UN Women og fleiri samtök sökuð um að þegja um kynbundið ofbeldi Hamas Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. desember 2023 08:31 Ísraelskar stúlkur skoða myndir af þeim sem var rænt og eru í haldi Hamas. AP/Ohad Zwigenberg Naglar í kynfærum kvenna, kynfæri svo illa farin að ekki var hægt að sjá hvort um var að ræða konu eða mann, skotsár á kynfærum og brjóstum. Þetta er meðal þess sem vitni að árásum Hamas á Ísraelsmenn 7. október lýstu á viðburði hjá Sameinuðu þjóðunum í gær. Um það bil 800 einstaklingar, aðgerðasinnar og sendifulltrúar, sóttu viðburðinn, sem var skipulagður af Sheryl Sandberg, fyrrverandi yfirmanni Meta, og Gilad Erdan, sendiherra Ísrael við Sameinuðu þjóðirnar, meðal annarra. Tilgangur viðburðarins var að vekja athygli á kynbundnu ofbeldi sem Hamas-liðar beittu þegar þeir létu til skarar skríða en Ísraelsmenn og fleiri hafa verið harðlega gagnrýnir á þögn fjölda samtaka sem berjast fyrir réttindum kvenna. „Me too, unless you are a Jew,“ hrópuðu hundruð mótmælenda fyrir utan Sameinuðu þjóðirnar. „Ég líka, nema ef þú ert gyðingur.“ Shari Mendes, varaliði í ísraelska hernum sem var meðal þeirra sem var falið að undirbúa lík þeirra kvenna sem voru myrtar til greftrunar, bar vitni um skotsár á kynfærum og brjóstum. Andlit sumra höfðu verið afskræmd og sumar skotnar ítrekað í höfuðið. Yfirvöld í Ísrael hafa sagt ofbeldisfullar nauðganir hafa átt sér stað þegar Hamas-liðar réðust inn í byggðir Ísraelsmenna, bæði gegn konum og nokkrum mönnum. Meðal sönnunargagna eru nakin og hálfklædd lík kvenna, brotnar mjaðmagrindur og vitnisburðir bráðaliða og réttarmeinafræðinga. Ein kona sem var vitni að nauðgun lýsti því hvernig Hamas-liðar hefðu skipst á að nauðga ungri stúlku á tónlistarhátíðinni þar sem fólki var slátrað, misþyrma henni og skjóta síðan í höfuðið. Yfirvöld segjast ekki hafa tölu yfir það hversu mörgum konum var nauðgað, enda hafi áhersla verið lögð á að bera kennsl á líkamsleifarnar. Á viðburðinum í gær sagði yfirmaður hjá lögreglunni í Ísrael hins vegar að það hefði verið sýnilegt að menn hefðu vísvitandi skotið á kynfæri kvenna. Erdan og Cochav Elkayam Levy, lagaprófessor og stofnandi nefndar um framgöngu Hamas gegn börnum og konum 7. október, lýstu því bæði hvernig þau hefðu sent erindi á UN Women til að vekja athygli á hroðaverkunum og kalla eftir fordæmingu á þeim. Með erindi Levy fylgdu undirskriftir fjölda fræðimanna og með erindi Erdan myndir af líkum fórnarlambanna. Hvorugu erindinu var svarað. „Ekki einu sinni: Okkur barst erindi þitt,“ sagði Erdan. UN Women, sem hafa ítrekað fordæmt aðgerðir Ísraelsmanna á Gasa, sendu fyrst frá sér tilkynningu í gær þar sem árásir Hamas gegn ísraelskum konum voru fordæmdar og greint frá því að fylgst væri með fregnum af kyndbundnu ofbeldi 7. október. Þverpólitískur hópur um 80 þingmanna í Bandaríkjunum hefur fordæmt þögn alþjóðlegra og innlendra stofnana um ofbeldi Hamas gegn konum. Öldungadeildarþingmaðurinn Jacky Rosen, Demókrati frá Nevada, gagnrýndi UN Women sérstaklega og sagði vinstri sinnuð alþjóðasamtök hafa valið að hunsa eða gera lítið úr ofbeldinu sem ísraelskar konur hefðu sætt 7. október. Hér má finna ítarlega umfjöllun New York Times um málið. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Jafnréttismál Kynferðisofbeldi Sameinuðu þjóðirnar Bandaríkin Mest lesið „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Hlýnandi veður Veður Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Fleiri fréttir „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Sjá meira
Um það bil 800 einstaklingar, aðgerðasinnar og sendifulltrúar, sóttu viðburðinn, sem var skipulagður af Sheryl Sandberg, fyrrverandi yfirmanni Meta, og Gilad Erdan, sendiherra Ísrael við Sameinuðu þjóðirnar, meðal annarra. Tilgangur viðburðarins var að vekja athygli á kynbundnu ofbeldi sem Hamas-liðar beittu þegar þeir létu til skarar skríða en Ísraelsmenn og fleiri hafa verið harðlega gagnrýnir á þögn fjölda samtaka sem berjast fyrir réttindum kvenna. „Me too, unless you are a Jew,“ hrópuðu hundruð mótmælenda fyrir utan Sameinuðu þjóðirnar. „Ég líka, nema ef þú ert gyðingur.“ Shari Mendes, varaliði í ísraelska hernum sem var meðal þeirra sem var falið að undirbúa lík þeirra kvenna sem voru myrtar til greftrunar, bar vitni um skotsár á kynfærum og brjóstum. Andlit sumra höfðu verið afskræmd og sumar skotnar ítrekað í höfuðið. Yfirvöld í Ísrael hafa sagt ofbeldisfullar nauðganir hafa átt sér stað þegar Hamas-liðar réðust inn í byggðir Ísraelsmenna, bæði gegn konum og nokkrum mönnum. Meðal sönnunargagna eru nakin og hálfklædd lík kvenna, brotnar mjaðmagrindur og vitnisburðir bráðaliða og réttarmeinafræðinga. Ein kona sem var vitni að nauðgun lýsti því hvernig Hamas-liðar hefðu skipst á að nauðga ungri stúlku á tónlistarhátíðinni þar sem fólki var slátrað, misþyrma henni og skjóta síðan í höfuðið. Yfirvöld segjast ekki hafa tölu yfir það hversu mörgum konum var nauðgað, enda hafi áhersla verið lögð á að bera kennsl á líkamsleifarnar. Á viðburðinum í gær sagði yfirmaður hjá lögreglunni í Ísrael hins vegar að það hefði verið sýnilegt að menn hefðu vísvitandi skotið á kynfæri kvenna. Erdan og Cochav Elkayam Levy, lagaprófessor og stofnandi nefndar um framgöngu Hamas gegn börnum og konum 7. október, lýstu því bæði hvernig þau hefðu sent erindi á UN Women til að vekja athygli á hroðaverkunum og kalla eftir fordæmingu á þeim. Með erindi Levy fylgdu undirskriftir fjölda fræðimanna og með erindi Erdan myndir af líkum fórnarlambanna. Hvorugu erindinu var svarað. „Ekki einu sinni: Okkur barst erindi þitt,“ sagði Erdan. UN Women, sem hafa ítrekað fordæmt aðgerðir Ísraelsmanna á Gasa, sendu fyrst frá sér tilkynningu í gær þar sem árásir Hamas gegn ísraelskum konum voru fordæmdar og greint frá því að fylgst væri með fregnum af kyndbundnu ofbeldi 7. október. Þverpólitískur hópur um 80 þingmanna í Bandaríkjunum hefur fordæmt þögn alþjóðlegra og innlendra stofnana um ofbeldi Hamas gegn konum. Öldungadeildarþingmaðurinn Jacky Rosen, Demókrati frá Nevada, gagnrýndi UN Women sérstaklega og sagði vinstri sinnuð alþjóðasamtök hafa valið að hunsa eða gera lítið úr ofbeldinu sem ísraelskar konur hefðu sætt 7. október. Hér má finna ítarlega umfjöllun New York Times um málið.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Jafnréttismál Kynferðisofbeldi Sameinuðu þjóðirnar Bandaríkin Mest lesið „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Hlýnandi veður Veður Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Fleiri fréttir „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Sjá meira