Bömmer að sjá ekki myrkrið fyrr en þú stígur úr því Gunnar Dan Wiium skrifar 30. nóvember 2023 12:31 Í fargufunni í kvöld vorum við leidd í gegnum orkustöðvar okkar sem mér er sagt að séu raunveruleg sem líffæri sem framleiða hormóna. Ég veit ekkert hvort það sé rétt né þekki ég nöfn þessara orkustöðva á sanskrít sem ég get skreytt mig með en ég tengi við eðli þessari hjóla og veit hver afleiðingin er þegar þau hætta að snúast og valda stíflum, ójafnvægi. Rótin sem oft er nefnd sem stöð hins sofandi snáks er jörðin, grunnurinn og öll okkar orka streymir þaðan innan frá. Snákurinn er stöðugleikinn er hann hringar sig en í upprisu framkvæmir hann töfra og kraftaverk þar að segja ef hjólin snúast. Fyrsta hjólið snýr að hvötum og löngunum og mikilvægt er að jafnvægi sé þar því annars gleymum við okkur í efnishyggju og hvötum, úlfurinn hættir að færa okkur inniskóna og breytist í harðstjóra og við missum alla stjórn sem annars manninum er ætlað að hafa. Tilfinningalífið situr í miðsvæðinu og er tengt öndun og meltingu. Þarna sitja draugarnir í hverri einustu sillu og neita að stíga fram í ljósið, þeir nærast á öllu sem þú hefur, þeir breyta gleði í sársauka og ef engin gleði er, rækta þeir sársauka allt um kring og nærast. Þarna hvílir óttinn og kvíðinn og það er ekki fyrr en að snákurinn rís að hjólið fer að snúast og gutlið skolast til og við köstum því út, skortur á súrefni breytist í rými til öndunar og myrkur breytist í ljós. Hjartastöðin er rósin með öll sín óteljandi blöð, þar hvílir samkennd sem sorg, sorg sem í raun er ekkert annað en samkennd. Þar er mennskur söknuður og krafturinn sem breytir hvötum í elsku og þörf til þjónustu og einingar. Á milli hjartans og þriðja augans, innsæis okkar hvílir röddin. Hálstjakran, hún er tjáningin okkar, geta okkar að forma í orð, koma frá okkur því sem hefur verið melt. Ef við erum virk í innsæi sem í grunninn eru tengsl við guðdómlegt eðli alls sem er, þá tölum við af samkennd hjartans og af visku, þá meiða orð okkar engan heldur göfga umhverfið allt í kring. Við tjáum okkur af hugrekki snáksins og aðrir laðast að okkur því við erum heil og sönn, við erum elskuð því við elskum. Í hvirflinum er svæði hjálmsins, geislabaugsins, þarna er uppljómun og tímaleysið, afstöðuleysið, þögnin hvílir í okkur og við hvílum í þögninni og við sjáum tilgang í tilgangsleysinu. Gleði breytist í sorg og sorg verður gleði. Í uppljómun verðum við skyggn, skilvirk og við verðum læknar. Bömmer að sjá ekki myrkrið fyrr en þú stígur úr því, en veistu hvað, bömmerinn er svo dýrmætur og svo er hann er fallegastur allra. Höfundur starfar sem búðakall, hlaðvarpsstjórnandi Þvottahússins og Hampkastsins & svo er hann umboðsmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Dan Wiium Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Í fargufunni í kvöld vorum við leidd í gegnum orkustöðvar okkar sem mér er sagt að séu raunveruleg sem líffæri sem framleiða hormóna. Ég veit ekkert hvort það sé rétt né þekki ég nöfn þessara orkustöðva á sanskrít sem ég get skreytt mig með en ég tengi við eðli þessari hjóla og veit hver afleiðingin er þegar þau hætta að snúast og valda stíflum, ójafnvægi. Rótin sem oft er nefnd sem stöð hins sofandi snáks er jörðin, grunnurinn og öll okkar orka streymir þaðan innan frá. Snákurinn er stöðugleikinn er hann hringar sig en í upprisu framkvæmir hann töfra og kraftaverk þar að segja ef hjólin snúast. Fyrsta hjólið snýr að hvötum og löngunum og mikilvægt er að jafnvægi sé þar því annars gleymum við okkur í efnishyggju og hvötum, úlfurinn hættir að færa okkur inniskóna og breytist í harðstjóra og við missum alla stjórn sem annars manninum er ætlað að hafa. Tilfinningalífið situr í miðsvæðinu og er tengt öndun og meltingu. Þarna sitja draugarnir í hverri einustu sillu og neita að stíga fram í ljósið, þeir nærast á öllu sem þú hefur, þeir breyta gleði í sársauka og ef engin gleði er, rækta þeir sársauka allt um kring og nærast. Þarna hvílir óttinn og kvíðinn og það er ekki fyrr en að snákurinn rís að hjólið fer að snúast og gutlið skolast til og við köstum því út, skortur á súrefni breytist í rými til öndunar og myrkur breytist í ljós. Hjartastöðin er rósin með öll sín óteljandi blöð, þar hvílir samkennd sem sorg, sorg sem í raun er ekkert annað en samkennd. Þar er mennskur söknuður og krafturinn sem breytir hvötum í elsku og þörf til þjónustu og einingar. Á milli hjartans og þriðja augans, innsæis okkar hvílir röddin. Hálstjakran, hún er tjáningin okkar, geta okkar að forma í orð, koma frá okkur því sem hefur verið melt. Ef við erum virk í innsæi sem í grunninn eru tengsl við guðdómlegt eðli alls sem er, þá tölum við af samkennd hjartans og af visku, þá meiða orð okkar engan heldur göfga umhverfið allt í kring. Við tjáum okkur af hugrekki snáksins og aðrir laðast að okkur því við erum heil og sönn, við erum elskuð því við elskum. Í hvirflinum er svæði hjálmsins, geislabaugsins, þarna er uppljómun og tímaleysið, afstöðuleysið, þögnin hvílir í okkur og við hvílum í þögninni og við sjáum tilgang í tilgangsleysinu. Gleði breytist í sorg og sorg verður gleði. Í uppljómun verðum við skyggn, skilvirk og við verðum læknar. Bömmer að sjá ekki myrkrið fyrr en þú stígur úr því, en veistu hvað, bömmerinn er svo dýrmætur og svo er hann er fallegastur allra. Höfundur starfar sem búðakall, hlaðvarpsstjórnandi Þvottahússins og Hampkastsins & svo er hann umboðsmaður.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun