Alþjóðasamtök ljúga að Palestínumönnum Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar 1. desember 2023 13:01 Undanfarnar sjö vikur hafa fjölmiðlar haldið úti stöðugum fréttaflutningi um stríðsástandið fyrir botni Miðjarðarhafs. Margir velta réttilega fyrir sér hvers vegna engin langtímalausn hafi fundist á þessari leiðu deilu og sitt sýnist hverjum um hver beri höfuðsökina. Í þessum pistli mun ég færa rök fyrir því að sú sekt skrifist á alþjóðastofnanir, sérstaklega undirstofnanir Sameinuðu þjóðanna, ekki síst UNRWA. Staðreyndin er sú að þessi samtök hafa áratugum saman matað Palestínumenn af lygum. Þessar lygar eru til þess fallnar að viðhalda deilu Palestínumanna og Ísraela um ókomna tíð. Það er sérstakt áhyggjuefni að margar af eftirfarandi lygum eru nánast orðnar að heilögum kennisetningum í hugum fulltrúa Palestínumanna: 1) Að skiptingartillagan sem var dregin upp af Sameinuðu þjóðunum árið 1947 hafi falið í sér löggild landamæri. 2) Að vopnahléslínur frá 1949 milli Ísraels, Egyptalands og Jórdaníu væru löggild landamæri. 3) Að Ísrael bæri lagaleg skylda til að bjóða alla afkomendur palestínskra flóttamanna velkomna sem ríkisborgara. Allar þessar margtuggnu staðhæfingar eru rangar. En að hvaða leyti? 1) Skiptingartillaga Sameinuðu þjóðanna var einungis ráðgefandi og auk þess var henni hafnað af fulltrúum Palestínumanna. 2) Vopnahléslínurnar milli Ísraels, Egyptalands og Jórdaníu voru aldrei löggild landamæri. Vopnahléssamningarnir kváðu á um að þessar línur gætu einungis haft tímabundið gildi (Sjá grein V.2 hér og grein VI.9 hér). 3) Ísrael ber engin skylda til að veita milljónum afkomenda Palestínumanna sem hafa fæðst á erlendri grundu ríkisborgararétt (sjá bls. 191 í þessari bók). Að lokum má nefna að þær ályktanir Sameinuðu þjóðanna sem eru sagðar renna stoðum undir ríki Palestínumanna fela eingöngu í sér pólitískar yfirlýsingar, ekki gild alþjóðalög (Sjá grein 3 hér). Í ljósi alls þessa er í hæsta máta fyrirlitlegt af UNRWA, Amnesty og öðrum alþjóðlegum hjálparsamtökum að gefa Palestínumönnum falskar vonir um sjálfstætt ríki og draga upp ranga mynd af alþjóðalögum. Alþjóðalög eru skýr. Þau „viðurkenna ekki almennan rétt hópa fólks til að einhliða lýsa yfir aðskilnaði frá ríki“ (Sjá grein 6 hér). Afstaða UNRWA, Amnesty og annarra slíkra samtaka gagnvart öðrum þjóðabrotum er einnig eftirtektarverð í þessu samhengi. Ekki ljúga þessi samtök að Böskum á Spáni að þeir geti eignast þjóðríki. Ekki ljúga þau heldur að Tamílum á Srí Lanka. Eða Tíbetum og Úígúrum í Kína. Eða Berbum, Koptum, Kúrdum og Rohingjum. En hvers vegna ljúga þau þá að Palestínumönnum að þeir eigi sjálfgefinn rétt til þjóðríkis? Þar sem Spánn, Srí Lanka, Kína og önnur ríki liggja ekki undir sama þrýstingi að veita minnihlutaþjóðum sjálfstæði er eina rökrétta ályktunin að það sé eitthvað sérstakt við Ísrael sem skýrir þennan afstöðumun. Það skyldi þó ekki vera vegna þess að meirihluti íbúa Ísraels eru Gyðingar? Hvernig sem því líður, hafa ofangreind alþjóðasamtök beitt öllum brögðum til að knésetja Ísrael, jafnvel með því að fara rangt með alþjóðalög. Ítrekaðar ásakanir þessara samtaka á hendur Ísraels um að brjóta alþjóðalög koma því úr hörðustu átt. Myndu Palestínumenn leggja niður vopn sín ef UNRWA og félagar létu af þessari orðræðu? Það er ólíklegt, en án skýjaborganna um sjálfstætt ríki myndu vafalaust færri Palestínumenn finna sig knúna til að stunda hryðjuverkahernað gegn Ísraelsríki. Þeir myndu í staðinn leita leiða sem fælu í sér málamiðlanir og gerðu ekki kröfu um að Ísrael myndi bókstaflega láta af hendi allt sitt landsvæði „frá ánni að sjónum“. Þessum pistli fylgir því áskorun til alþjóðastofnanna – UNRWA, Amnesty og annarra – um að hætta að ljúga að Palestínumönnum. Höfundur er stjórnarmeðlimur MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Finnur Thorlacius Eiríksson Mest lesið Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Halldór 03.1.2026 Halldór Ekki er allt gull sem glóir Göran Dahlgren,Lisa Pelling Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Undanfarnar sjö vikur hafa fjölmiðlar haldið úti stöðugum fréttaflutningi um stríðsástandið fyrir botni Miðjarðarhafs. Margir velta réttilega fyrir sér hvers vegna engin langtímalausn hafi fundist á þessari leiðu deilu og sitt sýnist hverjum um hver beri höfuðsökina. Í þessum pistli mun ég færa rök fyrir því að sú sekt skrifist á alþjóðastofnanir, sérstaklega undirstofnanir Sameinuðu þjóðanna, ekki síst UNRWA. Staðreyndin er sú að þessi samtök hafa áratugum saman matað Palestínumenn af lygum. Þessar lygar eru til þess fallnar að viðhalda deilu Palestínumanna og Ísraela um ókomna tíð. Það er sérstakt áhyggjuefni að margar af eftirfarandi lygum eru nánast orðnar að heilögum kennisetningum í hugum fulltrúa Palestínumanna: 1) Að skiptingartillagan sem var dregin upp af Sameinuðu þjóðunum árið 1947 hafi falið í sér löggild landamæri. 2) Að vopnahléslínur frá 1949 milli Ísraels, Egyptalands og Jórdaníu væru löggild landamæri. 3) Að Ísrael bæri lagaleg skylda til að bjóða alla afkomendur palestínskra flóttamanna velkomna sem ríkisborgara. Allar þessar margtuggnu staðhæfingar eru rangar. En að hvaða leyti? 1) Skiptingartillaga Sameinuðu þjóðanna var einungis ráðgefandi og auk þess var henni hafnað af fulltrúum Palestínumanna. 2) Vopnahléslínurnar milli Ísraels, Egyptalands og Jórdaníu voru aldrei löggild landamæri. Vopnahléssamningarnir kváðu á um að þessar línur gætu einungis haft tímabundið gildi (Sjá grein V.2 hér og grein VI.9 hér). 3) Ísrael ber engin skylda til að veita milljónum afkomenda Palestínumanna sem hafa fæðst á erlendri grundu ríkisborgararétt (sjá bls. 191 í þessari bók). Að lokum má nefna að þær ályktanir Sameinuðu þjóðanna sem eru sagðar renna stoðum undir ríki Palestínumanna fela eingöngu í sér pólitískar yfirlýsingar, ekki gild alþjóðalög (Sjá grein 3 hér). Í ljósi alls þessa er í hæsta máta fyrirlitlegt af UNRWA, Amnesty og öðrum alþjóðlegum hjálparsamtökum að gefa Palestínumönnum falskar vonir um sjálfstætt ríki og draga upp ranga mynd af alþjóðalögum. Alþjóðalög eru skýr. Þau „viðurkenna ekki almennan rétt hópa fólks til að einhliða lýsa yfir aðskilnaði frá ríki“ (Sjá grein 6 hér). Afstaða UNRWA, Amnesty og annarra slíkra samtaka gagnvart öðrum þjóðabrotum er einnig eftirtektarverð í þessu samhengi. Ekki ljúga þessi samtök að Böskum á Spáni að þeir geti eignast þjóðríki. Ekki ljúga þau heldur að Tamílum á Srí Lanka. Eða Tíbetum og Úígúrum í Kína. Eða Berbum, Koptum, Kúrdum og Rohingjum. En hvers vegna ljúga þau þá að Palestínumönnum að þeir eigi sjálfgefinn rétt til þjóðríkis? Þar sem Spánn, Srí Lanka, Kína og önnur ríki liggja ekki undir sama þrýstingi að veita minnihlutaþjóðum sjálfstæði er eina rökrétta ályktunin að það sé eitthvað sérstakt við Ísrael sem skýrir þennan afstöðumun. Það skyldi þó ekki vera vegna þess að meirihluti íbúa Ísraels eru Gyðingar? Hvernig sem því líður, hafa ofangreind alþjóðasamtök beitt öllum brögðum til að knésetja Ísrael, jafnvel með því að fara rangt með alþjóðalög. Ítrekaðar ásakanir þessara samtaka á hendur Ísraels um að brjóta alþjóðalög koma því úr hörðustu átt. Myndu Palestínumenn leggja niður vopn sín ef UNRWA og félagar létu af þessari orðræðu? Það er ólíklegt, en án skýjaborganna um sjálfstætt ríki myndu vafalaust færri Palestínumenn finna sig knúna til að stunda hryðjuverkahernað gegn Ísraelsríki. Þeir myndu í staðinn leita leiða sem fælu í sér málamiðlanir og gerðu ekki kröfu um að Ísrael myndi bókstaflega láta af hendi allt sitt landsvæði „frá ánni að sjónum“. Þessum pistli fylgir því áskorun til alþjóðastofnanna – UNRWA, Amnesty og annarra – um að hætta að ljúga að Palestínumönnum. Höfundur er stjórnarmeðlimur MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun