Orkugjöf í nýsköpun – mikilvægi Vísindasjóðs Orkuveitu Reykjavíkur Hera Grímsdóttir skrifar 2. desember 2023 12:31 Í heimi þar sem loftslagsváin vofir yfir þurfum við að hugsa upp nýjar leiðir til sjálfbærni í orkumálum. Við hjá Orkuveitu Reykjavíkur erum viss um að besti orkugjafinn í þeirri leit er nýsköpun, auðlind sem er jafn mikilvæg og orkan sem við framleiðum. Það er ástæðan fyrir því að OR styður við nýsköpun með því að fjárfesta í rannsóknarverkefnum í gegnum Vísindasjóð OR, sem gengur undir nafninu VOR. Úthlutað var úr sjóðnum á dögunum og hlutu 30 rannsóknarverkefni styrki fyrir um 100 milljónir króna. Nýjar hugmyndir nauðsynlegar Markmið sjóðsins eru að styrkja rannsóknir og verkefni sem tengjast starfssviði fyrirtækisins með áherslu á þau heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, sem eru í forgangi hverju sinni í samræmi við stefnu fyrirtækisins. Við sem vinnum hjá Orkuveitunni störfum í grein sem einkennist af framförum í tækni og áskorunum tengdum umhverfismálum. Því er okkur nauðsynlegt að nýjar hugmyndir og ólík sjónarhorn fái að blómstra, VOR er okkar leið til þess að styðja við það og á sama tíma, leið til að fjárfesta í framtíðinni. Með því að styðja við vísindafólk, nýtum við okkur uppsprettu nýsköpunar sem getur leitt til framfara í orkuframleiðslu, dreifingu og jafnvel neyslu orkunnar. Áhrif á samfélagið Fjárfesting í rannsóknum er ekki aðeins gagnleg fyrir Orkuveituna, hún hefur víðtæk áhrif á bæði samfélag og efnahag. Framfarir í orkuframleiðslu geta leitt til skilvirkari nýtingar auðlinda, minni umhverfisáhrifa og sköpun nýrra atvinnutækifæra. Með því að fjármagna rannsóknarverkefni, erum við því ekki bara að móta framtíð orkunnar heldur einnig að leggja til framþróunar og velferðar samfélagsins alls. Stuðningur til skapandi frumkvöðla Styrkir eru einnig mikilvægir fyrir vísinda- og rannsóknafólkið sjálft og í mörgum tilvikum forsenda þess að hugmyndir þeirra geti orðið að veruleika. Með VOR-inu getum við veitt þessum skapandi frumkvöðlum það fjármagn og þann stuðning sem þeir þurfa til að blómstra og breyta orkuheiminum til betri vegar. Fjárfesting til framtíðar Við hjá Orkuveitunni trúum því að með því að hlúa að rannsóknum og vísindastarfi náum við árangri. Við viljum ekki einungis vera orkufyrirtæki, við viljum stuðla að nýsköpun og vera hvati til framfara. Með því að styðja við vísindin erum við ekki aðeins að fjárfesta í framtíð fyrirtækisins heldur einnig í framtíð samfélagsins. Höfundur er framkvæmdastýra Rannsókna og nýsköpunar hjá Orkuveitunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Í heimi þar sem loftslagsváin vofir yfir þurfum við að hugsa upp nýjar leiðir til sjálfbærni í orkumálum. Við hjá Orkuveitu Reykjavíkur erum viss um að besti orkugjafinn í þeirri leit er nýsköpun, auðlind sem er jafn mikilvæg og orkan sem við framleiðum. Það er ástæðan fyrir því að OR styður við nýsköpun með því að fjárfesta í rannsóknarverkefnum í gegnum Vísindasjóð OR, sem gengur undir nafninu VOR. Úthlutað var úr sjóðnum á dögunum og hlutu 30 rannsóknarverkefni styrki fyrir um 100 milljónir króna. Nýjar hugmyndir nauðsynlegar Markmið sjóðsins eru að styrkja rannsóknir og verkefni sem tengjast starfssviði fyrirtækisins með áherslu á þau heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, sem eru í forgangi hverju sinni í samræmi við stefnu fyrirtækisins. Við sem vinnum hjá Orkuveitunni störfum í grein sem einkennist af framförum í tækni og áskorunum tengdum umhverfismálum. Því er okkur nauðsynlegt að nýjar hugmyndir og ólík sjónarhorn fái að blómstra, VOR er okkar leið til þess að styðja við það og á sama tíma, leið til að fjárfesta í framtíðinni. Með því að styðja við vísindafólk, nýtum við okkur uppsprettu nýsköpunar sem getur leitt til framfara í orkuframleiðslu, dreifingu og jafnvel neyslu orkunnar. Áhrif á samfélagið Fjárfesting í rannsóknum er ekki aðeins gagnleg fyrir Orkuveituna, hún hefur víðtæk áhrif á bæði samfélag og efnahag. Framfarir í orkuframleiðslu geta leitt til skilvirkari nýtingar auðlinda, minni umhverfisáhrifa og sköpun nýrra atvinnutækifæra. Með því að fjármagna rannsóknarverkefni, erum við því ekki bara að móta framtíð orkunnar heldur einnig að leggja til framþróunar og velferðar samfélagsins alls. Stuðningur til skapandi frumkvöðla Styrkir eru einnig mikilvægir fyrir vísinda- og rannsóknafólkið sjálft og í mörgum tilvikum forsenda þess að hugmyndir þeirra geti orðið að veruleika. Með VOR-inu getum við veitt þessum skapandi frumkvöðlum það fjármagn og þann stuðning sem þeir þurfa til að blómstra og breyta orkuheiminum til betri vegar. Fjárfesting til framtíðar Við hjá Orkuveitunni trúum því að með því að hlúa að rannsóknum og vísindastarfi náum við árangri. Við viljum ekki einungis vera orkufyrirtæki, við viljum stuðla að nýsköpun og vera hvati til framfara. Með því að styðja við vísindin erum við ekki aðeins að fjárfesta í framtíð fyrirtækisins heldur einnig í framtíð samfélagsins. Höfundur er framkvæmdastýra Rannsókna og nýsköpunar hjá Orkuveitunni.
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun