Samstaða og sniðganga - Suður-Afríka og Palestína Guðrún Sif Friðriksdóttir skrifar 6. desember 2023 15:31 Frá 7. október síðastliðnum hefur heimsbyggðin horft upp á hrylling ágerast á Gaza. Árásum Hamas á Ísrael hefur verið svarað með drápum á fleiri en 16.000 íbúum Gaza, þar af að minnsta kosti 7000 börnum. Vonir um að tímabundið mannúðarhlé yrði framlengt í lengra vopnahlé og langvarandi pólitíska lausn eru orðnar að engu og þjóðernishreinsanir á Gaza, þar sem almennir borgarar eru hvergi hultir, halda áfram. Palestínubúar hafa reynt ýmsar friðsamlegar leiðir til að berjast fyrir réttindum sínum í gegnum tíðina. Ein þeirra hefur verið að hvetja til sniðgöngu að fyrirmynd þeirri sem beindist að Suður-Afríku á tímum aðskilnaðarstefnunnar. Þó að sú sniðganga hafi ekki ein og sér bundið endi á aðskilnaðarstefnuna þá var hún mikilvægur þáttur. Stuðningur almennings við sniðgönguna gerði yfirvöldum á Vesturlöndum einnig erfiðara fyrir að halda áfram stuðningi við rasísk stjórnvöld Suður-Afríku. Stuðningsmenn hvíta minnihlutans í Suður-Afríku á tímum aðskilnaðarstefnunnar bentu oft á önnur Afríkulönd þar sem ofbeldi átti sér stað og reyndu að afvegaleiða umræðuna með því að spyrja af hverju væri ráðist á Suður-Afríku þegari ofbeldi ætti sér einnig stað annars staðar í álfunni. En milljónir almennra borgara sáu hvað aðskilnaðarstefnan var í raun og veru: glæpur gegn mannkyni. Ísrael hefur einnig unnið að því hörðum höndum að beina athyglinni frá eigin ofbeldisaðgerðum og beina henni að Hamas. En sú taktík gengur ekki lengur. Eyðileggingin á Gaza Eyðileggingin á Gaza er hryllileg. Íbúðarhús, skólar, sjúkrahús, flóttamannabúðir, öllu er tortímt. En fleiru er grandað á Gaza. Fyrir öllum þeim sem fylgst hafa með atburðarrásinni er ímynd Ísraels jafn mikil rjúkandi rúst og Gaza. Síonistar hafa gjörsamlega afhjúpað sig, áætlanir sínar um þjóðernishreinsanir og skeytingarleysi sitt gagnvart mannslífum. Fram að þessu hefur þrýstingur á Ísrael verið mun minni en hann var á Suður-Afríku á 9. áratug síðustu aldar. En að verða vitni að því að börn séu myrt á 10 mínútna fresti, sjúkrahús og skólar sprengdir, allar nauðsynjar teknar af fólki og þjóðernishreinsun í fullum gangi hefur leitt til þess að stór hluti almennings hefur vaknað til lífsins. En ennþá fleiri þurfa að bregðast við, því gjörðir hins almenna borgara skipta máli. Almenningur krefst þess í samstöðugöngum í öllum heimshornum að morðæðið sé stöðvað. Samtímis hafa þó slagorð um samstöðu með Palestínu verið bönnuð í Þýskalandi og eru á gráu svæði í Austurríki, Bandaríkjunum og Bretlandi. Einnig hefur sniðganga gegn Ísrael verið bönnuð í 35 fylkjum Bandaríkjanna og í Þýskalandi. Þetta varpar enn meiri ábyrgð á okkur sem enn njótum tjáningarfrelsis að nýta það. Nú þegar Ísrael er búið að berskjalda sig er líklegt að andspyrna heimsbyggðarinnar gegn hernámi, fjöldamorðum og aðskilnaðarstefnu muni aukast. Því miður lítur út fyrir að ríkisstjórnir og stofnanir Vesturlanda verði þær síðustu til standa með lýðræði og mannréttindum og á móti hvítri yfirburðarhyggju, alveg eins og gagnvart Suður-Afríku. Máttur almennings Ísraelsríki hefur dyggari stuðningsaðila á Vesturlöndum en hvíti minnihlutinn í Suður-Afríku hafði. En það hefur áður tekist að ná fram réttlæti þó að valdamestu aðilar heimsins hafi verið því mótfallnir. Þrýstingur frá almenningi réð úrslitum um að það tókst á endanum að koma því í gengum bæði bandaríska og breska þingið að beita Suður-Afríku viðskiptaþvingunum, þvert á vilja bæði Ronald Reagan og Margaret Thatcher. Það mun koma að því að vestræn yfirvöld verði að horfast í augu við að almenningur líður ekki hvíta yfirburðarhyggju og aðskilnaðarstefnu heldur trúir á jafnan rétt og frelsi allra, hvort sem það er í Suður-Afríku eða Ísrael og Palestínu. Nú reynir á okkur að halda áfram að þrýsta á okkar stjórnvöld, stofnanir og fyrirtæki með sniðgöngu og mótmælum svo að þetta gerist sem fyrst. Ábyrgðin er okkar. Tíminn er núna. Höfundur er rannsakandi við Norrænu Afríkustofnunina í Uppsala. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Frá 7. október síðastliðnum hefur heimsbyggðin horft upp á hrylling ágerast á Gaza. Árásum Hamas á Ísrael hefur verið svarað með drápum á fleiri en 16.000 íbúum Gaza, þar af að minnsta kosti 7000 börnum. Vonir um að tímabundið mannúðarhlé yrði framlengt í lengra vopnahlé og langvarandi pólitíska lausn eru orðnar að engu og þjóðernishreinsanir á Gaza, þar sem almennir borgarar eru hvergi hultir, halda áfram. Palestínubúar hafa reynt ýmsar friðsamlegar leiðir til að berjast fyrir réttindum sínum í gegnum tíðina. Ein þeirra hefur verið að hvetja til sniðgöngu að fyrirmynd þeirri sem beindist að Suður-Afríku á tímum aðskilnaðarstefnunnar. Þó að sú sniðganga hafi ekki ein og sér bundið endi á aðskilnaðarstefnuna þá var hún mikilvægur þáttur. Stuðningur almennings við sniðgönguna gerði yfirvöldum á Vesturlöndum einnig erfiðara fyrir að halda áfram stuðningi við rasísk stjórnvöld Suður-Afríku. Stuðningsmenn hvíta minnihlutans í Suður-Afríku á tímum aðskilnaðarstefnunnar bentu oft á önnur Afríkulönd þar sem ofbeldi átti sér stað og reyndu að afvegaleiða umræðuna með því að spyrja af hverju væri ráðist á Suður-Afríku þegari ofbeldi ætti sér einnig stað annars staðar í álfunni. En milljónir almennra borgara sáu hvað aðskilnaðarstefnan var í raun og veru: glæpur gegn mannkyni. Ísrael hefur einnig unnið að því hörðum höndum að beina athyglinni frá eigin ofbeldisaðgerðum og beina henni að Hamas. En sú taktík gengur ekki lengur. Eyðileggingin á Gaza Eyðileggingin á Gaza er hryllileg. Íbúðarhús, skólar, sjúkrahús, flóttamannabúðir, öllu er tortímt. En fleiru er grandað á Gaza. Fyrir öllum þeim sem fylgst hafa með atburðarrásinni er ímynd Ísraels jafn mikil rjúkandi rúst og Gaza. Síonistar hafa gjörsamlega afhjúpað sig, áætlanir sínar um þjóðernishreinsanir og skeytingarleysi sitt gagnvart mannslífum. Fram að þessu hefur þrýstingur á Ísrael verið mun minni en hann var á Suður-Afríku á 9. áratug síðustu aldar. En að verða vitni að því að börn séu myrt á 10 mínútna fresti, sjúkrahús og skólar sprengdir, allar nauðsynjar teknar af fólki og þjóðernishreinsun í fullum gangi hefur leitt til þess að stór hluti almennings hefur vaknað til lífsins. En ennþá fleiri þurfa að bregðast við, því gjörðir hins almenna borgara skipta máli. Almenningur krefst þess í samstöðugöngum í öllum heimshornum að morðæðið sé stöðvað. Samtímis hafa þó slagorð um samstöðu með Palestínu verið bönnuð í Þýskalandi og eru á gráu svæði í Austurríki, Bandaríkjunum og Bretlandi. Einnig hefur sniðganga gegn Ísrael verið bönnuð í 35 fylkjum Bandaríkjanna og í Þýskalandi. Þetta varpar enn meiri ábyrgð á okkur sem enn njótum tjáningarfrelsis að nýta það. Nú þegar Ísrael er búið að berskjalda sig er líklegt að andspyrna heimsbyggðarinnar gegn hernámi, fjöldamorðum og aðskilnaðarstefnu muni aukast. Því miður lítur út fyrir að ríkisstjórnir og stofnanir Vesturlanda verði þær síðustu til standa með lýðræði og mannréttindum og á móti hvítri yfirburðarhyggju, alveg eins og gagnvart Suður-Afríku. Máttur almennings Ísraelsríki hefur dyggari stuðningsaðila á Vesturlöndum en hvíti minnihlutinn í Suður-Afríku hafði. En það hefur áður tekist að ná fram réttlæti þó að valdamestu aðilar heimsins hafi verið því mótfallnir. Þrýstingur frá almenningi réð úrslitum um að það tókst á endanum að koma því í gengum bæði bandaríska og breska þingið að beita Suður-Afríku viðskiptaþvingunum, þvert á vilja bæði Ronald Reagan og Margaret Thatcher. Það mun koma að því að vestræn yfirvöld verði að horfast í augu við að almenningur líður ekki hvíta yfirburðarhyggju og aðskilnaðarstefnu heldur trúir á jafnan rétt og frelsi allra, hvort sem það er í Suður-Afríku eða Ísrael og Palestínu. Nú reynir á okkur að halda áfram að þrýsta á okkar stjórnvöld, stofnanir og fyrirtæki með sniðgöngu og mótmælum svo að þetta gerist sem fyrst. Ábyrgðin er okkar. Tíminn er núna. Höfundur er rannsakandi við Norrænu Afríkustofnunina í Uppsala.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun