Hnefarétturinn Sigurður Örn Hilmarsson skrifar 1. desember 2023 12:01 Í morgun voru sagðar fréttir af því að hópur fólks hefði safnast saman við fangelsið á Hólmsheiði og ætlaði að sögn að koma í veg fyrir flutning konu til Noregs „með öllum tiltækum ráðum.“ Þetta tengist forsjárdeilu tveggja einstaklinga sem hefur verið mikið í fréttum undanfarna mánuði. Þessi grein er ekki um deiluna sjálfa enda þekki ég ekki málavexti og ætla ekki að kveða upp neina dóma hvað málið varðar. Þess þarf heldur ekki. Nokkur fjöldi dóma hafa þegar verið kveðnir upp. Ekki af dómstóli götunnar, heldur áfrýjunardómstólum í Noregi og Íslandi. Þó einhverjum kunni að mislíka niðurstaða dómstólanna um að faðir barnanna skuli fara með forsjá þeirra, þýðir það ekki að borgararnir eigi að taka lögin í sínar hendur. Við sem samfélag höfum sett okkur sáttmála. Stjórnarskráin geymir grundvallarreglur okkar, lýðræðislega kjörið Alþingi setur lögin, dómstólar leysa úr ágreiningi um réttindi og skyldur borgaranna og framkvæmdarvaldinu er svo falið að framfylgja niðurstöðum þeirra. Ríkisvaldið hefur einkarétt á valdbeitingu á grundvelli laga og dóma. Á þetta er minnt ekki eingöngu í dómum Hæstaréttar Íslands heldur líka í húsnæði réttarins. Margsinnis hef ég litið glerlistaverk Leifs Breiðfjörð í aðaldómsal Hæstaréttar. Verkið er holl áminning til allra sem í þingsalinn koma, jafnt dómara, málflytjenda og málsaðila. Þar gefur að finna tilvitnanir úr Jónsbók um skyldur dómara og eið málflytjenda, sem og þessi orð Njáls Þorgeirssonar: „Eigi er það sættar rof, að hver hafi lög við annan, því að með lögum skal land vort byggja en með ólögum eyða.” Telji einhver brotið á réttindum sínum er ávallt hægt að leita laganna leiða, en hnefarétturinn getur ekki ráðið för. Við útkljáum deilur okkur fyrir dómstólum, en ekki á vegslóða við Hólmsheiði. Höfundur er formaður Lögmannafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dómsmál Fjölskyldumál Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Nú þarf Versló að bregðast við Pétur Orri Pétursson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Í morgun voru sagðar fréttir af því að hópur fólks hefði safnast saman við fangelsið á Hólmsheiði og ætlaði að sögn að koma í veg fyrir flutning konu til Noregs „með öllum tiltækum ráðum.“ Þetta tengist forsjárdeilu tveggja einstaklinga sem hefur verið mikið í fréttum undanfarna mánuði. Þessi grein er ekki um deiluna sjálfa enda þekki ég ekki málavexti og ætla ekki að kveða upp neina dóma hvað málið varðar. Þess þarf heldur ekki. Nokkur fjöldi dóma hafa þegar verið kveðnir upp. Ekki af dómstóli götunnar, heldur áfrýjunardómstólum í Noregi og Íslandi. Þó einhverjum kunni að mislíka niðurstaða dómstólanna um að faðir barnanna skuli fara með forsjá þeirra, þýðir það ekki að borgararnir eigi að taka lögin í sínar hendur. Við sem samfélag höfum sett okkur sáttmála. Stjórnarskráin geymir grundvallarreglur okkar, lýðræðislega kjörið Alþingi setur lögin, dómstólar leysa úr ágreiningi um réttindi og skyldur borgaranna og framkvæmdarvaldinu er svo falið að framfylgja niðurstöðum þeirra. Ríkisvaldið hefur einkarétt á valdbeitingu á grundvelli laga og dóma. Á þetta er minnt ekki eingöngu í dómum Hæstaréttar Íslands heldur líka í húsnæði réttarins. Margsinnis hef ég litið glerlistaverk Leifs Breiðfjörð í aðaldómsal Hæstaréttar. Verkið er holl áminning til allra sem í þingsalinn koma, jafnt dómara, málflytjenda og málsaðila. Þar gefur að finna tilvitnanir úr Jónsbók um skyldur dómara og eið málflytjenda, sem og þessi orð Njáls Þorgeirssonar: „Eigi er það sættar rof, að hver hafi lög við annan, því að með lögum skal land vort byggja en með ólögum eyða.” Telji einhver brotið á réttindum sínum er ávallt hægt að leita laganna leiða, en hnefarétturinn getur ekki ráðið för. Við útkljáum deilur okkur fyrir dómstólum, en ekki á vegslóða við Hólmsheiði. Höfundur er formaður Lögmannafélags Íslands.
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar