Kjarapakki Samfylkingar: Mildum höggið og vinnum gegn verðbólgu Kristrún Frostadóttir skrifar 6. desember 2023 16:02 Fjölmörg heimili á Íslandi hafa orðið fyrir þungu höggi vegna hárra vaxta og verðbólgu. Ríkisstjórnin tekur þennan vanda almennings ekki alvarlega. Og það gerir vont ástand verra. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum verður 5.000 heimilum hent úr vaxtabótakerfinu samkvæmt fjárlögum ríkisstjórnarinnar. Sömuleiðis lækka húsnæðisbætur til leigjenda. Á tímum sem þessum er ótrúlegt að ríkisstjórnin ætli að minnka stuðning við skuldsett heimili og leigjendur. Og í stað þess að grípa sjálf til aðgerða til að vinna bug á verðbólgunni hefur ríkisstjórnin sífellt bent á Seðlabankann. Þannig hefur ríkisstjórnin beinlínis kallað hærri vexti yfir heimilin. Samfylkingin leggur fram kjarapakka Samfylkingin vill fara aðra leið en ríkisstjórnin. Þess vegna höfum við kynnt kjarapakka Samfylkingar með afmörkuðum breytingum við fjárlög ríkisstjórnarinnar. Kjarapakkinn gengur út á að vinna bug á verðbólgunni með því að beita aðhaldi þar sem þenslan er í raun og veru. Og um leið að milda höggið fyrir heimilin. Fyrir hverja krónu í aukin útgjöld í kjarapakka Samfylkingar koma tvær krónur á móti í auknar tekjur. Það er til að vinna bug á verðbólgu og ná niður vöxtum. Í kjarapakkanum eru afmarkaðar tillögur sem við teljum að ríkisstjórnin ætti að geta fallist á núna í tengslum við fjárlög og kjarasamninga. Auðvitað myndi Samfylkingin stjórna með allt öðrum hætti en núverandi ríkisstjórn — til dæmis í mikilvægum málaflokkum eins og heilbrigðisþjónustu, kjörum öryrkja og aldraðra og svo framvegis. En til að ráðast í svo veigamiklar breytingar þyrfti kosningar og nýja ríkisstjórn. Mildum höggið fyrir heimilin Til að milda höggið fyrir heimilin vill Samfylkingin setja 6 milljarða í vaxta- og húsnæðisbætur og grípa til aðgerða til að auka húsnæðisöryggi fólks. Þannig mætti styðja 10.000 skuldsett heimili til viðbótar í stað þess að henda 5.000 heimilum út úr vaxtabótakerfinu og tryggja að húsnæðisbætur til leigjenda haldi verðgildi sínu. Þá leggur Samfylkingin til vaxtabætur til bænda. Það væri skilvirk leið til að styðja við bændur með þunga vaxtabyrði þar sem heimili bændafjölskyldna eru samofin búrekstrinum. Loks leggur Samfylkingin til aðgerðir sem mætti ráðast í til að auka strax húsnæðisöryggi fólks án mikils tilkostnaðar. Við viljum ná stjórn á Airbnb og skammtímaleigu íbúða, taka upp tímabundna leigubremsu að danskri fyrirmynd og veita skattaívilnun til uppbyggingar á almennum íbúðum. Vinnum bug á verðbólgunni Samhengið milli velferðar og verðbólgu er mikilvægt. Með markvissum aðgerðum til að milda höggið fyrir heimilin, þar sem þörfin er mest, er hægt að mæta kröfum verkalýðshreyfingarinnar án þess að það kalli á þeim muni meiri launahækkanir sem leggjast flatt yfir alla. Það er skilvirkasta leiðin til að stuðla að skynsamlegum kjarasamningum sem halda aftur af verðbólgu. Við höfum fordæmin fyrir þessari nálgun frá öðrum Norðurlöndum. En ef ríkið gerir ekkert til að styrkja velferðina þá bítur það í skottið á sér með meiri launahækkunum en ella sem lenda í fanginu á fyrirtækjum, sveitarfélögum og auðvitað ríkissjóði líka. Þar fyrir utan vill Samfylkingin vinna bug á verðbólgunni með því að beita aðhaldi þar sem þenslan er í raun og veru. Eftir metár í fjármagnstekjum, metarðsemi hjá stórúgerð og methagnað hjá bönkum. Því leggjum við til 24 milljarða aðhald á tekjuhlið ríkissjóðs: Fjármagnstekjuskattur hækki úr 22% í 25% sem fellur nær eingöngu á tekjuhæstu tíund landsmanna, skrúfað verði fyrir skattaglufu sem hefur verið kölluð „ehf.-gatið“, álag verði lagt á veiðigjöld stórútgerða og lækkun á bankaskatti verði afturkölluð. Þar af færu 6 milljarðar í að milda höggið fyrir heimilin, eins og áður segir, og aðrir 6 milljarðar yrðu teknir frá til að fjármagna aðgerðir vegna ástandsins í Grindavík. Á verðbólgutímum er mikilvægt að fjármagna öll fyrirséð útgjöld til að kynda ekki undir frekari verðbólgu. Það gildir auðvitað einnig um aðgerðir á borð við afkomutryggingu og leigustuðning fyrir Grindvíkinga — sem Samfylkingin hefur stutt en sem ríkisstjórnin hefur ekki getað komið sér saman um hvernig eigi að fjármagna. Samhljómur með ASÍ og almenningi Þegar áhrifin af kjarapakka Samfylkingarinnar eru tekin saman er ljóst að pakkinn myndi skila sér beint í bókhaldi venjulegra íslenskra heimila: Meiri velferð og minni verðbólga. Húsnæðisöryggi og hóflegar launahækkanir. Tvær krónur í tekjur fyrir hverja krónu í aukin útgjöld. Samfylkingin vill fara aðra leið en núverandi ríkisstjórn. Og það skiptir okkur máli að sýna fram á að það er hægt að stjórna með öðrum hætti en nú er gert — í þágu fólksins í landinu. Málflutningur Samfylkingarinnar hefur átt mikinn samhljóm með Alþýðusambandi Íslands og einnig almennum borgurum í umræðu og samtölum um efnahagsstjórn ríkisstjórnarinnar. Það skiptir okkur máli. Það bendir til þess að við í Samfylkingunni séum rétt stillt og að það sé vaxandi slagkraftur víða í samfélaginu til breytinga. Við vonum að stjórnarmeirihlutinn á Alþingi muni fallast á einhverjar af breytingartillögum okkar við fjárlögin. En ef ríkisstjórnin ætlar að halda áfram á sömu braut er ljóst að verkefni næstu ríkisstjórnar halda áfram að hrúgast upp. Hvernig sem það fer verður Samfylkingin reiðubúin að leiða breytingar að loknum næstu kosningum, fáum við til þess umboð hjá þjóðinni. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristrún Frostadóttir Samfylkingin Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Skoðun Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Sjá meira
Fjölmörg heimili á Íslandi hafa orðið fyrir þungu höggi vegna hárra vaxta og verðbólgu. Ríkisstjórnin tekur þennan vanda almennings ekki alvarlega. Og það gerir vont ástand verra. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum verður 5.000 heimilum hent úr vaxtabótakerfinu samkvæmt fjárlögum ríkisstjórnarinnar. Sömuleiðis lækka húsnæðisbætur til leigjenda. Á tímum sem þessum er ótrúlegt að ríkisstjórnin ætli að minnka stuðning við skuldsett heimili og leigjendur. Og í stað þess að grípa sjálf til aðgerða til að vinna bug á verðbólgunni hefur ríkisstjórnin sífellt bent á Seðlabankann. Þannig hefur ríkisstjórnin beinlínis kallað hærri vexti yfir heimilin. Samfylkingin leggur fram kjarapakka Samfylkingin vill fara aðra leið en ríkisstjórnin. Þess vegna höfum við kynnt kjarapakka Samfylkingar með afmörkuðum breytingum við fjárlög ríkisstjórnarinnar. Kjarapakkinn gengur út á að vinna bug á verðbólgunni með því að beita aðhaldi þar sem þenslan er í raun og veru. Og um leið að milda höggið fyrir heimilin. Fyrir hverja krónu í aukin útgjöld í kjarapakka Samfylkingar koma tvær krónur á móti í auknar tekjur. Það er til að vinna bug á verðbólgu og ná niður vöxtum. Í kjarapakkanum eru afmarkaðar tillögur sem við teljum að ríkisstjórnin ætti að geta fallist á núna í tengslum við fjárlög og kjarasamninga. Auðvitað myndi Samfylkingin stjórna með allt öðrum hætti en núverandi ríkisstjórn — til dæmis í mikilvægum málaflokkum eins og heilbrigðisþjónustu, kjörum öryrkja og aldraðra og svo framvegis. En til að ráðast í svo veigamiklar breytingar þyrfti kosningar og nýja ríkisstjórn. Mildum höggið fyrir heimilin Til að milda höggið fyrir heimilin vill Samfylkingin setja 6 milljarða í vaxta- og húsnæðisbætur og grípa til aðgerða til að auka húsnæðisöryggi fólks. Þannig mætti styðja 10.000 skuldsett heimili til viðbótar í stað þess að henda 5.000 heimilum út úr vaxtabótakerfinu og tryggja að húsnæðisbætur til leigjenda haldi verðgildi sínu. Þá leggur Samfylkingin til vaxtabætur til bænda. Það væri skilvirk leið til að styðja við bændur með þunga vaxtabyrði þar sem heimili bændafjölskyldna eru samofin búrekstrinum. Loks leggur Samfylkingin til aðgerðir sem mætti ráðast í til að auka strax húsnæðisöryggi fólks án mikils tilkostnaðar. Við viljum ná stjórn á Airbnb og skammtímaleigu íbúða, taka upp tímabundna leigubremsu að danskri fyrirmynd og veita skattaívilnun til uppbyggingar á almennum íbúðum. Vinnum bug á verðbólgunni Samhengið milli velferðar og verðbólgu er mikilvægt. Með markvissum aðgerðum til að milda höggið fyrir heimilin, þar sem þörfin er mest, er hægt að mæta kröfum verkalýðshreyfingarinnar án þess að það kalli á þeim muni meiri launahækkanir sem leggjast flatt yfir alla. Það er skilvirkasta leiðin til að stuðla að skynsamlegum kjarasamningum sem halda aftur af verðbólgu. Við höfum fordæmin fyrir þessari nálgun frá öðrum Norðurlöndum. En ef ríkið gerir ekkert til að styrkja velferðina þá bítur það í skottið á sér með meiri launahækkunum en ella sem lenda í fanginu á fyrirtækjum, sveitarfélögum og auðvitað ríkissjóði líka. Þar fyrir utan vill Samfylkingin vinna bug á verðbólgunni með því að beita aðhaldi þar sem þenslan er í raun og veru. Eftir metár í fjármagnstekjum, metarðsemi hjá stórúgerð og methagnað hjá bönkum. Því leggjum við til 24 milljarða aðhald á tekjuhlið ríkissjóðs: Fjármagnstekjuskattur hækki úr 22% í 25% sem fellur nær eingöngu á tekjuhæstu tíund landsmanna, skrúfað verði fyrir skattaglufu sem hefur verið kölluð „ehf.-gatið“, álag verði lagt á veiðigjöld stórútgerða og lækkun á bankaskatti verði afturkölluð. Þar af færu 6 milljarðar í að milda höggið fyrir heimilin, eins og áður segir, og aðrir 6 milljarðar yrðu teknir frá til að fjármagna aðgerðir vegna ástandsins í Grindavík. Á verðbólgutímum er mikilvægt að fjármagna öll fyrirséð útgjöld til að kynda ekki undir frekari verðbólgu. Það gildir auðvitað einnig um aðgerðir á borð við afkomutryggingu og leigustuðning fyrir Grindvíkinga — sem Samfylkingin hefur stutt en sem ríkisstjórnin hefur ekki getað komið sér saman um hvernig eigi að fjármagna. Samhljómur með ASÍ og almenningi Þegar áhrifin af kjarapakka Samfylkingarinnar eru tekin saman er ljóst að pakkinn myndi skila sér beint í bókhaldi venjulegra íslenskra heimila: Meiri velferð og minni verðbólga. Húsnæðisöryggi og hóflegar launahækkanir. Tvær krónur í tekjur fyrir hverja krónu í aukin útgjöld. Samfylkingin vill fara aðra leið en núverandi ríkisstjórn. Og það skiptir okkur máli að sýna fram á að það er hægt að stjórna með öðrum hætti en nú er gert — í þágu fólksins í landinu. Málflutningur Samfylkingarinnar hefur átt mikinn samhljóm með Alþýðusambandi Íslands og einnig almennum borgurum í umræðu og samtölum um efnahagsstjórn ríkisstjórnarinnar. Það skiptir okkur máli. Það bendir til þess að við í Samfylkingunni séum rétt stillt og að það sé vaxandi slagkraftur víða í samfélaginu til breytinga. Við vonum að stjórnarmeirihlutinn á Alþingi muni fallast á einhverjar af breytingartillögum okkar við fjárlögin. En ef ríkisstjórnin ætlar að halda áfram á sömu braut er ljóst að verkefni næstu ríkisstjórnar halda áfram að hrúgast upp. Hvernig sem það fer verður Samfylkingin reiðubúin að leiða breytingar að loknum næstu kosningum, fáum við til þess umboð hjá þjóðinni. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun