Furðulegar áhyggjur formanns Gabríela Bryndís Ernudóttir skrifar 3. desember 2023 23:31 Formaður Lögmannafélags Íslands skrifar grein og fer í útvarpsviðtal, og áréttar að sem formaður þessa félags verði hann að minna okkur á að við megum ekki taka lögin í okkar hendur og eigum að virða samfélagslegan sáttmála um réttarkerfið í landinu. Ég er nú bara mjög ósammála því að fólk megi ekki mótmæla því að sjö barna móðir sé framseld í gæsluvarðhald og að börnin hennar þurfi að vera móðurlaus um jólin. Ég held nú að þessi börn hafi ekkert sérstaklega samþykkt þennan samfélagslega sáttmála sem formaðurinn vísar í. Reyndar má benda á að stjórnarskrá Íslands var aldeilis ekki samin af kvenfólki heldur. En það sem fór þó hvað mest fyrir brjóstið á mér, er að formaðurinn missti út úr sér í viðtalinu: "Hvað ef niðurstaðan í þessu máli, væri einfaldlega omvendt? Ef móðirin hefði fengið börnin og faðirinn væri að beita öllum þessum ráðum? Væri allt þetta fólk sömu skoðunar? Ég held bara ekki. Og þess vegna höfum við sett lög um þetta." Sem sagt, formaðurinn segist hafa áhyggjur af réttarríkinu, en virðist svo raunverulega vera ekki síður misboðið sem karlmanni. Hann hefur áhyggjur af því að ef faðir fyndi sig í sömu stöðu, fengi hann ekki sama stuðning. Ég get því ekki annað en spurt, veit formaðurinn um marga feður sem hafa verið framseldir frá Íslandi í mánaðarlangt gæsluvarðhald fyrir að vernda börnin sín? Veit hann um einhvern föður sem hefur verið fangelsaður fyrir svipað brot yfir höfuð? Veit hann um marga feður sem hafa verið gerðarþolar í aðfararmáli? Ég veit að svarið er nei, því ég þekki öll aðfararmál sem hafa átt sér stað á Íslandi síðastliðinn áratug eða meira, og í öllum tilvikum hefur gerðarþoli í framkvæmdri aðför verið móðir, og í öllum tilvikum voru móðir og börn þolendur ofbeldis föður. Þau börn sem orðin eru fullorðin í dag, halda sig enn við frásögn sína af ofbeldi. Rannsóknir sýna að líkur á því að móðir missi forsjá til föður aukast til muna, ef móðirin ásakar föðurinn um ofbeldi, og aukast enn meira ef faðirinn sakar móðurina á móti um tálmun. Kynbundið ofbeldi þrífst mjög vel í forsjármálum um allan heim, svo ég tel ástæðulaust að formaður Lögmannafélags Íslands mæti í útvarpsviðtal til að lýsa áhyggjum af ósanngjörnu viðhorfi til feðra í forsjármálum. Höfundur er sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Formaður Lögmannafélags Íslands skrifar grein og fer í útvarpsviðtal, og áréttar að sem formaður þessa félags verði hann að minna okkur á að við megum ekki taka lögin í okkar hendur og eigum að virða samfélagslegan sáttmála um réttarkerfið í landinu. Ég er nú bara mjög ósammála því að fólk megi ekki mótmæla því að sjö barna móðir sé framseld í gæsluvarðhald og að börnin hennar þurfi að vera móðurlaus um jólin. Ég held nú að þessi börn hafi ekkert sérstaklega samþykkt þennan samfélagslega sáttmála sem formaðurinn vísar í. Reyndar má benda á að stjórnarskrá Íslands var aldeilis ekki samin af kvenfólki heldur. En það sem fór þó hvað mest fyrir brjóstið á mér, er að formaðurinn missti út úr sér í viðtalinu: "Hvað ef niðurstaðan í þessu máli, væri einfaldlega omvendt? Ef móðirin hefði fengið börnin og faðirinn væri að beita öllum þessum ráðum? Væri allt þetta fólk sömu skoðunar? Ég held bara ekki. Og þess vegna höfum við sett lög um þetta." Sem sagt, formaðurinn segist hafa áhyggjur af réttarríkinu, en virðist svo raunverulega vera ekki síður misboðið sem karlmanni. Hann hefur áhyggjur af því að ef faðir fyndi sig í sömu stöðu, fengi hann ekki sama stuðning. Ég get því ekki annað en spurt, veit formaðurinn um marga feður sem hafa verið framseldir frá Íslandi í mánaðarlangt gæsluvarðhald fyrir að vernda börnin sín? Veit hann um einhvern föður sem hefur verið fangelsaður fyrir svipað brot yfir höfuð? Veit hann um marga feður sem hafa verið gerðarþolar í aðfararmáli? Ég veit að svarið er nei, því ég þekki öll aðfararmál sem hafa átt sér stað á Íslandi síðastliðinn áratug eða meira, og í öllum tilvikum hefur gerðarþoli í framkvæmdri aðför verið móðir, og í öllum tilvikum voru móðir og börn þolendur ofbeldis föður. Þau börn sem orðin eru fullorðin í dag, halda sig enn við frásögn sína af ofbeldi. Rannsóknir sýna að líkur á því að móðir missi forsjá til föður aukast til muna, ef móðirin ásakar föðurinn um ofbeldi, og aukast enn meira ef faðirinn sakar móðurina á móti um tálmun. Kynbundið ofbeldi þrífst mjög vel í forsjármálum um allan heim, svo ég tel ástæðulaust að formaður Lögmannafélags Íslands mæti í útvarpsviðtal til að lýsa áhyggjum af ósanngjörnu viðhorfi til feðra í forsjármálum. Höfundur er sálfræðingur.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun