PISA sýnir aukna stéttaskiptingu á Íslandi: „Sitja ein uppi með vandamálin“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. desember 2023 19:41 Formaður Heimilis og skóla segir að kerfið verði hreinlega að taka utan um börn sem búa við erfiðar félags- og efnahagslegar kringumstæður. PISA könnunin sýnir að áhrif stéttaskiptingar á frammistöðu barna aukist verulega á milli PISA úttekta. Vísir/Getty Annar hver 15 ára drengur á Íslandi býr ekki yfir grunnfærni í lesskilningi. Íslenskir nemendur er undir meðaltali OECD ríkjanna í öllum meginflokkum PISA könnunar. Börn með lakari félags- og efnahagslegan bakgrunn koma verr út í könnuninni. Hin alþjóðlega PISA könnun á vegum OECD sýnir að lesskilningi íslenskra nemenda hrakar allverulega. Sextíu prósent íslenskra nemenda búa yfir grunnhæfni í lesskilningi. Hlutfallið nemur sjötíu og fjögur prósentum bæði á Norðurlöndunum og í hinum OECD ríkjunum. Á Íslandi er talsverður kynjamunur en stúlkurnar standa mun betur að vígi en drengir. Sextíu og átta prósent stúlkna hafa grunnfærni í lesskilningi á móti fimmtíu og þremur prósentum drengja. Menntamálayfirvöld rýna nú gögnin til að leita leiða til úrbóta en frammistaða íslenskra barna í lesskilningi, stærðfræðilæsi og náttúruvísindalæsi er undir meðaltali OECD. „Við búum á mjög litlu málsvæði og það eru mjög mikil áhrif af enskri tungu þannig að við myndum vilja gefa aðeins meira í með fjölbreytt námsefni sem höfðar til barna á mismunandi hátt,“ segir Þórdís Jóna Sigurðardóttir, forstjóri menntamálastofnunar. „Það eru öll lönd að falla. Áhyggjuefnið er hins vegar að Ísland er að falla meira en önnur lönd og við því þurfum við að bregðast,“ segir Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra. Hér að neðan er hægt að sjá kvöldfrétt Stöðvar 2 um niðurstöður PISA könnunarinnar. Að innslaginu loknu er viðtal Telmu Tómasson fréttaþular við Eirík Rögnvaldsson prófessor emerítus þar sem hann rýnir í stöðu mála. Hann segir PISA-skýrsluna kolsvarta. Þorvar Hafsteinsson, formaður Heimilis og skóla, segir foreldra mega gera betur og taka meiri þátt. „Hvatningin. Tala vel um skólann að skólinn sé góður vinnustaður og góður staður fyrir börn og bara gefa sig almennt að þessu.“ Ekki allir foreldrar eiga þess kost að hjálpa. Börn með lakari félags- og efnahagslegan bakgrunn koma verr út í PISA en önnur. Áhrif þess hefur aukist verulega á milli kannanna. Þorvar segir gríðarlega mikilvægt að sporna gegn þessari þróun. „Kerfið þarf bara að taka utan um þessi börn og hjálpa til. Við sjáum þetta sama í æskulýðsstarfinu. Þessir krakkar frá þessum heimilum geta ekki verið að nýta sér æskulýðs- og íþróttastarfið með sama hætti. Þau verða svolítið út undan og sitja ein uppi með vandamálin.“ „Þetta er ein af bakgrunnsbreytunum sem við munum rýna á næstunni betur og velta fyrir okkur hvar við getum stigið inn með aðgerðir gagnvart þessu vegna þess að menntakerfið á að vera jöfnunartækifæri og það hefur verið grunnur þess að einstaklingar geta flust á milli tekjutíunda og á milli þjóðfélagshópa,“ segir Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra. Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar PISA-könnun Tengdar fréttir Slök frammistaða í PISA: „Fær okkur til að velta fyrir okkur stöðu íslenskunnar“ Frammistaða íslenskra nemenda í PISA könnuninni 2022 er bæði lakari en í fyrri könnunum og undir meðaltali OECD ríkjanna í öllum þremur meginflokkunum sem undir eru. Lesskilningi hefur hrakað mest en forstjóri menntamálastofnunar segir stöðuna fá hana til að velta fyrir sér stöðu íslenskrar tungu. 5. desember 2023 13:42 Algjört hrap í lesskilningi íslenskra barna Niðurstöður nýrrar PISA-könnunar sýna minni árangur nemenda í þátttökulöndum miðað við fyrri kannanir, meðal annars á öllum Norðurlöndum og árangurinn er minni á Íslandi en á öðrum Norðurlöndum. Aðeins tvö af hverjum þremur fimmtán ára börnum búa yfir grunnhæfni í lesskilningi og aðeins 53 prósent pilta. 5. desember 2023 10:22 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
Hin alþjóðlega PISA könnun á vegum OECD sýnir að lesskilningi íslenskra nemenda hrakar allverulega. Sextíu prósent íslenskra nemenda búa yfir grunnhæfni í lesskilningi. Hlutfallið nemur sjötíu og fjögur prósentum bæði á Norðurlöndunum og í hinum OECD ríkjunum. Á Íslandi er talsverður kynjamunur en stúlkurnar standa mun betur að vígi en drengir. Sextíu og átta prósent stúlkna hafa grunnfærni í lesskilningi á móti fimmtíu og þremur prósentum drengja. Menntamálayfirvöld rýna nú gögnin til að leita leiða til úrbóta en frammistaða íslenskra barna í lesskilningi, stærðfræðilæsi og náttúruvísindalæsi er undir meðaltali OECD. „Við búum á mjög litlu málsvæði og það eru mjög mikil áhrif af enskri tungu þannig að við myndum vilja gefa aðeins meira í með fjölbreytt námsefni sem höfðar til barna á mismunandi hátt,“ segir Þórdís Jóna Sigurðardóttir, forstjóri menntamálastofnunar. „Það eru öll lönd að falla. Áhyggjuefnið er hins vegar að Ísland er að falla meira en önnur lönd og við því þurfum við að bregðast,“ segir Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra. Hér að neðan er hægt að sjá kvöldfrétt Stöðvar 2 um niðurstöður PISA könnunarinnar. Að innslaginu loknu er viðtal Telmu Tómasson fréttaþular við Eirík Rögnvaldsson prófessor emerítus þar sem hann rýnir í stöðu mála. Hann segir PISA-skýrsluna kolsvarta. Þorvar Hafsteinsson, formaður Heimilis og skóla, segir foreldra mega gera betur og taka meiri þátt. „Hvatningin. Tala vel um skólann að skólinn sé góður vinnustaður og góður staður fyrir börn og bara gefa sig almennt að þessu.“ Ekki allir foreldrar eiga þess kost að hjálpa. Börn með lakari félags- og efnahagslegan bakgrunn koma verr út í PISA en önnur. Áhrif þess hefur aukist verulega á milli kannanna. Þorvar segir gríðarlega mikilvægt að sporna gegn þessari þróun. „Kerfið þarf bara að taka utan um þessi börn og hjálpa til. Við sjáum þetta sama í æskulýðsstarfinu. Þessir krakkar frá þessum heimilum geta ekki verið að nýta sér æskulýðs- og íþróttastarfið með sama hætti. Þau verða svolítið út undan og sitja ein uppi með vandamálin.“ „Þetta er ein af bakgrunnsbreytunum sem við munum rýna á næstunni betur og velta fyrir okkur hvar við getum stigið inn með aðgerðir gagnvart þessu vegna þess að menntakerfið á að vera jöfnunartækifæri og það hefur verið grunnur þess að einstaklingar geta flust á milli tekjutíunda og á milli þjóðfélagshópa,“ segir Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra.
Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar PISA-könnun Tengdar fréttir Slök frammistaða í PISA: „Fær okkur til að velta fyrir okkur stöðu íslenskunnar“ Frammistaða íslenskra nemenda í PISA könnuninni 2022 er bæði lakari en í fyrri könnunum og undir meðaltali OECD ríkjanna í öllum þremur meginflokkunum sem undir eru. Lesskilningi hefur hrakað mest en forstjóri menntamálastofnunar segir stöðuna fá hana til að velta fyrir sér stöðu íslenskrar tungu. 5. desember 2023 13:42 Algjört hrap í lesskilningi íslenskra barna Niðurstöður nýrrar PISA-könnunar sýna minni árangur nemenda í þátttökulöndum miðað við fyrri kannanir, meðal annars á öllum Norðurlöndum og árangurinn er minni á Íslandi en á öðrum Norðurlöndum. Aðeins tvö af hverjum þremur fimmtán ára börnum búa yfir grunnhæfni í lesskilningi og aðeins 53 prósent pilta. 5. desember 2023 10:22 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
Slök frammistaða í PISA: „Fær okkur til að velta fyrir okkur stöðu íslenskunnar“ Frammistaða íslenskra nemenda í PISA könnuninni 2022 er bæði lakari en í fyrri könnunum og undir meðaltali OECD ríkjanna í öllum þremur meginflokkunum sem undir eru. Lesskilningi hefur hrakað mest en forstjóri menntamálastofnunar segir stöðuna fá hana til að velta fyrir sér stöðu íslenskrar tungu. 5. desember 2023 13:42
Algjört hrap í lesskilningi íslenskra barna Niðurstöður nýrrar PISA-könnunar sýna minni árangur nemenda í þátttökulöndum miðað við fyrri kannanir, meðal annars á öllum Norðurlöndum og árangurinn er minni á Íslandi en á öðrum Norðurlöndum. Aðeins tvö af hverjum þremur fimmtán ára börnum búa yfir grunnhæfni í lesskilningi og aðeins 53 prósent pilta. 5. desember 2023 10:22