Afmælisdagatöl úr parketi slá í gegn í Hveragerði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. desember 2023 20:30 Hafsteinn Thor, sem hefur meira en nóg að gera við að framleiða afmælisdagatölin sín úr parketi enda vinsæl jólagjöf. Magnús Hlynur Hreiðarsson Listamaður í Hveragerði situr sveittur við alla daga langt fram á nótt við að útbúa afmælisdagatöl úr parketi en hann segir vinsældir dagatalanna vera að slá öll met núna í desember. Hann breytir líka gömlum vínylplötum í listaverk. Hér erum við að tala um listamanninn Hafstein Thor hjá Laufskógar Handverk, sem er með vinnuaðstöðuna heima hjá sér þar sem hann situr við alla daga og fram á nótt þessa dagana við að útbúa afmælisdagatal með hjörtum. „Þá gerir maður svona spjald og hjörtu með nöfnum og dagsetningum og hengir svo á og þá blasir þetta svona fallega við á veggjum heimilanna,“ segir Hafsteinn þegar hann var beðin um að lýsa dagatalinu. Úr hverju vinnu þú þetta? „Heyrðu, ég var að vinna þetta úr krossvið lengi vel en svo ákváðu þeir að hækka verðið á krossvið svo svakalega að ég ákvað að kaupa parket þannig að ég er að vinna þetta úr parketi í dag. Það kemur svona svakalega vel út og er fallegt efni.“ Hafsteinn brennir nöfn afmælisbarna á hjörtun og svo er þeim raðað samviskusamlega á parketplötuna eftir því hvenær viðkomandi á afmæli. Svo þegar nýr einstaklingur kemur í fjölskylduna þá útbýr Hafsteinn nýtt hjarta. Afmælisdagatal, sem Hafsteinn var að klára og mun fara undir jólatréð á aðfangadagskvöld hjá einhverjum heppnum, sem fær það í jólagjöf.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Hafsteinn gerir önnur fjölbreytt verkefni, hann hefur til dæmis mjög gaman af því að breyta gömlum vínylplötum í listaverk. „Já, það hefur verið að koma skemmtilega út en ég hef verið að búa til veggljós úr vínylplötum.“ Og svo útbýr Hafsteinn jólaóróa með il barnsins í raunstærð. „Það er svolítið fallegt að geta tekið fótspor og smellt því á jólaóróa,“ segir Hafsteinn. Hér er síða Laufskógar handverk Hveragerði Jól Mest lesið Björn plokkar í stað Höllu Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Lífið „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Fleiri fréttir Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Sjá meira
Hér erum við að tala um listamanninn Hafstein Thor hjá Laufskógar Handverk, sem er með vinnuaðstöðuna heima hjá sér þar sem hann situr við alla daga og fram á nótt þessa dagana við að útbúa afmælisdagatal með hjörtum. „Þá gerir maður svona spjald og hjörtu með nöfnum og dagsetningum og hengir svo á og þá blasir þetta svona fallega við á veggjum heimilanna,“ segir Hafsteinn þegar hann var beðin um að lýsa dagatalinu. Úr hverju vinnu þú þetta? „Heyrðu, ég var að vinna þetta úr krossvið lengi vel en svo ákváðu þeir að hækka verðið á krossvið svo svakalega að ég ákvað að kaupa parket þannig að ég er að vinna þetta úr parketi í dag. Það kemur svona svakalega vel út og er fallegt efni.“ Hafsteinn brennir nöfn afmælisbarna á hjörtun og svo er þeim raðað samviskusamlega á parketplötuna eftir því hvenær viðkomandi á afmæli. Svo þegar nýr einstaklingur kemur í fjölskylduna þá útbýr Hafsteinn nýtt hjarta. Afmælisdagatal, sem Hafsteinn var að klára og mun fara undir jólatréð á aðfangadagskvöld hjá einhverjum heppnum, sem fær það í jólagjöf.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Hafsteinn gerir önnur fjölbreytt verkefni, hann hefur til dæmis mjög gaman af því að breyta gömlum vínylplötum í listaverk. „Já, það hefur verið að koma skemmtilega út en ég hef verið að búa til veggljós úr vínylplötum.“ Og svo útbýr Hafsteinn jólaóróa með il barnsins í raunstærð. „Það er svolítið fallegt að geta tekið fótspor og smellt því á jólaóróa,“ segir Hafsteinn. Hér er síða Laufskógar handverk
Hveragerði Jól Mest lesið Björn plokkar í stað Höllu Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Lífið „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Fleiri fréttir Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Sjá meira