„Flugvélin er farin og Edda er enn á Hólmsheiði“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. desember 2023 08:45 Leiðin að Hólmsheiði var teppt í nótt. „Við erum farin. Flugvélin er farin og Edda er enn á Hólmsheiði,“ segir Ragnheiður Arnardóttir, systir Eddu Bjarkar Arnardóttur. Um sautján bílar lokuðu aðkomunni að fangelsinu í nótt. Ragnheiður segir að hópnum hafi því tekist markmið sitt, að koma í veg fyrir að Edda yrði flutt úr landi áður en að úrskurður Landsréttar um gæsluvarðhald liggur fyrir. Til stóð að afhenda Eddu norskum yfirvöldum í nótt. Edda sætir nú gæsluvarðhaldi í fangelsinu á Hólmsheiði. Hún var handtekin í vikunni á grundvelli norrænnar handtökuskipunar vegna forræðisdeilna við eiginmann sinn fyrrverandi. Sá er íslenskur og býr í Noregi og fer einn með forsjá þriggja sona þeirra. „Þau hættu við að flytja hana af því að við mættum. Þau sögðu henni það í nótt, að þau vissu ekki hvernig þau ættu að snúa sér í þessu,“ segir Ragnheiður, systir hennar í samtali við Vísi. Hún segist hafa rætt við systur sína í síma í morgun og mun fá að hitta systur sína síðar í dag. Edda hafi eðli málsins samkvæmt verið fegin. „Hún er líka ánægð með það hvernig fólk tók saman höndum, af því að oft hefur okkur þótt brotið á okkur en þetta hefur okkur blöskrað mest, þetta sem ætlunin var að gera í nótt. Hún verður framseld, en við viljum líka fara fram á það að meðalhófs sé gætt og að hún fái að vera hér með ökklaband í stofufangelsi eða hvað sem það er eins og venjulegt fólk sem er ekki hættulegt samfélaginu.“ Lögreglumál Fangelsismál Dómsmál Mál Eddu Bjarkar Tengdar fréttir Til stendur að flytja Eddu Björk til Noregs í nótt Til stendur að afhenda Eddu Björk Arnardóttur norskum yfirvöldum í nótt. Hún var úrskurðuð í gæsluvarðhald í fyrradag en Landsréttur hefur ekki enn staðfest úrskurð héraðsdóms þess efnis. 30. nóvember 2023 23:32 Ætla að koma í veg fyrir flutning Eddu með öllum tiltækum ráðum Vinir og vandamenn Eddu Bjarkar Arnardóttur, sem til stendur að flytja til Noregs í nótt, hafa fjölmennt við fangelsið á Hólmsheiði til þess að vekja athygli á máli hennar. Systir hennar segir þau munu gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að koma í veg fyrir að Edda Björk verði flutt úr fangelsinu. 1. desember 2023 02:04 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Sjá meira
Ragnheiður segir að hópnum hafi því tekist markmið sitt, að koma í veg fyrir að Edda yrði flutt úr landi áður en að úrskurður Landsréttar um gæsluvarðhald liggur fyrir. Til stóð að afhenda Eddu norskum yfirvöldum í nótt. Edda sætir nú gæsluvarðhaldi í fangelsinu á Hólmsheiði. Hún var handtekin í vikunni á grundvelli norrænnar handtökuskipunar vegna forræðisdeilna við eiginmann sinn fyrrverandi. Sá er íslenskur og býr í Noregi og fer einn með forsjá þriggja sona þeirra. „Þau hættu við að flytja hana af því að við mættum. Þau sögðu henni það í nótt, að þau vissu ekki hvernig þau ættu að snúa sér í þessu,“ segir Ragnheiður, systir hennar í samtali við Vísi. Hún segist hafa rætt við systur sína í síma í morgun og mun fá að hitta systur sína síðar í dag. Edda hafi eðli málsins samkvæmt verið fegin. „Hún er líka ánægð með það hvernig fólk tók saman höndum, af því að oft hefur okkur þótt brotið á okkur en þetta hefur okkur blöskrað mest, þetta sem ætlunin var að gera í nótt. Hún verður framseld, en við viljum líka fara fram á það að meðalhófs sé gætt og að hún fái að vera hér með ökklaband í stofufangelsi eða hvað sem það er eins og venjulegt fólk sem er ekki hættulegt samfélaginu.“
Lögreglumál Fangelsismál Dómsmál Mál Eddu Bjarkar Tengdar fréttir Til stendur að flytja Eddu Björk til Noregs í nótt Til stendur að afhenda Eddu Björk Arnardóttur norskum yfirvöldum í nótt. Hún var úrskurðuð í gæsluvarðhald í fyrradag en Landsréttur hefur ekki enn staðfest úrskurð héraðsdóms þess efnis. 30. nóvember 2023 23:32 Ætla að koma í veg fyrir flutning Eddu með öllum tiltækum ráðum Vinir og vandamenn Eddu Bjarkar Arnardóttur, sem til stendur að flytja til Noregs í nótt, hafa fjölmennt við fangelsið á Hólmsheiði til þess að vekja athygli á máli hennar. Systir hennar segir þau munu gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að koma í veg fyrir að Edda Björk verði flutt úr fangelsinu. 1. desember 2023 02:04 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Sjá meira
Til stendur að flytja Eddu Björk til Noregs í nótt Til stendur að afhenda Eddu Björk Arnardóttur norskum yfirvöldum í nótt. Hún var úrskurðuð í gæsluvarðhald í fyrradag en Landsréttur hefur ekki enn staðfest úrskurð héraðsdóms þess efnis. 30. nóvember 2023 23:32
Ætla að koma í veg fyrir flutning Eddu með öllum tiltækum ráðum Vinir og vandamenn Eddu Bjarkar Arnardóttur, sem til stendur að flytja til Noregs í nótt, hafa fjölmennt við fangelsið á Hólmsheiði til þess að vekja athygli á máli hennar. Systir hennar segir þau munu gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að koma í veg fyrir að Edda Björk verði flutt úr fangelsinu. 1. desember 2023 02:04