Gamli Bjarni og nýi Bjarni Sigmar Guðmundsson skrifar 7. desember 2023 08:00 Þegar formaður stærsta stjórnmálaflokks á Íslandi sakar Kveik á RÚV um áróður gegn krónunni, þá eru það þung orð. Eitt er að gagnrýna efnistök en að ryðjast hneykslaður fram og saka þáttarstjórnendur um annarleg sjónarmið og óheiðarleika, er alvarlegt mál hjá ráðherra í ríkisstjórn. Kveikur er sekur um það eitt að hafa fjallað um krónuna og sveiflurnar sem henni fylgja í vikunni. Fjallað var um þá staðreynd að sum fyrirtæki fá að losna undan kostnaðarsömum krónusveiflunum á meðan heimilin þurfa ítrekað að þola rothögg vegna þessa sama óstöðugleika. Þátturinn dró fram mismunandi sjónarmið í samfélagi þar sem beinn kostnaður við krónuna er í kringum 300 milljarða á ári. Stórfínn þáttur. En í huga Bjarna Benediktssonar var þetta áróður gegn krónunni og hneyksli, án þess að það sé rökstutt af viti eða bent á staðreyndavillur. Bjarni, sem ber mjög mikla ábyrgð á vaxtabrjálæðinu sem nú er allt að drepa, segir að í þáttinn hafi vantað umræðu um gengisáhættu og er þar að vísa í myntkörfulánin fyrir hrun. En hvað sagði Bjarni Benediktsson um nákvæmlega þetta, í lok árs 2008, þegar þjóðin sleikti sár sín, meðal annars vegna þess að gjaldmiðilinn hrundi? „Sé horft til lengri tíma er hætt við að krónan verði okkur fjötur um fót. Sá sveigjanleiki sem krónan veitir okkur til að kljást við afleiðingar mistaka í hagstjórn eða til að bregðast við ytri áföllum á sér því miður þá skuggahlið að vera sveifluvaldandi og geta ýtt undir óstöðugleika í hagkerfinu. Óstöðugur gjaldmiðill dregur úr trausti á hagkerfinu: tilvitnun lýkur. Þegar nákvæmlega sömu sjónarmið og hans árið 2008, eru viðruð í gær af hagfræðingum, þá heitir það hneyksli og áróður gegn krónunni. Nýi Bjarni er sem sagt að gagnrýna gamla Bjarna fyrir áróður. Honum fannst eitt og annað vanta í umfjöllunina sem allt þjónar grimmri varðstöðu með örgjaldmiðlinum. En hann gleymir sjálfur, viljandi, að nefna okurvextina og verðbólguna, sem er alltaf miklu hærri á Íslandi en í nágrannalöndunum. Ofan á ónýtan gjaldmiðil þurfa nú heimilin og fyrirtækin líka að líða fyrir hagstjórnarmistök Sjálfstæðisflokksins sem felst í stjórnlausri útgjaldaaukningu ríkissjóðs. Þau glappaskot og krónísk krónublindan er meira hneyksli en upplýsandi sjónvarpsþáttur. Að ekki sé talað um langvarandi lágvaxtaskeiðið sem formaðurinn lofaði fyrir tveimur árum og stóð yfir í korter. Höfum þetta í huga þegar fyrrverandi fjármálaráðherra sakar fjölmiðla um áróður fyrir það eitt að vinna vinnuna sína. Höfundur er þingmaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Sigmar Guðmundsson Viðreisn Íslenska krónan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Þegar formaður stærsta stjórnmálaflokks á Íslandi sakar Kveik á RÚV um áróður gegn krónunni, þá eru það þung orð. Eitt er að gagnrýna efnistök en að ryðjast hneykslaður fram og saka þáttarstjórnendur um annarleg sjónarmið og óheiðarleika, er alvarlegt mál hjá ráðherra í ríkisstjórn. Kveikur er sekur um það eitt að hafa fjallað um krónuna og sveiflurnar sem henni fylgja í vikunni. Fjallað var um þá staðreynd að sum fyrirtæki fá að losna undan kostnaðarsömum krónusveiflunum á meðan heimilin þurfa ítrekað að þola rothögg vegna þessa sama óstöðugleika. Þátturinn dró fram mismunandi sjónarmið í samfélagi þar sem beinn kostnaður við krónuna er í kringum 300 milljarða á ári. Stórfínn þáttur. En í huga Bjarna Benediktssonar var þetta áróður gegn krónunni og hneyksli, án þess að það sé rökstutt af viti eða bent á staðreyndavillur. Bjarni, sem ber mjög mikla ábyrgð á vaxtabrjálæðinu sem nú er allt að drepa, segir að í þáttinn hafi vantað umræðu um gengisáhættu og er þar að vísa í myntkörfulánin fyrir hrun. En hvað sagði Bjarni Benediktsson um nákvæmlega þetta, í lok árs 2008, þegar þjóðin sleikti sár sín, meðal annars vegna þess að gjaldmiðilinn hrundi? „Sé horft til lengri tíma er hætt við að krónan verði okkur fjötur um fót. Sá sveigjanleiki sem krónan veitir okkur til að kljást við afleiðingar mistaka í hagstjórn eða til að bregðast við ytri áföllum á sér því miður þá skuggahlið að vera sveifluvaldandi og geta ýtt undir óstöðugleika í hagkerfinu. Óstöðugur gjaldmiðill dregur úr trausti á hagkerfinu: tilvitnun lýkur. Þegar nákvæmlega sömu sjónarmið og hans árið 2008, eru viðruð í gær af hagfræðingum, þá heitir það hneyksli og áróður gegn krónunni. Nýi Bjarni er sem sagt að gagnrýna gamla Bjarna fyrir áróður. Honum fannst eitt og annað vanta í umfjöllunina sem allt þjónar grimmri varðstöðu með örgjaldmiðlinum. En hann gleymir sjálfur, viljandi, að nefna okurvextina og verðbólguna, sem er alltaf miklu hærri á Íslandi en í nágrannalöndunum. Ofan á ónýtan gjaldmiðil þurfa nú heimilin og fyrirtækin líka að líða fyrir hagstjórnarmistök Sjálfstæðisflokksins sem felst í stjórnlausri útgjaldaaukningu ríkissjóðs. Þau glappaskot og krónísk krónublindan er meira hneyksli en upplýsandi sjónvarpsþáttur. Að ekki sé talað um langvarandi lágvaxtaskeiðið sem formaðurinn lofaði fyrir tveimur árum og stóð yfir í korter. Höfum þetta í huga þegar fyrrverandi fjármálaráðherra sakar fjölmiðla um áróður fyrir það eitt að vinna vinnuna sína. Höfundur er þingmaður Viðreisnar
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun