Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari staðfestir við fréttastofu að kynferðisbrotamál sem kært var í sumar sé komið á borð héraðssaksóknara. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá.
Albert, sem spilar með ítalska liðinu Genoa, hefur ekki spilað með íslenska landsliðinu síðan málið kom upp í lok ágúst. Hann hefur spilað einkar vel með Genoa undanfarna mánuði og orðaður við stórlið í Evrópu.
Embætti héraðssaksóknara tekur ákvörðun um það hvort Albert verður ákærður eða málið látið niður falla.