Kartöfluummælin hjálpi lítið: „Þú getur rétt ímyndað þér hvernig fólk tekur þessu“ Jón Þór Stefánsson og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 7. desember 2023 20:49 „Þessi kartöfluummæli, hún getur átt þau við sjálfa sig,“ sagði Arnar um ummæli framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins Vísir Arnar Hjálmsson, formaður Félags flugumferðarstjóra, gefur lítið fyrir ummæli Sigríðar Margrétar Oddsdóttur, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, sem sagði að ef hún væri jólasveinninn þá myndi hún gefa flugumferðarstjórum kartöflu í skóinn. Hann segist ekki vita hver meðallaun flugumferðarstjóra séu og að hann láti hækkunina sem farið sé fram á liggja á samningsborðinu. „Þessi kartöfluummæli, hún getur átt þau við sjálfa sig,“ sagði Arnar í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Ég held að þetta hjálpi ekki fulltrúa Samtaka atvinnulífsins sem situr við þetta borð. Ég get ekki ímyndað mér það. Og þetta hjálpar ekki okkur.“ Þó telur Arnar að ummælin ekki hafa áhrif á sjálfa samningsstöðuna. „En ég nenni ekki að hlusta á þetta. Ég veit hvernig mitt félagsfólk er og þú getur rétt ímyndað þér hvernig fólk tekur þessu,“ segir hann og bætir við að hljóðið í félagsfólkinu þungt. Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar samningsaðila í kjaraviðræðum Félags flugumferðarstjóra og Isavia klukkan eitt á morgun. Flugumferðarstjórar munu að óbreyttu leggja niður störf á þriðjudags- og fimmtudagsmorgun. Sigríður tjáði sig um verkfallsboðunina í dag og sagði hana fráleita. „Það er bara einfaldlega ekki annað í boði núna heldur en að við séum að gera langtímakjarasaminga sem er innistæða fyrir til þess að ná aftur stöðugleika og að verja bæði samkeppnishæfni landsins og lífskjörin í þessu landi,“ sagði hún. Tilbúnir að setjast við borðið Félag flugumferðarstjóra lýtur svo á, að sögn Arnars, að enn sé verið að semja í samningalotu sem lauk fyrir ári síðan. „Ég veit ekki hvort að hún viti það, en við erum enn þá að semja í síðustu kjaralotu sem lauk í nóvember eða desember í fyrra.“ Arnar vísar því á bug að flugumferðarstjórar vilji ekki setjast við samningaborðið. Félagið sé tilbúið að sýna ábyrgð en þá þurfi Samtök atvinnulífsins líka að koma að borðinu. Hann segir að mikið beri á milli samningsaðilana, en tekur fram að félagið sé ekki að einblína á laun, heldur sé það tilbúið að ræða hluti eins og orlofsmál og mönnun. „Allur samningurinn er uppi á borðinu.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2023 Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
„Þessi kartöfluummæli, hún getur átt þau við sjálfa sig,“ sagði Arnar í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Ég held að þetta hjálpi ekki fulltrúa Samtaka atvinnulífsins sem situr við þetta borð. Ég get ekki ímyndað mér það. Og þetta hjálpar ekki okkur.“ Þó telur Arnar að ummælin ekki hafa áhrif á sjálfa samningsstöðuna. „En ég nenni ekki að hlusta á þetta. Ég veit hvernig mitt félagsfólk er og þú getur rétt ímyndað þér hvernig fólk tekur þessu,“ segir hann og bætir við að hljóðið í félagsfólkinu þungt. Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar samningsaðila í kjaraviðræðum Félags flugumferðarstjóra og Isavia klukkan eitt á morgun. Flugumferðarstjórar munu að óbreyttu leggja niður störf á þriðjudags- og fimmtudagsmorgun. Sigríður tjáði sig um verkfallsboðunina í dag og sagði hana fráleita. „Það er bara einfaldlega ekki annað í boði núna heldur en að við séum að gera langtímakjarasaminga sem er innistæða fyrir til þess að ná aftur stöðugleika og að verja bæði samkeppnishæfni landsins og lífskjörin í þessu landi,“ sagði hún. Tilbúnir að setjast við borðið Félag flugumferðarstjóra lýtur svo á, að sögn Arnars, að enn sé verið að semja í samningalotu sem lauk fyrir ári síðan. „Ég veit ekki hvort að hún viti það, en við erum enn þá að semja í síðustu kjaralotu sem lauk í nóvember eða desember í fyrra.“ Arnar vísar því á bug að flugumferðarstjórar vilji ekki setjast við samningaborðið. Félagið sé tilbúið að sýna ábyrgð en þá þurfi Samtök atvinnulífsins líka að koma að borðinu. Hann segir að mikið beri á milli samningsaðilana, en tekur fram að félagið sé ekki að einblína á laun, heldur sé það tilbúið að ræða hluti eins og orlofsmál og mönnun. „Allur samningurinn er uppi á borðinu.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2023 Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira