„Ég vissi ekki að þær hefðu verið að tala um bakkgírinn!" Siggeir Ævarsson skrifar 2. desember 2023 20:53 Bjarni brúnaþungur gegn Grindvíkingum síðasta vetur. Það var töluvert léttara yfir honum í dag Vísir/Hulda Margrét Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, var að vonum ánægður með sigurinn á Val í Subway-deild kvenna í kvöld, í leik sem varð æsispennandi eftir frábæru endurkomu Vals í þriðja leikhluta en lokatölur leiksins urðu 71-68. „Þær gerðu vel. Koma ákafar inn í þriðja leikhlutann og við vorum svolítið flatar. Við töluðum um það í hálfleik að þó við værum að ná 9-10 stiga forskoti en hleypa þeim svo aftur inn í leikinn þá fannst stelpunum að þær ættu einn gír í viðbót til að klára svoleiðis forskot aðeins betur. Ég vissi ekki að þær hefðu verið að tala um bakkgírinn!" „En við komum alltaf flatar þar út og Valur gerði vel þá. Svo náðum aðeins betra jafnvægi og náðum að „grænda“ þetta í gegn sem er bara frábært.“ Haukar skoruðu aðeins þrjú stig fyrstu sjö mínúturnar í þriðja leikhluta, en sýndu svo úr hverju þær eru gerðar síðustu 13 mínútur leiksins. „Eins og ég segi, þetta var rosalega hægt og við vorum að taka alltaf fyrsta möguleika sóknarlega sem voru ekki einu sinni alltaf góðir og að þröngva hlutum alltof mikið. Það var engin hreyfing á boltanum. Svo tókum við leikhlé og náðum að endurstilla okkur aðeins og þá fórum við að framkvæmda hlutina aðeins betur og það var nóg.“ Það er ekki algengt að leikmenn skipti um lið á Íslandi á miðju tímabili en Haukar fengu einn slíkan til sín á dögum þegar Anna Soffía Lárusdóttir yfirgaf Breiðablik og gekk til liðs við Hauka. Það munaði heldur betur um hennar framlag í dag, 16 stig, þar af fjórir þristar í sex skotum og fimm fráköst að auki. „Anna búin að vera frábær. Hólmurinn líður vel í Hafnarfirði. Við höfum haft góða reynslu af leikmönnum úr Stykkishólmi og hún er að koma rosalega sterkt inn í þetta. Svo má ekki heldur gleyma Kristrúnu [Ríkey Ólafsdóttur] sem er búin að vera á vensla- og lánssamningi í Hamar/Þór.“ „Þakklæti til Hákons í Hamar/Þór að við fengum hana aðeins til að hjálpa okkur á þessum tímapunkti. Við erum þunnskipaðar og hún er búin að gera mjög vel fyrir okkur. Eiginlega ekkert búin að æfa með okkur, bara spila nánast. Hún er búin að hjálpa okkur mjög mikið í síðustu tveimur leikjum líka.“ Blaðamaður get ekki betur séð en Tynice Martin, fyrrum leikmaður Njarðvíkur, væri meðal áhorfenda í kvöld. Það var því ekki annað hægt en að spyrja Bjarna hvort hún væri að koma tímabundið til Hauka til að leysa Keiru Robinson af meðan hún jafnar sig af meiðslum. „Nei, ekki svo ég viti allavega“ - sagði Bjarni og hló. „Við erum ekki að leita að amerískum leikmanni. Við erum með frábæran amerískan leikmann í Keiru og það yrði fáránlegt að fara að gera einhverjar breytingar þar. Við bíðum spenntar eftir henni og svo vonandi eftir áramót getum við þétt aðeins hópinn með einum auka leikmanni. Körfubolti Subway-deild kvenna Haukar Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
„Þær gerðu vel. Koma ákafar inn í þriðja leikhlutann og við vorum svolítið flatar. Við töluðum um það í hálfleik að þó við værum að ná 9-10 stiga forskoti en hleypa þeim svo aftur inn í leikinn þá fannst stelpunum að þær ættu einn gír í viðbót til að klára svoleiðis forskot aðeins betur. Ég vissi ekki að þær hefðu verið að tala um bakkgírinn!" „En við komum alltaf flatar þar út og Valur gerði vel þá. Svo náðum aðeins betra jafnvægi og náðum að „grænda“ þetta í gegn sem er bara frábært.“ Haukar skoruðu aðeins þrjú stig fyrstu sjö mínúturnar í þriðja leikhluta, en sýndu svo úr hverju þær eru gerðar síðustu 13 mínútur leiksins. „Eins og ég segi, þetta var rosalega hægt og við vorum að taka alltaf fyrsta möguleika sóknarlega sem voru ekki einu sinni alltaf góðir og að þröngva hlutum alltof mikið. Það var engin hreyfing á boltanum. Svo tókum við leikhlé og náðum að endurstilla okkur aðeins og þá fórum við að framkvæmda hlutina aðeins betur og það var nóg.“ Það er ekki algengt að leikmenn skipti um lið á Íslandi á miðju tímabili en Haukar fengu einn slíkan til sín á dögum þegar Anna Soffía Lárusdóttir yfirgaf Breiðablik og gekk til liðs við Hauka. Það munaði heldur betur um hennar framlag í dag, 16 stig, þar af fjórir þristar í sex skotum og fimm fráköst að auki. „Anna búin að vera frábær. Hólmurinn líður vel í Hafnarfirði. Við höfum haft góða reynslu af leikmönnum úr Stykkishólmi og hún er að koma rosalega sterkt inn í þetta. Svo má ekki heldur gleyma Kristrúnu [Ríkey Ólafsdóttur] sem er búin að vera á vensla- og lánssamningi í Hamar/Þór.“ „Þakklæti til Hákons í Hamar/Þór að við fengum hana aðeins til að hjálpa okkur á þessum tímapunkti. Við erum þunnskipaðar og hún er búin að gera mjög vel fyrir okkur. Eiginlega ekkert búin að æfa með okkur, bara spila nánast. Hún er búin að hjálpa okkur mjög mikið í síðustu tveimur leikjum líka.“ Blaðamaður get ekki betur séð en Tynice Martin, fyrrum leikmaður Njarðvíkur, væri meðal áhorfenda í kvöld. Það var því ekki annað hægt en að spyrja Bjarna hvort hún væri að koma tímabundið til Hauka til að leysa Keiru Robinson af meðan hún jafnar sig af meiðslum. „Nei, ekki svo ég viti allavega“ - sagði Bjarni og hló. „Við erum ekki að leita að amerískum leikmanni. Við erum með frábæran amerískan leikmann í Keiru og það yrði fáránlegt að fara að gera einhverjar breytingar þar. Við bíðum spenntar eftir henni og svo vonandi eftir áramót getum við þétt aðeins hópinn með einum auka leikmanni.
Körfubolti Subway-deild kvenna Haukar Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira