Varar við því að hoppa á einfaldar lausnir við flóknum vandamálum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. desember 2023 19:33 Full ástæða er til að hafa áhyggjur af stöðu menntamála í ljósi nýbirtrar PISA könnunar. Þetta segir Anna Kristín Sigurðardóttir, prófessor við Menntavísindasvið HÍ. Vísir/Einar Full ástæða er til að hafa áhyggjur af stöðu menntamála í ljósi nýbirtrar PISA könnunar. Þetta segir Anna Kristín Sigurðardóttir, prófessor við Menntavísindasvið HÍ sem varar við því að hoppa á einfaldar lausnir við flóknum vandamálum. Frammistaða íslenskra nemenda í PISA könnuninni reyndist undir meðaltali í þremur stóru sviðunum sem undir eru í PISA könnuninni; lesskilningi, stærðfræðilæsi og náttúrufræðilæsi. „Þetta eru þrjú mjög mikilvæg svið og það er full ástæða til að hafa áhyggjur af þessu og taka þetta alvarlega því við erum alls ekki á þeim stað sem við viljum vera.“ PISA könnunin gefur okkur vísbendingu um stöðu mála en hún segir hvorki til um hvernig við komumst á þennan stað né hvernig við snúum þróuninni við. Anna Kristín segir að kennsluhætti þurfi að rýna. Íslenskum kennurum hafi tekist vel til að skapa vingjarnlegt og gott andrúmsloft inni í kennslustofunni og að styrkleikarnir séu fjölmargir. Ný norræn rannsókn varpi ljósi á bæði styrkleika og veikleika kennsluháttanna. „En við sjáum líka að það þarf að styrkja það sem við getum kallað vitsmunalega áskorun; verkefni sem reyna á nemendur. Við þurfum að skoða samræðuhefðina inni í skólastofunum og hvernig tími er nýttur og ýmislegt svona.“ Þá sé stuðningur sveitarfélaga við grunnskólana of brotakenndur. Ný rannsókn frá Háskólanum á Akureyri varpi ljósi á það. „Stuðningurinn er mjög misjafn eftir sveitarfélögum og það eru kannski bara örfá stærstu sveitarfélögin sem hafa getað gert þetta af einhverju viti, að styðja skólana og það er skortur á faglegri forystu og þetta þarf að taka líka í gegn. Hér eru allt of mörg lítil sveitarfélög sem hafa ekki bolmagn til að styðja við skólana.“ Anna Kristín bendir á að niðurstaðan eigi ekki að koma neinu skólafólki á óvart. Flestir þeir nemendur sem tóku PISA prófið hafa líka á hverju ári tekið próf sem kallast lesferill. „Þurfti þetta að koma á óvart? Þau eru komin í níunda bekk í grunnskóla. Eigum við ekki að vita í hvað stefndi?“ spyr Anna Kristín sem bendir á að forvitnilegt væri að skoða hvernig þessi árgangur hefði komið út úr þeim prófum, til dæmis í fimmta, sjötta og sjöunda bekk. „Og hvernig var brugðist við? Hefði þá verið hægt að bregðast betur við því?“ PISA-könnun Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir „Ótrúlegt að menn horfist ekki í augu við þetta og axli ábyrgð“ „Það molnar stanslaust undan okkur. Hversu miklum lífsgæðum þurfum við að fórna og hversu mörgum tækifærum nemenda okkar þurfum við að fórna þar til við grípum í taumana og vöknum?“ 6. desember 2023 15:27 Fátækari með hverju árinu! Í dag sat ég kynningu á könnun Vörðu rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins sem unnin var fyrir ÖBÍ réttindasamtök um hagi fatlaðs fólks á Íslandi. 6. desember 2023 15:02 PISA sýnir aukna stéttaskiptingu á Íslandi: „Sitja ein uppi með vandamálin“ Annar hver 15 ára drengur á Íslandi býr ekki yfir grunnfærni í lesskilningi. Íslenskir nemendur er undir meðaltali OECD ríkjanna í öllum meginflokkum PISA könnunar. Börn með lakari félags- og efnahagslegan bakgrunn koma verr út í könnuninni. 5. desember 2023 19:41 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Fleiri fréttir Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Sjá meira
Frammistaða íslenskra nemenda í PISA könnuninni reyndist undir meðaltali í þremur stóru sviðunum sem undir eru í PISA könnuninni; lesskilningi, stærðfræðilæsi og náttúrufræðilæsi. „Þetta eru þrjú mjög mikilvæg svið og það er full ástæða til að hafa áhyggjur af þessu og taka þetta alvarlega því við erum alls ekki á þeim stað sem við viljum vera.“ PISA könnunin gefur okkur vísbendingu um stöðu mála en hún segir hvorki til um hvernig við komumst á þennan stað né hvernig við snúum þróuninni við. Anna Kristín segir að kennsluhætti þurfi að rýna. Íslenskum kennurum hafi tekist vel til að skapa vingjarnlegt og gott andrúmsloft inni í kennslustofunni og að styrkleikarnir séu fjölmargir. Ný norræn rannsókn varpi ljósi á bæði styrkleika og veikleika kennsluháttanna. „En við sjáum líka að það þarf að styrkja það sem við getum kallað vitsmunalega áskorun; verkefni sem reyna á nemendur. Við þurfum að skoða samræðuhefðina inni í skólastofunum og hvernig tími er nýttur og ýmislegt svona.“ Þá sé stuðningur sveitarfélaga við grunnskólana of brotakenndur. Ný rannsókn frá Háskólanum á Akureyri varpi ljósi á það. „Stuðningurinn er mjög misjafn eftir sveitarfélögum og það eru kannski bara örfá stærstu sveitarfélögin sem hafa getað gert þetta af einhverju viti, að styðja skólana og það er skortur á faglegri forystu og þetta þarf að taka líka í gegn. Hér eru allt of mörg lítil sveitarfélög sem hafa ekki bolmagn til að styðja við skólana.“ Anna Kristín bendir á að niðurstaðan eigi ekki að koma neinu skólafólki á óvart. Flestir þeir nemendur sem tóku PISA prófið hafa líka á hverju ári tekið próf sem kallast lesferill. „Þurfti þetta að koma á óvart? Þau eru komin í níunda bekk í grunnskóla. Eigum við ekki að vita í hvað stefndi?“ spyr Anna Kristín sem bendir á að forvitnilegt væri að skoða hvernig þessi árgangur hefði komið út úr þeim prófum, til dæmis í fimmta, sjötta og sjöunda bekk. „Og hvernig var brugðist við? Hefði þá verið hægt að bregðast betur við því?“
PISA-könnun Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir „Ótrúlegt að menn horfist ekki í augu við þetta og axli ábyrgð“ „Það molnar stanslaust undan okkur. Hversu miklum lífsgæðum þurfum við að fórna og hversu mörgum tækifærum nemenda okkar þurfum við að fórna þar til við grípum í taumana og vöknum?“ 6. desember 2023 15:27 Fátækari með hverju árinu! Í dag sat ég kynningu á könnun Vörðu rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins sem unnin var fyrir ÖBÍ réttindasamtök um hagi fatlaðs fólks á Íslandi. 6. desember 2023 15:02 PISA sýnir aukna stéttaskiptingu á Íslandi: „Sitja ein uppi með vandamálin“ Annar hver 15 ára drengur á Íslandi býr ekki yfir grunnfærni í lesskilningi. Íslenskir nemendur er undir meðaltali OECD ríkjanna í öllum meginflokkum PISA könnunar. Börn með lakari félags- og efnahagslegan bakgrunn koma verr út í könnuninni. 5. desember 2023 19:41 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Fleiri fréttir Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Sjá meira
„Ótrúlegt að menn horfist ekki í augu við þetta og axli ábyrgð“ „Það molnar stanslaust undan okkur. Hversu miklum lífsgæðum þurfum við að fórna og hversu mörgum tækifærum nemenda okkar þurfum við að fórna þar til við grípum í taumana og vöknum?“ 6. desember 2023 15:27
Fátækari með hverju árinu! Í dag sat ég kynningu á könnun Vörðu rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins sem unnin var fyrir ÖBÍ réttindasamtök um hagi fatlaðs fólks á Íslandi. 6. desember 2023 15:02
PISA sýnir aukna stéttaskiptingu á Íslandi: „Sitja ein uppi með vandamálin“ Annar hver 15 ára drengur á Íslandi býr ekki yfir grunnfærni í lesskilningi. Íslenskir nemendur er undir meðaltali OECD ríkjanna í öllum meginflokkum PISA könnunar. Börn með lakari félags- og efnahagslegan bakgrunn koma verr út í könnuninni. 5. desember 2023 19:41