Banna réttindabaráttu hinsegin fólks Samúel Karl Ólason skrifar 30. nóvember 2023 17:09 Frá Pétursborg árið 2013. Réttindi hinsegin fólks hafa dregist mjög saman í Rússlandi á undanförnum árum. AP Hæstiréttur Rússlands hefur samþykkt kröfu dómsmálaráðuneytisins um að skilgreina „alþjóðlegu LGBT hreyfinguna“ sem öfgasamtök. Engin slík samtök eru til en úrskurðurinn bannar í raun réttindabaráttu hinsegin fólks í Rússlandi. Óttast er að hægt yrði að nota úrskurðinn til að fangelsa fólk fyrir það að sýna regnbogafána. Úrskurðurinn er talinn veita yfirvöldum Rússlands víðar heimildir gegn óskilgreindum einstaklingum eða samtökum sem gætu verið talinn heyra undir þessa illa skilgreindu hreyfingu. Í frétt Moscow Times segir að hæstaréttardómari hafi komist að þessari niðurstöðu eftir fjögurra klukkustunda fund með starfsmönnum dómsmálaráðuneytisins í dag. Moscow Times segir engin samtök til í Rússlandi sem falli undir þessa skilgreiningu. Aðgerðasinnar reyndu að fá samtök skráð svo þeir gætu skráð sig sem varnaraðilar í málaferlunum en Hæstiréttur meinaði þeim aðkomu. Þegar ákvörðunin var tekin í dag var enginn í herberginu nema dómarinn og tveir starfsmenn ráðuneytisins. Engar upplýsingar hafa verið eða verða gefna upp um málaferlin, þar sem um lokað þinghald var að ræða. Oleg Nefedov, hæstaréttardómari, í dómsal í dag.AP/Alexander Zemlianichenko Ráðuneytið gaf út fyrr í dag að aðgerðir „LGBT hreyfingarinnar“ í Rússlandi ýtti undir sundrung í samfélaginu og því hafi verið reynt að fá hreyfinguna skilgreinda sem öfgasamtök. Réttindi hinsegin fólks hafa verið takmörkuð mjög eftir að Rússar gerðu innrás í Úkraínu í febrúar í fyrra. Bannaði „áróður“ í fyrra Vladimír Pútín, forseti Rússlands, skrifaði í desember í fyrra undir lög sem bönnuðu „LGBT áróður“, barnaníð og kynleiðréttingar, samkvæmt frétt Moscow Times. Ríkisstjórn Pútíns hefur notað ný lög sem sett voru á í kjölfar innrásarinnar og ætlað er að vernda heiður rússneska hersins gegn stökum mótmælendum, samtökum og frjálsum fjölmiðlum í Rússlandi. Pútín hefur um árabil herjað á réttindi hinsegin fólks í Rússland. Mannréttindasamtökin Amnesty International segja úrskurð Hæstaréttar vera skammarlegan og fáránlegan. Í yfirlýsingu frá samtökunum segir að hann veiti yfirvöldum í Rússlandi heimild til að banna alfarið öll samtök LGBTQ+ fólks, brjóta á réttindum þeirra og ofsækja þau. „Þetta mun hafa áhrif á fjölda fólks og afleiðingarnar munu mögulega verða ekkert annað en hræðilegar,“ sagði Marie Struthers, yfirmaður Amnesty í Austur-Evrópu og Mið-Asíu, við AP fréttaveituna. Rússland Hinsegin Vladimír Pútín Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Óttast er að hægt yrði að nota úrskurðinn til að fangelsa fólk fyrir það að sýna regnbogafána. Úrskurðurinn er talinn veita yfirvöldum Rússlands víðar heimildir gegn óskilgreindum einstaklingum eða samtökum sem gætu verið talinn heyra undir þessa illa skilgreindu hreyfingu. Í frétt Moscow Times segir að hæstaréttardómari hafi komist að þessari niðurstöðu eftir fjögurra klukkustunda fund með starfsmönnum dómsmálaráðuneytisins í dag. Moscow Times segir engin samtök til í Rússlandi sem falli undir þessa skilgreiningu. Aðgerðasinnar reyndu að fá samtök skráð svo þeir gætu skráð sig sem varnaraðilar í málaferlunum en Hæstiréttur meinaði þeim aðkomu. Þegar ákvörðunin var tekin í dag var enginn í herberginu nema dómarinn og tveir starfsmenn ráðuneytisins. Engar upplýsingar hafa verið eða verða gefna upp um málaferlin, þar sem um lokað þinghald var að ræða. Oleg Nefedov, hæstaréttardómari, í dómsal í dag.AP/Alexander Zemlianichenko Ráðuneytið gaf út fyrr í dag að aðgerðir „LGBT hreyfingarinnar“ í Rússlandi ýtti undir sundrung í samfélaginu og því hafi verið reynt að fá hreyfinguna skilgreinda sem öfgasamtök. Réttindi hinsegin fólks hafa verið takmörkuð mjög eftir að Rússar gerðu innrás í Úkraínu í febrúar í fyrra. Bannaði „áróður“ í fyrra Vladimír Pútín, forseti Rússlands, skrifaði í desember í fyrra undir lög sem bönnuðu „LGBT áróður“, barnaníð og kynleiðréttingar, samkvæmt frétt Moscow Times. Ríkisstjórn Pútíns hefur notað ný lög sem sett voru á í kjölfar innrásarinnar og ætlað er að vernda heiður rússneska hersins gegn stökum mótmælendum, samtökum og frjálsum fjölmiðlum í Rússlandi. Pútín hefur um árabil herjað á réttindi hinsegin fólks í Rússland. Mannréttindasamtökin Amnesty International segja úrskurð Hæstaréttar vera skammarlegan og fáránlegan. Í yfirlýsingu frá samtökunum segir að hann veiti yfirvöldum í Rússlandi heimild til að banna alfarið öll samtök LGBTQ+ fólks, brjóta á réttindum þeirra og ofsækja þau. „Þetta mun hafa áhrif á fjölda fólks og afleiðingarnar munu mögulega verða ekkert annað en hræðilegar,“ sagði Marie Struthers, yfirmaður Amnesty í Austur-Evrópu og Mið-Asíu, við AP fréttaveituna.
Rússland Hinsegin Vladimír Pútín Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira