„Höldum áfram í dag að berjast fyrir hennar málstað og barnanna“ Lovísa Arnardóttir og Bjarki Sigurðsson skrifa 1. desember 2023 11:25 Ragnheiður segir að íslensk stjórnvöld verði að bregðast við. Vísir/Ívar Fannar Ragnheiður Arnardóttir, systir Eddu Bjarkar Arnardóttur, segir Eddu finna fyrir miklum meðbyr. Allt að tuttugu bílar stilltu sér upp við fangelsið að Hólmsheiði í nótt til að mótmæla brottför hennar til Noregs áður en úrskurður Landsréttar hvað varðar gæsluvarðhald hennar liggur fyrir. Landsréttur hefur enn ekki skilað úrskurði sínum . Lögmaður hennar kærði niðurstöðu héraðsdóms um gæsluvarðhald hennar til Landsréttar fyrr í vikunni. „Síðustu fóru klukkan hálfátta þegar við sáum að það var búið að loka hliðinu að fluginu til Osló. Bara til að vera alveg viss,“ segir húm og að hugur hafi verið í fólki. „Við trúum á málstaðinn og erum tilbúin til að ganga ansi langt til að styðja hana, og börnin, að það verði hlustað á þau og þau fái að velja. Og að Barnasáttmálinn sé virtur,“ segir Ragnheiður. „Hún hefur það ágætt miðað við aðstæður. Hún finnur fyrir miklum meðbyr og er dálítið brött núna sem hún hefur ekki verið,“ segir Ragnheiður en hún hitti Eddu inni í fangelsinu á Hólmsheiði fyrir stuttu. Hún segir ákvörðunina um að fljúga með hana í nótt hafa verið mikið sjokk. Henni hafi verið tilkynnt í gærkvöldi af starfsfólki fangelsisins að fljúga ætti með hana til Noregs og að hún fengi ekki að tala við neinn áður. Edda hafi strax mótmælt því og krafist þess að fá að tala við lögmann sinn. „Við höldum áfram í dag að berjast fyrir hennar málstað og barnanna. Við ætlum að berjast fyrir því að hún fái venjulega meðferð eins og fólk í hennar stöðu,“ segir Ragnheiður og að það sé í boði að setja á hana til dæmis ökklaband eða hafa hana áfram í farbanni. „Það er alger óþarfi að manneskja eins og hún, sem ekki hefur framkvæmt ofbeldisverk eða neitt slíkt, að hún þurfi að vera í gæsluvarðhaldi í sex vikur eða lengi,“ segir Ragnheiður en óvíst er hvenær þingfesting, fyrirtaka og aðalmeðferð fer fram í máli Eddu Bjarkar. Hafi aldrei ætlað að flýja Ragnheiður segir það aldrei hafa komið til greina hjá Eddu að flýja. Hún hafi alltaf ætlað að mæta. Hennar tilgangur sé að halda fjölskyldunni saman og það sé ólíklegt miðað við það að hún flýi úr landi. „Hún vill vinna að því að börnin hennar fái að vera hér áfram og hún líka.“ Ragnheiður segir syni hennar þrjá, sem málið snýst um, í öruggum höndum. Dætur hennar tvær sé hjá stjúppabba sínum og að eldri synir hennar, sem séu á fullorðinsaldri, séu heima hjá sér. „Þetta er rosalegt áfall. Að foreldrar barna séu settir í fangelsi er rosalegt áfall,“ segir Ragnheiður um líðan barnanna. Hún segir áríðandi að íslensk stjórnvöld bregðist við í þessu máli. Fjölskyldumál Lögreglumál Noregur Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Sjá meira
Landsréttur hefur enn ekki skilað úrskurði sínum . Lögmaður hennar kærði niðurstöðu héraðsdóms um gæsluvarðhald hennar til Landsréttar fyrr í vikunni. „Síðustu fóru klukkan hálfátta þegar við sáum að það var búið að loka hliðinu að fluginu til Osló. Bara til að vera alveg viss,“ segir húm og að hugur hafi verið í fólki. „Við trúum á málstaðinn og erum tilbúin til að ganga ansi langt til að styðja hana, og börnin, að það verði hlustað á þau og þau fái að velja. Og að Barnasáttmálinn sé virtur,“ segir Ragnheiður. „Hún hefur það ágætt miðað við aðstæður. Hún finnur fyrir miklum meðbyr og er dálítið brött núna sem hún hefur ekki verið,“ segir Ragnheiður en hún hitti Eddu inni í fangelsinu á Hólmsheiði fyrir stuttu. Hún segir ákvörðunina um að fljúga með hana í nótt hafa verið mikið sjokk. Henni hafi verið tilkynnt í gærkvöldi af starfsfólki fangelsisins að fljúga ætti með hana til Noregs og að hún fengi ekki að tala við neinn áður. Edda hafi strax mótmælt því og krafist þess að fá að tala við lögmann sinn. „Við höldum áfram í dag að berjast fyrir hennar málstað og barnanna. Við ætlum að berjast fyrir því að hún fái venjulega meðferð eins og fólk í hennar stöðu,“ segir Ragnheiður og að það sé í boði að setja á hana til dæmis ökklaband eða hafa hana áfram í farbanni. „Það er alger óþarfi að manneskja eins og hún, sem ekki hefur framkvæmt ofbeldisverk eða neitt slíkt, að hún þurfi að vera í gæsluvarðhaldi í sex vikur eða lengi,“ segir Ragnheiður en óvíst er hvenær þingfesting, fyrirtaka og aðalmeðferð fer fram í máli Eddu Bjarkar. Hafi aldrei ætlað að flýja Ragnheiður segir það aldrei hafa komið til greina hjá Eddu að flýja. Hún hafi alltaf ætlað að mæta. Hennar tilgangur sé að halda fjölskyldunni saman og það sé ólíklegt miðað við það að hún flýi úr landi. „Hún vill vinna að því að börnin hennar fái að vera hér áfram og hún líka.“ Ragnheiður segir syni hennar þrjá, sem málið snýst um, í öruggum höndum. Dætur hennar tvær sé hjá stjúppabba sínum og að eldri synir hennar, sem séu á fullorðinsaldri, séu heima hjá sér. „Þetta er rosalegt áfall. Að foreldrar barna séu settir í fangelsi er rosalegt áfall,“ segir Ragnheiður um líðan barnanna. Hún segir áríðandi að íslensk stjórnvöld bregðist við í þessu máli.
Fjölskyldumál Lögreglumál Noregur Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Sjá meira