsteinn - ef Ísrael getur haldið áfram á sinni vegferð, hundsað allt sem er svo mikilvægt í samskiptum ríkja og einstaklinga - þá hefur hið s.k. alþjóðsamfélag fallið enn og aftur á prófinu. Nú er tækifæri til að stíga á stokk til að verja lýðræðið, mannréttindin og frelsið! Hvaða ríkisstjórnir vestrænna landa ætla að stöðva hryðjuverk Ísraels? Hvaða ríkisstjórnir ætla áfram að fylla flokk hinna óheiðarlegu; þeirra sem segjast aðhyllast mannréttindi og frelsi - en styðja stríðsglæpi Ísraels! Hvað ætlar ríkisstjórn Íslands að gera? Höfundur er formaður Félagsins Ísland – Palestína og höfundur bókarinnar Íslandsstræti í Jerúsalem. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Hjálmtýr Heiðdal Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Það sem gerist í Palestínu er miklu víðtækara mál en eingöngu fjöldamorðin og kúgunin sem Ísraelsher fremur nú sem fyrr á Gaza og á Vesturbakkanum. Afstaða vestrænna ríkja upp til hópa gagnvart framferði Ísraels og stöðu Palestínu er hinn raunverulegi prófsteinn á stefnu þeirra og gildi hátíðlegra yfirlýsinga um mikilvægi alþjóðsáttmála um lýðréttindi og frelsi. Í afstöðunni til Ísrael kristallast sú staðreynd - að ráðamenn vestrænna ríkja eru tvöfaldir í roðinu - þeir samþykkja margvíslegar og víðtækar refsiaðgerðir gegn sumum ríkjum sem brjóta gegn mannréttindasáttmálum. Gegn löndum sem brjóta mannréttindi; Rússlandi, Íran, N- Kóreu ofl. er beitt efnahagsþvingunum og útilokun frá alþjóðlegu menningarsamstarfi, íþróttakeppnum og vísindasamstarfi. En Ísrael, apartheidríkið, sem stelur landi, myrðir ungabörn, heldur úti lengsta hernámi sögunnar, byggir ólöglega múra, fangelsar börn og fullorðna án dóms og laga og myrðir forystumenn Palestínumanna hvar sem þá er að finna; Ísrael sem hefur einn lengsta feril mannréttindabrota allra ríkja innan Sameinuðu þjóðanna, er í hávegum haft. Og nýtur stuðnings á sviði efnahags-, hernaðar- og stjórnmála. Og nú sem aldrei fyrr. Heimafyrir, í ýmsum Evrópulöndum, er allt öfugsnúið þegar ríkisstjórnir sem segjast fylgja mannréttindum ráðast gegn grundvallarréttindum eigin þegna. Fjöldi fólks á Vesturlöndum, í ýmsum starfsgreinum s.s. fjölmiðlum og listum, sem vogar sé að gagnrýna stefnu Ísraels, er rekið úr starfi. Gagnrýni á framferði Ísraels og á síonismann er sögð vera gyðingahatur! Hver borgar? Ríkisstjórnir margra landa senda hersetnum Palestínumönnum lífsnauðsynjar og byggja m.a. skóla og sjúkrahús. Gazabúar eru flestir á framfæri Sameinuðu þjóðanna, atvinnulausir í herkví í tæp tuttugu ár. Í sífelldum árásum Ísraelshers eru skólarnir og sjúkrahúsin eyðilögð og skrúfað fyrir eldsneyti, vatn og lyfjasendingar. Þá kemur til kasta „alþjóðasamfélagsins“, skólar og sjúkrahús endurbyggð og lífsnauðsynjar sendar til innilokaðra Palestínumanna - innilokaðir af Ísraelhers sem tekur enga ábyrgð á gerðum sínum Í stórárásinni sem hófst í október 2023 endurtekur sagan sig - Ísraelsher sprengir sjúkrahús, skóla, heimili og birgðarstöðvar í loft upp. Og Evrópulönd ofl. senda mat,vatn, lyf, eldsneyti til að bjarga nauðstöddum Gazabúum. Nú þegar er byrjað að ræða enduruppbyggingu Gaza. En það er ekki hið ósnertanlega Ísrael ber kostnað af eyðileggingunni sem her þeirra veldur - það gera skattgreiðendur í öðrum löndum. Tvöfeldnin er ótrúleg. Ísraelsher fær stuðning í formi hátæknivopna frá Vesturlöndum sem eru notuð til að eyðileggja líf og lífsafkomu Palestínumanna. Vesturlönd borga því bæði fyrir eyðilegginguna og uppbygginguna! Gjá milli orða og efnda Almenningur Evrópu og víðar sér þessa tvöfeldni sem blasir við - og kostnaðinn sem almenningur ber að sjálfsögðu. Og stjórnvöld verða ómerkingar - fólk sem segir eitt en gerir annað. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fyrrverandi utanríkismálaráðherra, var aldrei spör á orð um mikilvægi mannréttinda og fylgni við alþjóðasamninga - ekki síst fyrir smáþjóðir. Enn situr hún í ríkisstjórn sem hagar sé með sama hætti og aðrar ríkisstjórnir Vesturlanda - styður Ísrael samtímis sem Ísrael myrðir þúsundir barna og lýsir jafnframt yfir að þessu sé ekki lokið. Er mögulegt að leggjast lægra - að skapa stærri gjá milli orða og efnda? Hræsnisfullir leiðtogar Vesturlanda uppskera eins og þeir sá - þeir standa naktir í tvöfeldni sinni. Traust til stjórnmálastarfs hrynur, þátttaka í kosningum minnkar og lýðræðið stendur veikar. Palestínumálið er prófsteinn - ef Ísrael getur haldið áfram á sinni vegferð, hundsað allt sem er svo mikilvægt í samskiptum ríkja og einstaklinga - þá hefur hið s.k. alþjóðsamfélag fallið enn og aftur á prófinu. Nú er tækifæri til að stíga á stokk til að verja lýðræðið, mannréttindin og frelsið! Hvaða ríkisstjórnir vestrænna landa ætla að stöðva hryðjuverk Ísraels? Hvaða ríkisstjórnir ætla áfram að fylla flokk hinna óheiðarlegu; þeirra sem segjast aðhyllast mannréttindi og frelsi - en styðja stríðsglæpi Ísraels! Hvað ætlar ríkisstjórn Íslands að gera? Höfundur er formaður Félagsins Ísland – Palestína og höfundur bókarinnar Íslandsstræti í Jerúsalem.
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar