„Hann er bara þjálfarinn minn í höllinni og pabbi minn heima“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. desember 2023 12:00 Rúnar Sigtryggsson er þjálfari Leipzig og sonur hans, Andri Már (fremst á myndinni, úr fókus), leikmaður liðsins. getty/Jan Woitas Andri Már Rúnarsson kann því vel að spila undir stjórn föður síns hjá Leipzig. Hann segir einnig mikla hjálp í Viggó Kristjánssyni, samherja sínum hjá liðinu. Andri er alvanur því að vera með föður sinn, Rúnar Sigtryggsson, sem þjálfara. Hann lék undir hans stjórn hjá Stjörnunni, til skamms tíma hjá Haukum og nú hjá Leipzig í Þýskalandi. Rúnar tók við Leipzig í nóvember á síðasta ári eftir stutt stopp hjá Haukum. Hann tók tímabundið við liðinu til að byrja með en eftir gott gengi samdi hann svo við það til 2025. Andri kom svo til Leipzig frá Haukum í sumar og hefur spilað mikið og vel að undanförnu. Hann gerði nýjan samning við félagið til 2026 í síðustu viku. „Hann er bara þjálfarinn minn í höllinni og pabbi minn heima. Við erum vanir því og hingað til hefur það gengið vel,“ sagði Andri aðspurður hvernig það sé að spila undir stjórn föður síns. „Hann er líka stundum þjálfari heima en maður verður bara að lifa með því,“ bætti Andri kankvís við enda býr hann hjá foreldrum sínum í Leipzig. Aðalmaðurinn í liði Leipzig er áðurnefndur Viggó Kristjánsson. Hann kom til liðsins frá Stuttgart en þar léku þeir Andri saman um hríð. „Það er mjög gott að vera með Viggó. Ég þekki hann líka frá tíma okkur saman í Stuttgart. Hann er alltaf duglegur að hjálpa mér og gefa mér góð ráð til að bæta minn leik. Hann er líka frábær leikmaður og við spilum vel saman,“ sagði Andri. Viggó Kristjánsson er prímusmótorinn í liði Leipzig.getty/Jan Woitas Viggó er marka- og stoðsendingahæsti leikmaður Leipzig á tímabilinu og hefur komið með beinum hætti að 126 mörkum í þýsku úrvalsdeildinni. Seltirningurinn er í miklum metum hjá félaginu. „Hann er klárlega lykilmaðurinn í liðinu. Á æfingum segir hann hvaða leikkerfi henta best. Hann les leikinn vel. Hann hefur líka stigið upp þegar aðrir lykilmenn hafa dottið út. Hann gerir það vel og það er gaman að spila með honum,“ sagði Andri. Þýski handboltinn Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Körfubolti Fleiri fréttir Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Sjá meira
Andri er alvanur því að vera með föður sinn, Rúnar Sigtryggsson, sem þjálfara. Hann lék undir hans stjórn hjá Stjörnunni, til skamms tíma hjá Haukum og nú hjá Leipzig í Þýskalandi. Rúnar tók við Leipzig í nóvember á síðasta ári eftir stutt stopp hjá Haukum. Hann tók tímabundið við liðinu til að byrja með en eftir gott gengi samdi hann svo við það til 2025. Andri kom svo til Leipzig frá Haukum í sumar og hefur spilað mikið og vel að undanförnu. Hann gerði nýjan samning við félagið til 2026 í síðustu viku. „Hann er bara þjálfarinn minn í höllinni og pabbi minn heima. Við erum vanir því og hingað til hefur það gengið vel,“ sagði Andri aðspurður hvernig það sé að spila undir stjórn föður síns. „Hann er líka stundum þjálfari heima en maður verður bara að lifa með því,“ bætti Andri kankvís við enda býr hann hjá foreldrum sínum í Leipzig. Aðalmaðurinn í liði Leipzig er áðurnefndur Viggó Kristjánsson. Hann kom til liðsins frá Stuttgart en þar léku þeir Andri saman um hríð. „Það er mjög gott að vera með Viggó. Ég þekki hann líka frá tíma okkur saman í Stuttgart. Hann er alltaf duglegur að hjálpa mér og gefa mér góð ráð til að bæta minn leik. Hann er líka frábær leikmaður og við spilum vel saman,“ sagði Andri. Viggó Kristjánsson er prímusmótorinn í liði Leipzig.getty/Jan Woitas Viggó er marka- og stoðsendingahæsti leikmaður Leipzig á tímabilinu og hefur komið með beinum hætti að 126 mörkum í þýsku úrvalsdeildinni. Seltirningurinn er í miklum metum hjá félaginu. „Hann er klárlega lykilmaðurinn í liðinu. Á æfingum segir hann hvaða leikkerfi henta best. Hann les leikinn vel. Hann hefur líka stigið upp þegar aðrir lykilmenn hafa dottið út. Hann gerir það vel og það er gaman að spila með honum,“ sagði Andri.
Þýski handboltinn Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Körfubolti Fleiri fréttir Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Sjá meira