Aðstoð við að velja mat sem eykur heilbrigði og vellíðan Steinar B. Aðalbjörnsson skrifar 5. desember 2023 07:30 Ákall til matvælaframleiðenda og sölu- og markaðsaðila matvæla. Mörg fyrirtæki standa sig vel þegar kemur að markaðssetningu á mat og drykkjarvöru. Sum fyrirtæki sem bjóða upp á heilsueflandi mat en einnig mat- og drykkjarvörur sem geta haft neikvæð áhrif á heilsu hlífa til dæmis börnum við markaðssetningu á slíkum vörum. Skrif mín snúa að því að biðja fyrirtækin um hjálp til að efla heilsu. Okkur hefur ekki gengið nægilega vel að sporna gegn þyngdaraukningu landsmanna, þar með talið barna, undanfarin 25 ár. Sú leið að höfða eingöngu til einstaklingsins er ekki rétta leiðin, það þarf meira til. Því biðla ég til sölu- og markaðsaðila á matvælamarkaði: aðstoðið okkur við að velja oftar mat sem eykur heilbrigði og vellíðan (sbr. niðurstöður mýmargra, gagnreyndra vísindarannsókna) og útlistaður er á heimasíðu embættis landlæknis. Snúum þróuninni við saman Líkamsþyngdaraukning getur skert lífsgæði. Hún getur aukið líkurnar á því að fá hina ýmsu sjúkdóma, þar með talið offitu, hjarta- og æðasjúkdóma, sykursýki og hin ýmsu krabbamein. Mikilvægt er þó að muna, þegar rætt er um líkamsþyngd, að mælingar á líkamsþyngd eru ekki það eina sem skiptir máli þegar heilsa er metin og ætti til dæmis ekki að nota líkamsþyngdarstuðulinn (e. Body Mass Index, BMI) einan sem sjúkdómagreiningatól. Líkamsþyngd einstaklinga getur þó verið vísbending um heilsu og því eru slíkar mælingar nothæfar, sérstaklega þegar hópar eru skoðaðir. Samkvæmt opinberum niðurstöðum er líkamlegt heilbrigði Íslendinga ekki að aukast. Upplýsingar sem finna má í skýrslu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (Ísland: Heilbrigðismál landsyfirlit árið 2021) gefa til kynna að líkamsþyngd Íslendinga sé hærri en íbúa flestra annarra Evrópuríkja. Þannig hefur Íslendingum í ofþyngd fjölgað og í hópnum sem lifir með offitu hefur hlutfallið á meðal fullorðinna Íslendinga farið úr 20% í tæp 27% á tímabilinu 2007 til 2017. Hlutfall þeirra sem lifir með offitu er einungis hærra á Möltu af þeim ríkjum sem aðild eiga að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES). Nýrri tölur úr Lýðheilsuvísum embættis landlæknis (2022) sýna áframhaldandi aukningu líkamsþyngdar hjá fullorðnum. Hlutfall 15 ára barna hér á landi sem teljast til ofþyngdar eða lifa með offitu er 21% skv. samantekt í skýrslunni. Sem sagt, eitt af hverjum fimm 15 ára börnum á Íslandi er í þessum hópi. Hlutfallið er hærra í einungis fjórum löndum sem aðild eiga að EES. Nýlegri tölur sem ná auk þess yfir börn í 1., 4. og 7. bekk grunnskóla eru af svipuðum toga; um 25% barna í þessum fjórum árgöngum eru í ofþyngd og rúmlega 7% barna í þessum fjórum árgöngum lifa með offitu (Ársskýrsla heilsuverndar skólabarna 2022-23, óbirt gögn). Þróunin hefur að langmestu leyti verið til aukinnar þyngdar sl. áratug hjá börnum í þessum árgöngum (2013-2014; ofþyngd um 21%, offita 4,8%). Hver er ástæða þessarar þróunar? Líklegt er að ástæðuna megi meðal annars rekja til þess að færri börn en áður hreyfa sig nægilega mikið dag hvern og að of fá börn fá að staðaldri næringu sem eykur heilbrigði og vellíðan, auk annarra mikilvægra áhrifaþátta. Að sjálfsögðu eru svo fjölmargar ástæður fyrir því að börn hreyfa sig ekki nóg og að þau borða ekki ákjósanlegan mat nægilega oft dag hvern. Hvað er til ráða? Lausnin er ekki einföld og áskorunin er margslungnari en svo að það nægi að segja „Borða bara minna og hreyfa sig meira!“ og meira að segja geta slík skilaboð verið skaðleg. Inn í þetta spila meðal annars áföll, erfðir, umhverfi og aðrir áhrifavaldar. Einnig þarf viðhorfið í samfélaginu að breytast gagnvart þeim sem eru í ofþyngd eða lifa með offitu enda eru viðhorf án fordóma forsendur framfara. Ábyrgð fyrirtækja Í skýrslu Alþjóðlegu heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO guideline – Policies to protect children from the harmful impact of food marketing, 2023) kemur fram að markaðssetning matvæla hefur ekki bara áhrif á hvað börn vilja borða heldur einnig á þekkingu þeirra á mat og mataræði. Ef orkurík matvæli, þar sem mikið magn fitu og/eða sykurs er til staðar, auk salts, eru markaðssett til barna og unglinga getur það haft veruleg neikvæð áhrif á heilsu þessa viðkvæma hóps. Skýrsluhöfundar segja það sé á ábyrgð markaðsaðila að tryggja rétt barna gegn óæskilegri markaðssetningu enda sé slík markaðssetning brot á friðhelgi einkalífs þeirra og til þess fallin að skerða heilsu og næringarástand barna. Enn fremur segja skýrsluhöfundar að ekkert barn ætti að vera hluti af arðsemiskröfum fyrirtækja. Við þurfum að breyta um kúrs og til þess þurfum við aðstoð. Fyrirtæki og stofnanir verða að vera með til þess að þetta takist – af fullum krafti! Höfundur er næringarfræðingur og starfar við forvarnir hjá Krabbameinsfélaginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Krabbamein Mest lesið Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Sjá meira
Ákall til matvælaframleiðenda og sölu- og markaðsaðila matvæla. Mörg fyrirtæki standa sig vel þegar kemur að markaðssetningu á mat og drykkjarvöru. Sum fyrirtæki sem bjóða upp á heilsueflandi mat en einnig mat- og drykkjarvörur sem geta haft neikvæð áhrif á heilsu hlífa til dæmis börnum við markaðssetningu á slíkum vörum. Skrif mín snúa að því að biðja fyrirtækin um hjálp til að efla heilsu. Okkur hefur ekki gengið nægilega vel að sporna gegn þyngdaraukningu landsmanna, þar með talið barna, undanfarin 25 ár. Sú leið að höfða eingöngu til einstaklingsins er ekki rétta leiðin, það þarf meira til. Því biðla ég til sölu- og markaðsaðila á matvælamarkaði: aðstoðið okkur við að velja oftar mat sem eykur heilbrigði og vellíðan (sbr. niðurstöður mýmargra, gagnreyndra vísindarannsókna) og útlistaður er á heimasíðu embættis landlæknis. Snúum þróuninni við saman Líkamsþyngdaraukning getur skert lífsgæði. Hún getur aukið líkurnar á því að fá hina ýmsu sjúkdóma, þar með talið offitu, hjarta- og æðasjúkdóma, sykursýki og hin ýmsu krabbamein. Mikilvægt er þó að muna, þegar rætt er um líkamsþyngd, að mælingar á líkamsþyngd eru ekki það eina sem skiptir máli þegar heilsa er metin og ætti til dæmis ekki að nota líkamsþyngdarstuðulinn (e. Body Mass Index, BMI) einan sem sjúkdómagreiningatól. Líkamsþyngd einstaklinga getur þó verið vísbending um heilsu og því eru slíkar mælingar nothæfar, sérstaklega þegar hópar eru skoðaðir. Samkvæmt opinberum niðurstöðum er líkamlegt heilbrigði Íslendinga ekki að aukast. Upplýsingar sem finna má í skýrslu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (Ísland: Heilbrigðismál landsyfirlit árið 2021) gefa til kynna að líkamsþyngd Íslendinga sé hærri en íbúa flestra annarra Evrópuríkja. Þannig hefur Íslendingum í ofþyngd fjölgað og í hópnum sem lifir með offitu hefur hlutfallið á meðal fullorðinna Íslendinga farið úr 20% í tæp 27% á tímabilinu 2007 til 2017. Hlutfall þeirra sem lifir með offitu er einungis hærra á Möltu af þeim ríkjum sem aðild eiga að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES). Nýrri tölur úr Lýðheilsuvísum embættis landlæknis (2022) sýna áframhaldandi aukningu líkamsþyngdar hjá fullorðnum. Hlutfall 15 ára barna hér á landi sem teljast til ofþyngdar eða lifa með offitu er 21% skv. samantekt í skýrslunni. Sem sagt, eitt af hverjum fimm 15 ára börnum á Íslandi er í þessum hópi. Hlutfallið er hærra í einungis fjórum löndum sem aðild eiga að EES. Nýlegri tölur sem ná auk þess yfir börn í 1., 4. og 7. bekk grunnskóla eru af svipuðum toga; um 25% barna í þessum fjórum árgöngum eru í ofþyngd og rúmlega 7% barna í þessum fjórum árgöngum lifa með offitu (Ársskýrsla heilsuverndar skólabarna 2022-23, óbirt gögn). Þróunin hefur að langmestu leyti verið til aukinnar þyngdar sl. áratug hjá börnum í þessum árgöngum (2013-2014; ofþyngd um 21%, offita 4,8%). Hver er ástæða þessarar þróunar? Líklegt er að ástæðuna megi meðal annars rekja til þess að færri börn en áður hreyfa sig nægilega mikið dag hvern og að of fá börn fá að staðaldri næringu sem eykur heilbrigði og vellíðan, auk annarra mikilvægra áhrifaþátta. Að sjálfsögðu eru svo fjölmargar ástæður fyrir því að börn hreyfa sig ekki nóg og að þau borða ekki ákjósanlegan mat nægilega oft dag hvern. Hvað er til ráða? Lausnin er ekki einföld og áskorunin er margslungnari en svo að það nægi að segja „Borða bara minna og hreyfa sig meira!“ og meira að segja geta slík skilaboð verið skaðleg. Inn í þetta spila meðal annars áföll, erfðir, umhverfi og aðrir áhrifavaldar. Einnig þarf viðhorfið í samfélaginu að breytast gagnvart þeim sem eru í ofþyngd eða lifa með offitu enda eru viðhorf án fordóma forsendur framfara. Ábyrgð fyrirtækja Í skýrslu Alþjóðlegu heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO guideline – Policies to protect children from the harmful impact of food marketing, 2023) kemur fram að markaðssetning matvæla hefur ekki bara áhrif á hvað börn vilja borða heldur einnig á þekkingu þeirra á mat og mataræði. Ef orkurík matvæli, þar sem mikið magn fitu og/eða sykurs er til staðar, auk salts, eru markaðssett til barna og unglinga getur það haft veruleg neikvæð áhrif á heilsu þessa viðkvæma hóps. Skýrsluhöfundar segja það sé á ábyrgð markaðsaðila að tryggja rétt barna gegn óæskilegri markaðssetningu enda sé slík markaðssetning brot á friðhelgi einkalífs þeirra og til þess fallin að skerða heilsu og næringarástand barna. Enn fremur segja skýrsluhöfundar að ekkert barn ætti að vera hluti af arðsemiskröfum fyrirtækja. Við þurfum að breyta um kúrs og til þess þurfum við aðstoð. Fyrirtæki og stofnanir verða að vera með til þess að þetta takist – af fullum krafti! Höfundur er næringarfræðingur og starfar við forvarnir hjá Krabbameinsfélaginu.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar