Dæmd fyrir að þiggja styrk fyrir bíl sem hún keypti aldrei Árni Sæberg skrifar 4. desember 2023 13:17 Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjaness. Vísir/Vilhelm Fertug kona hefur verið dæmd til fjögurra mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir fjársvik, með því að hafa þegið styrk fyrir bíl sem hún keypti ekki. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir að konunni hafi verið gefið að sök að hafa í júní árið 2020 sótt um styrk til bifreiðakaupa frá ótilgreindri stofnun eða fyrirtæki að fjárhæð 360 þúsund krónur, og lagt fram kaupsamning að bifreið með umsókninni. Styrkurinn hafi verið greiddur út tveimur dögum seinna án þess að kaupverð bifreiðarinnar væri nokkru sinni greitt og afhending bifreiðarinnar því aldrei farið fram. Konan hafi haldið eftir, í eigin þágu, styrknum til kaupanna. Hætti við að halda uppi vörnum Í dóminum segir að í fyrirkalli, sem var birt konunni í ágúst síðastliðnum, hafi verið tekið fram að sækti hún ekki þing mætti hún búast við því að fjarvist hennar yrði metin til jafns við það að hún viðurkenndi að hafa framið brot þau sem hún væri ákærð fyrir og að dómur yrði lagður á málið að henni fjarstaddri. Hún hafi ekki sótt þing við þingfestingu málsins en að mætt hafi verið fyrir hönd lögmanns og upplýst um að konan hefði óskað eftir því að hann yrði skipaður verjandi hennar, sem hafi og verið gert. Málinu hafi því verið frestað til fyrirtöku með konunni og verjanda hennar til 22. nóvember síðastliðins. Við þá fyrirtöku málsins hafi hvorki konan né verjandi hennar sótt þing. Verjandinn hefði haft samband við dóminn fyrir þinghaldið og upplýst um það að konan hugðist hvorki ætla að mæta til þinghaldsins né taka til varnar í málinu. Verjandinn hafi gert kröfu um hæfilega þóknun sér til handa. Rauf skilorð Þá segir í dóminum að talið hafi verið sannað, með vísan til ofanritaðs og gagna málsins að öðru leyti, að konan hafi framið þá háttsemi sem ákært var vegna og brot hennar rétt heimfært til refsiákvæða í ákærunni. Samkvæmt sakarvottorði hennar hafi henni verið gert að sæta þriggja mánaða fangelsi árið 2020, skilorðsbundið í tvö ár vegna auðgunarbrots. Þá hafi tveggja mánaða skilorðsdómi frá árinu 2019 verið dæmdur upp og konunni gerð refsing í einu lagi. Með broti sínu sem hér um ræðir hafi konan rofið framangreint skilorð og henni því gerð refsing fyrir bæði málin í einu lagi. Með vísan til framangreinds þætti refsing konunnar hæfilega ákveðin fangelsi í fjóra mánuði en fresta skyldi fullnustu fangelsisrefsingarinnar og hún skuli falla niður að liðnum tveimur árum. Þá bæri að dæma konuna til til að greiða allan sakarkostnað málsins, sem einskorðist við þóknun skipaðs verjanda hennar fyrir dómi, sem þætti hæfilega ákveðin með hliðsjón af eðli og umfangi málsins 150.660 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið. Dómsmál Efnahagsbrot Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir að konunni hafi verið gefið að sök að hafa í júní árið 2020 sótt um styrk til bifreiðakaupa frá ótilgreindri stofnun eða fyrirtæki að fjárhæð 360 þúsund krónur, og lagt fram kaupsamning að bifreið með umsókninni. Styrkurinn hafi verið greiddur út tveimur dögum seinna án þess að kaupverð bifreiðarinnar væri nokkru sinni greitt og afhending bifreiðarinnar því aldrei farið fram. Konan hafi haldið eftir, í eigin þágu, styrknum til kaupanna. Hætti við að halda uppi vörnum Í dóminum segir að í fyrirkalli, sem var birt konunni í ágúst síðastliðnum, hafi verið tekið fram að sækti hún ekki þing mætti hún búast við því að fjarvist hennar yrði metin til jafns við það að hún viðurkenndi að hafa framið brot þau sem hún væri ákærð fyrir og að dómur yrði lagður á málið að henni fjarstaddri. Hún hafi ekki sótt þing við þingfestingu málsins en að mætt hafi verið fyrir hönd lögmanns og upplýst um að konan hefði óskað eftir því að hann yrði skipaður verjandi hennar, sem hafi og verið gert. Málinu hafi því verið frestað til fyrirtöku með konunni og verjanda hennar til 22. nóvember síðastliðins. Við þá fyrirtöku málsins hafi hvorki konan né verjandi hennar sótt þing. Verjandinn hefði haft samband við dóminn fyrir þinghaldið og upplýst um það að konan hugðist hvorki ætla að mæta til þinghaldsins né taka til varnar í málinu. Verjandinn hafi gert kröfu um hæfilega þóknun sér til handa. Rauf skilorð Þá segir í dóminum að talið hafi verið sannað, með vísan til ofanritaðs og gagna málsins að öðru leyti, að konan hafi framið þá háttsemi sem ákært var vegna og brot hennar rétt heimfært til refsiákvæða í ákærunni. Samkvæmt sakarvottorði hennar hafi henni verið gert að sæta þriggja mánaða fangelsi árið 2020, skilorðsbundið í tvö ár vegna auðgunarbrots. Þá hafi tveggja mánaða skilorðsdómi frá árinu 2019 verið dæmdur upp og konunni gerð refsing í einu lagi. Með broti sínu sem hér um ræðir hafi konan rofið framangreint skilorð og henni því gerð refsing fyrir bæði málin í einu lagi. Með vísan til framangreinds þætti refsing konunnar hæfilega ákveðin fangelsi í fjóra mánuði en fresta skyldi fullnustu fangelsisrefsingarinnar og hún skuli falla niður að liðnum tveimur árum. Þá bæri að dæma konuna til til að greiða allan sakarkostnað málsins, sem einskorðist við þóknun skipaðs verjanda hennar fyrir dómi, sem þætti hæfilega ákveðin með hliðsjón af eðli og umfangi málsins 150.660 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið.
Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið.
Dómsmál Efnahagsbrot Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Sjá meira