„Ég er ráðinn til að skipuleggja liðið og hafa klárt plan“ Smári Jökull Jónsson skrifar 30. nóvember 2023 06:31 Halldór Árnason tók við stjórn Blikaliðsins af Óskari Hrafni Þorvaldssyni nú í haust en hann var áður aðstoðarþjálfari liðsins. Vísir / Hulda Margrét Blikar mæta Macabbi Tel Aviv í Sambandsdeildinni á morgun. Leikurinn hefur verið færður af Laugardalsvelli yfir á Kópavogsvöll. Flóðljósin á Kópavogsvelli standast ekki kröfur UEFA og því verður leikurinn klukkan 13:00 á gervigrasinu á Kópavogsvelli. Blikar hafa tapað öllum leikjunum í riðlinum það sem af er. Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks er ánægður að liðið fái að leika á Kópavogsvelli. Leikurinn verður sýndur á Stöð 2 Sport 5 og hefst útsending klukkan 12:50. „Það voru viss vonbrigði þegar við vissum það á sínum tíma þegar við komumst áfram að við myndum ekki fá að spila á heimavelli. Að fá þennan lokaleik fyrir vonandi sem flesta áhorfendur hér í Kópavoginum á okkar heimavelli er auðvitað mjög jákvætt. Við tökum því klárlega fagnandi,“ sagði Halldór í viðtali við Stefán Árna Pálsson í Sportpakkanum á Stöð 2. Hann sagði mikilvægt að leikmenn liðsins væru klárir í hlaup og mikla vinnu í leiknum á morgun. „Við þurfum að vera með plan sem menn kaupa og fara eftir og að allt liðið sé á sömu blaðsíðu. Við þurfum að fá alvöru vinnusemi og dugnað fyrst og fremst. Að menn séu klárir að hlaupa bæði fram og til baka jafn hratt. Svo þurfum við auðvitað að taka boltann niður og þora að spila honum líka okkar á milli. Ef þetta gengur allt saman upp þá eigum við fína möguleika.“ Blikar hafa verið hvattir til að sniðganga leikinn vegna mannúðarkrísunnar fyrir botni Miðjarðarhafs vegna átaka Ísraelhers og Hamas á Gasaströndinni. Sniðganga gæti hins vegar haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir Breiðablik líkt og fjallað var um á Vísi fyrr í dag. „Ég er ráðinn til að skipuleggja liðið og hafa eitthvað plan klárt fyrir leikinn. Það eru aðrir sem skipuleggja leikinn og ég held það sé UEFA sem skipuleggur þennan leik. Við mætum og gerum allt sem við gerum til að ná góðri frammistöðu og úrslitum.“ Allt viðtal Stefáns Árna við Halldór má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Halldór Árnason þjálfara Breiðabliks Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Í beinni: Stjarnan - Afturelding | Þreytir Caulker frumraun sína? Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Sjá meira
Flóðljósin á Kópavogsvelli standast ekki kröfur UEFA og því verður leikurinn klukkan 13:00 á gervigrasinu á Kópavogsvelli. Blikar hafa tapað öllum leikjunum í riðlinum það sem af er. Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks er ánægður að liðið fái að leika á Kópavogsvelli. Leikurinn verður sýndur á Stöð 2 Sport 5 og hefst útsending klukkan 12:50. „Það voru viss vonbrigði þegar við vissum það á sínum tíma þegar við komumst áfram að við myndum ekki fá að spila á heimavelli. Að fá þennan lokaleik fyrir vonandi sem flesta áhorfendur hér í Kópavoginum á okkar heimavelli er auðvitað mjög jákvætt. Við tökum því klárlega fagnandi,“ sagði Halldór í viðtali við Stefán Árna Pálsson í Sportpakkanum á Stöð 2. Hann sagði mikilvægt að leikmenn liðsins væru klárir í hlaup og mikla vinnu í leiknum á morgun. „Við þurfum að vera með plan sem menn kaupa og fara eftir og að allt liðið sé á sömu blaðsíðu. Við þurfum að fá alvöru vinnusemi og dugnað fyrst og fremst. Að menn séu klárir að hlaupa bæði fram og til baka jafn hratt. Svo þurfum við auðvitað að taka boltann niður og þora að spila honum líka okkar á milli. Ef þetta gengur allt saman upp þá eigum við fína möguleika.“ Blikar hafa verið hvattir til að sniðganga leikinn vegna mannúðarkrísunnar fyrir botni Miðjarðarhafs vegna átaka Ísraelhers og Hamas á Gasaströndinni. Sniðganga gæti hins vegar haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir Breiðablik líkt og fjallað var um á Vísi fyrr í dag. „Ég er ráðinn til að skipuleggja liðið og hafa eitthvað plan klárt fyrir leikinn. Það eru aðrir sem skipuleggja leikinn og ég held það sé UEFA sem skipuleggur þennan leik. Við mætum og gerum allt sem við gerum til að ná góðri frammistöðu og úrslitum.“ Allt viðtal Stefáns Árna við Halldór má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Halldór Árnason þjálfara Breiðabliks
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Í beinni: Stjarnan - Afturelding | Þreytir Caulker frumraun sína? Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Sjá meira