Af hverju háir skattar og rándýr framtíðarstrætó? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 6. desember 2023 07:30 Ég tek gjarnan á móti ungmennum sem vilja heimsækja vinnustaðinn minn, Alþingi. Þessar heimsóknir eru hreinlega með því skemmtilegra sem ég geri. Nýlega tókum við kollegi minn á móti ungmennaráði. Ungmennaráð eru frábær vettvangur fyrir ungt fólk til að hafa áhrif á samfélagið. Samtalið við ungmennin var venju samkvæmt líflegt og hressandi og spurningarnar sem þau beindu til okkar að þessu sinni voru sérstaklega góðar og beinskeyttar. Af hverju borgum við svona háa skatta? Af hverju er ekki hægt að lækka skatta og fara bara betur með peninginn? Af hverju þurfum við að borga skatta en megum svo ekki kjósa? Hvað getur Alþingi gert í leikskólamálum? Og af hverju er verið að eyða peningum í rándýran strætó í framtíðinni í stað þess að bæta strætó núna og gera hann bara gjaldfrjálsan? Ungt fólk hefur oft skýra hugsun og viðhorf og kemur með fersk sjónarmið að borðinu. Ungt fólk sættir sig líka síður við loðin svör og útúrsnúninga – það vill skýr svör við skýrum spurningum. Við borgum alltof háa skatta og ættum að fara betur með peninginn sem við heimtum af skattgreiðendum. Þess vegna hefur Sjálfstæðisflokkurinn lækkað skatta og beitt sér fyrir skynsamlegri forgangsröðun almannafjár þótt alltaf megi þar gera betur. Við ættum að treysta ungu fólki betur og fólk getur tekið þátt í prófkjörum á vegum Sjálfstæðisflokksins frá 15 ára aldri. Alþingi hefur nýlega lengt rétt foreldra til fæðingarorlofs. En sum sveitarfélög mættu gera betur þegar kemur að dagvistunarmálum. Ég hef m.a. tekið þau mál upp í þinginu. Mér er það síðan óskiljanlegt hvers vegna við ætlum að eyða peningum í rándýran strætó í framtíðinni í stað þess að bæta kerfið sem við höfum nú þegar og sárafáir nota, en það er svo efni í lengri pistil en þennan. Ungir sjálfstæðismenn hafa lengi barist fyrir því að kosningaaldur verði lækkaður og slík frumvörp eru lögð reglulega fram á Alþingi. Ég hef nú lagt fram frumvarp með annarri nálgun, sem sé um að einstaklingar byrji ekki að greiða tekjuskatt af launatekjum fyrr en við 18 ára aldur. Við bindum kosningarétt við þann aldur og þar með tækifærið til þess að hafa áhrif á þær ákvarðanir sem teknar eru, svo sem í skattamálum. Af hverju eiga ungmenni annars að þurfa borga skatta, en ekki kjósa? Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Skattar og tollar Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Ég tek gjarnan á móti ungmennum sem vilja heimsækja vinnustaðinn minn, Alþingi. Þessar heimsóknir eru hreinlega með því skemmtilegra sem ég geri. Nýlega tókum við kollegi minn á móti ungmennaráði. Ungmennaráð eru frábær vettvangur fyrir ungt fólk til að hafa áhrif á samfélagið. Samtalið við ungmennin var venju samkvæmt líflegt og hressandi og spurningarnar sem þau beindu til okkar að þessu sinni voru sérstaklega góðar og beinskeyttar. Af hverju borgum við svona háa skatta? Af hverju er ekki hægt að lækka skatta og fara bara betur með peninginn? Af hverju þurfum við að borga skatta en megum svo ekki kjósa? Hvað getur Alþingi gert í leikskólamálum? Og af hverju er verið að eyða peningum í rándýran strætó í framtíðinni í stað þess að bæta strætó núna og gera hann bara gjaldfrjálsan? Ungt fólk hefur oft skýra hugsun og viðhorf og kemur með fersk sjónarmið að borðinu. Ungt fólk sættir sig líka síður við loðin svör og útúrsnúninga – það vill skýr svör við skýrum spurningum. Við borgum alltof háa skatta og ættum að fara betur með peninginn sem við heimtum af skattgreiðendum. Þess vegna hefur Sjálfstæðisflokkurinn lækkað skatta og beitt sér fyrir skynsamlegri forgangsröðun almannafjár þótt alltaf megi þar gera betur. Við ættum að treysta ungu fólki betur og fólk getur tekið þátt í prófkjörum á vegum Sjálfstæðisflokksins frá 15 ára aldri. Alþingi hefur nýlega lengt rétt foreldra til fæðingarorlofs. En sum sveitarfélög mættu gera betur þegar kemur að dagvistunarmálum. Ég hef m.a. tekið þau mál upp í þinginu. Mér er það síðan óskiljanlegt hvers vegna við ætlum að eyða peningum í rándýran strætó í framtíðinni í stað þess að bæta kerfið sem við höfum nú þegar og sárafáir nota, en það er svo efni í lengri pistil en þennan. Ungir sjálfstæðismenn hafa lengi barist fyrir því að kosningaaldur verði lækkaður og slík frumvörp eru lögð reglulega fram á Alþingi. Ég hef nú lagt fram frumvarp með annarri nálgun, sem sé um að einstaklingar byrji ekki að greiða tekjuskatt af launatekjum fyrr en við 18 ára aldur. Við bindum kosningarétt við þann aldur og þar með tækifærið til þess að hafa áhrif á þær ákvarðanir sem teknar eru, svo sem í skattamálum. Af hverju eiga ungmenni annars að þurfa borga skatta, en ekki kjósa? Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun